Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG ÍSLAIMDS LOFTLEWm Nú er feiknarlegt úrval af nýjum tískufatnaði! Dömur: Herrar: KJÓLAR—KÁPUR—JAKKAR— PEYSUR—VESTI—BLÚSSUR FRAKKAR—JAKKAR— STAKKAR PEYSUR—BUXUR—SKYRTUR Nýjar sendingar vikulega! Verslunin : Isafiröi sími 3507 Hótel ísafjörður: Gistirými fokhelt á næsta ári Fyrsta og önnur hæð tilbúnar 1980 Framkvæmdir á lóð Hótel Isafjörður hf. hófust sumarið 1976. I haust var svo hafin bygging fyrsta áfanga hótel- byggingar, og verður lokið uppsteypu fyrstu hæðar fyrir áramót. Gistrými hótelsins verður fokhelt á næsta ári, en hótelresktur verður væntan- lega hafinn á árinu 1980 og þá með ellefu gsitiherbergj- um á annarri hæð hótelbygg- ingarinnar, og líklega með resktri sumarhótels í Heima- vist Menntaskólans á ísafirði. Þetta kom fram í spjalli V.f. við Ólaf Halldórsson, for- mann stjórnar Hótels Isa- fjörður hf. nú um helgina. - ■; V: gi STOFNAÐ I OKTÓBER 1973 Hótel ísafjörður var stofnað í október 1973, að undangenginni undirbúnings- vinnu félaga J.C. ísafjörður, en þeir höfðu haft hótel sem verkefni byggðaþróun- arnefndar klúbbsins. I stofnsamningi félagsins segir að tilgangur þess sé að byggja og eiga hótel á Isafirði. Hlutafé var þá ákveðið 10 millj. króna. Framkvæmdir vegna hótelbyggingar hóf- ust sumarið 1976, eftir að nokkrar tafir höfðu orðið vegna þess að erfitt reyndist að leysa lóðamál fyrir bygginguna. Hafði þá hlutafé félagsins aukist í 23,5 millj. en þar af fóru 11,1 m.kr. í kostnað við rýmingu og fyllingu lóðar og gatnagerðargjald vegna byggingarinnar. Framhald á 2. síðu Ný byggingaráætlun — Ný fjármögnunaráætlun — 72 gistirúm, vistlegur salur og setustofa Á byggingaráætlun Hótel Isafjörður hf. fyrir árið 1979 er áformað að steypa upp allar fimm hæðir hótelsins og gera bygginguna fokhelda. Stefnt er að því á árinu 1980 að taka í notkun tvær neðstu hæðir hótelsins. Allt gistirými verð- ur væntanlega tekið í notkun 1982. Fjármagn til byggingar- innar mun koma að sextíu hundruðustu frá fjárfestingar- lánasjóðum og öðrum aðilum utan Vestfjarða, ef tekst að safna 37 m. kr. hlutafé nú hjá almenningi og fyrirtækjum á Isafirði og nágrenni. FUNDARSALUR OG VEIT- INGABUÐRÚMA100 MANNS A neðstu hæðinni verður gestamóttaka, eldhús, veit- ingabúð, fundarsalur, skrifstofa, geymslur og fleira. Á annarri hæð verða ellefu gistiherbergi. Fund- arsalur og veitingabúð eru samliggjandi og má gera að einum sal, sem nær þá eftir byggingunni endi- langri. Rúmar hann þá um 100 manns í sæti. Gæti slíkur salur hentað prýði- lega fyrir fundi og sam- kvæmi. Reiknað er með að allt gistirými hótelsins verði fullbyggt og tekið í notkun 1982. Þá verða 36 gistiherbergi, eins og tveggja manna á annarri til fimmtu hæð. Á fimmtu hæð verður einnig rúmgóð og vistleg setustofa. REIKNAÐ MEÐ RESKTRI SUMARHÓTELS Eftir viðræður við for- ráðamenn Ferðaskrifstofu ríkisins, er reiknað með að Hótel Isafjörður taki við rekstri sumarhótels í Olafur B. Halldórsson formaður stjórnar félagsins Heimavist M.I. Einnig hefur verið um það rætt, að hluti gistirýmis Hótel ísafjörður gæti nýst yfir vetrarmánuðina, sem heimavist fyrir nemendur verknámsskólanna á ísa- firði. Helstu hluthafar í félag- inu eru Bæjarsjóður Isa- fjarðar, Flugleiðir hf., Hraðfrystihúsið Norður- tangi hf. og íshúsfélag Is- firðinga hf. Eiga þessir að- ilar samtals 34 m. kr. í hlutafé. Önnur fyrirtæki á Isafirði og um 90 einstak- lingar eiga um 8 m. kr. hlutafé. ÆTLAÐ AO 60% FJÁR- MAGNS KOMI FRÁ AÐILUM UTAN VESTFJARÐA Til gistihússbyggingar- innar er ætlað að frá fjár- festingarlánasjóðum og öðrum aðilum utan Vest- fjarða komi um 60% fjár- magns, miðað við fokheld- an þann byggingarhluta, sem nú er unnið að. Lán- veitingar frá Ferðamála- sjóði og Byggðasjóði eru Framhald á 2. síðu !••••••••••••••••••••••••••

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.