Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 10
10 Einn snúður á mann á viku Vestfirska Fréttablaðið leit nú fyrir nokkrum dög- um inn í Gamla Bakaríið til að forvitnast hjá Arna Aðalbjarnarsyni bakara- meistara um það hversu mikið hann bak'aði af snúðum fyrir Isfirðinga. Að sögn Árna bakar Gamla bakaríið um 3000 snúða á viku hverri. Þetta samsvarar því að hvert ein- asta mannsbarn hér um slóðir fái í sinn hlut einn snúð á hverri viku. Á með- fylgjandi mynd má sjá Árna Aðalbjarnarson og Guðbjörn Ingason vera að baka snúða fyrir ísfirðinga. O GROHE GROHE blöndunartæki, margar gerðir Eldhúsvaskar þvottahúsvaskar Allt til vatns- hita- og skolplagna Ferðaskrifstofan Atlantik Færir út kvíarnar Svo sem alkunnugt er hafa utanlandsferðir lands- manna stöðugt verið að færast í vöxt og góðu heilli er velmegun hér slík, að það eru ekki lengur forrétt- indi fáeinna útvalinna að ferðast til útlanda. Drjúg- an þátt í að gera utan- landsferðir aðgengilegar almenningi eiga ferðaskrif- stofurnar, sem smátt og smátt hefur farið fjölgandi í samræmi við vaxandi ferðaáhuga fólks. Ein nýjasta ferðaskrif- stofan ber nafnið Atlantik og hefur hún látið tiltölu- lega lítið yfir sér til þessa, enda hefur hún enn sem komið er lagt meginá- herslu á móttöku erlendra ferðamanna og fyrir- greiðslu fyrir erlend skemmtiferðaskip. Skipu- lagðar hópferðir til út- landa hafa hins vegar verið vaxandi þáttur í starfsemi hennar, og voru á s.I. sumri farnar ferðir til Þýskalands, Sviss, Austur- ríkis, Ermasundseyjarinnar Jersey og Florida, svo eitt- hvað sé nefnt. Nú í vetur eru ýmsar nýjungar á prjónunum, og ber þar hæst skíðaferðir til Austur- ríkis, og verður sú fyrsta af þei, farin um jólin. Með auknum umsvifum mun ferðaskrifstofan At- lantik fjölga umboðsmönn- um sínum, og hefur Hans W. Haraldsson nú tekið að sér Isafjarðarumboð henn- ar. JEÉ .. 'ifD 1 Mf „ 'P jfíiW JŒm FJARÐARSTRÆT116 SÍMI 3298 Heimavistarbúar vaða drullu- svaðið - Slæm umgengni um byggingarsvæði dvalarheimilis Einn lesandi blaðsins hafði samband við okkur til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkti kringum heimavist Menntaskólans, því það væri nánast ófært eftir uppfyllingunni hjá nýja sjúkrahúsinu ef nokkrir dropar féllu úr lofti. Segja má að uppfyllingin sé eitt drullusvað undir eins og eitthvað rignir og skapar þetta erfiðleika fyrir gang- andi vegfarendur á leið upp á Heimavistina, og má í því sambandi benda á að allir nemendur sem búa í heimavistinni þurfa að fara gangandi úr og í skóla. Vegna þessa máls hafði blaðið samband við húsvörð Menntaskólans Sigurð Hj. Sigurðsson og kvaðst hann taka undir það að þarna ríkti ó- fremdarástand og benti einnig á að hann teldi að þessi mál myndu versna þegar tæki að snjóa þvi þá myndi veg- urinn eftir uppfyllingunni teppast fljótlega. Einnig vildi Sigurður benda á það að umgengni um bygging- arsvæði dvalarheimilisins væri mjög léleg og væri stórhættulegt að fara þá leið upp í heimavist, því að ekki væri einu sinni göngubrú yfir djúpan skurð, sem er búin að vera opinn í langan tíma. FLORIDA svefnsótarmr eru kommr aftur. Með einu handtaki má breyta þeim i hvilu fyrir tvo. Fyrirliggjandi stakir eða með stólum, sem sófasett. — Kómið og skoðið, sjón er sógu rikari. húsiö Tilboð óskast í Volvo 144 DL1974 Skemmdan eftir umferðaróhapp. Bifreiðin verður til sýnis við Aðalstræti 13, fimmtudaginn 16. nóv. milli kl. 13.00 -15.00. Tilboðum skai skila til Samvinnutrygginga, Silfurtorgi 1, ísafirði, fyrir kl. 17.00 föstud. 17. nóv. Samvinnutryggingar ísafirði TIL SÖLU Dodge Dart Swinger árgerð 1971. Upplýsingar í síma 3996.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.