Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 3
tJ'iMfaMaciC 3 M. Bernharðsson hf.: Dráttarbraut fyrir smábáta í Neðstakaupstað Eins og flestum mun kunnugt um hefur engin starfhæf dráttarbraut fyrir skip verið hér á ísafirði nú um skeið. Dráttarbraut M. Bernharðsson h.f. í Neðstakaupstað hefur ver- ið ónothæf um nokkurn tíma, en unnið hefur verið að viðgerð á henni, sem þó er ekki lokið ennþá og óvíst hvenær henni lýkur. SHTJA UPP Á ÞESSU ÁRI LITLA DRÁTTARBRAUT M. Bernharðsson h.f. varð að víkja með dráttar- braut sína á Torfnesi á síðasta ári vegna byggingar- framkvæmda Menntaskól- ans. Fyrirtækið fékk leyfi til að setja dráttarbrautina upp nokkru fyrir ofan skipasmíðastöð fyrirtækis- ins og hefur að undan- förnu verið unnið að end- urbótum á búnaði dráttar- brautarinnar og er vonast til að uppsetningu á henni verði lokið í desember næstkomandi. Dráttar- braut þessi getur tekið upp skip allt að 100 þungatonn og mun uppsetning hennar bæta úr vandræðaástandi því sem ríkt hefur varð- andi viðhald srnærri báta hér í bæ. þessi gögn kynnt forystu- mönnum og ferðam.sjóðs og síðan leitað umsagnar um þær hjá þjóðhagsstofn- un. Af umsögn þeirra aðila varð ljóst, að eigið fjár- magnshlutfall félagsins til byggingar slíks hótels mið- að við þann rekstur, sem fyrirhugaður var, þurfti að vera 75% af byggingar- kostnaði, en á núgildandi verðlagi væri það rösklega 530 m.kr. miðað við 712 m. kr. heildarkostnað. Þótti forráðamönnum fé- lagsins sýnt, að ekki væri raunhæft að reikna með því að svo mikið hlutafé myndi safnast. GERÐU ÁÆTLUN UM MINNI BYGGINGARÁFANGA Var þá tekin ákvörðun um að gera áætlun um minni byggingaráfanga, með það fyrir augum að rekstur hans gæti staðið undir áframhaldandi upp- byggingu. Þegar þessar á- ætlanir voru lagðar fyrir sömu aðila og hinar fyrri, þá kom í ljós að þeir töldu að hér væri komin áætlun, sem raunhæft væri að vinna eftir. Samkvæmt þeirra áliti þurfti nú ein- ungis 50% eigið fé til bygg- ingarinnar, sem kostaði nú helmingi minna, en sú, sem áður var áformað að byggja, eða alls um 350 m.kr. og yrði þá eigið fjár- magn um 175 m.kr. SAMÞYKKT AO VINNA EFTIR HINNI NÝJU ÁÆTLUN Þessi nýju viðhorf í byggingarmálum hótelsins voru svo lögð fyrir aðal- fund félagsins hinn 22. apríl sl. Á þeim fundi var samþykkt svohljóðandi til- laga: „Aðalfundur Hótel ísafjörður hf. haldinn 22. apríl 1978, lýsir sig sam- þykkan tillögu stjórnar Hótel ísafjörður hf. um að skipta byggingu Hótels Isafjörður í tvo byggingar- áfanga og hefja fram- kvæmdir við fyrri áfang- ann, þ.e. gistiaðstöðu, eftir því sem fjármagn fæst.“ Eftir að tryggt hafði ver- ið nægilegt fé, til að ljúka undirbúningsvinnu og gera fokhelda fyrstu hæð byggingarinnar, þá var gerður verksamningur við verktaka sem nú er kom- inn töluvert áleiðis við byggingu fyrstu hæðar hót- elbyggingarinnar. O — Greiða hærri símagjöld býr yfir helmingur þjóðar- innar og þar er öll aðal- stjórnsýslan og þjónustu- miðstöð landsins. Fyrir kr. 15,60 fá íbúar höfuðborg- arsvæðisins hvert símtal svo langt sem þá lystir inn- an svæðisins. Fyrir sama gjald fær landsbyggðin 6- 12 sekúndna samtal við svæði 91, en úti á landi er aðeins ótímamælt innan hverrar stöðvar. Vegna margfaldrar notkunar greiðir landsbyggðin þar af leiðandi mun hærri notk- unargjöld. AUKA ÞARF SKREFAFJÖLDA OG LENGJA STYSTU SKREF Samstarfshópur lands- hlutasamtakanna telur að þetta misræmi verði að hverfa, en telja að það geti tekið nokkurn tíma, m.a. til að mæta tæknilega Nýsending — Nýjargerðir Til sýnis og afgreiðslu nú þegar NORSKU SKÁPARNIR VINSÆLU komnir aftur Komið og skoðið og gerið góð kaup Verslunin Virkinn, sími 7375, Bolungavík auknu álagi vegna væntan- legrar aukningar á notkun. Hugmyndir þeirra um fyrstu aðgerðir eru m.a. að auka ennskrefafjöldainnan afnotagjalda á minni stöð- um, stækkun hnútstöðva til að minnka gjaldtöku innan kjördæma eða þjón- ustuheilda og lenging stystu skrefa, sem myndi leiða til þess að fólk úti á landi gæti talað lengur á hverju skrefi við svæði 91 til dæmis.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.