Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR ISLANDS Herraföt NEW MILANO — TWEED FÖT — PUNK FÖT — TERYLENE FÖT — FLAUELSFÖT — CITY FÖT MEÐ VESTI OG ÁN. Stóraukinn farþegafjöldi f yfirliti Flugmálastjórn- ar yfir farþegafjölda, sem fór um íslenska flugvelli árin 1976 og 1977 kemur fram að farþegum, sem fóru um íslenska flugvelli fjölgaði um 8,3 % frá 1976 til 1977. Farþegum, sem fóru um flugvelli á Vestfjörðum fjölgaði hlutfallslega miklu meira en landsmeðaltal sýnir, því að aukningin frá 1976 til 1977 á Vestfjörð- um var um 48%. Farþegum, sem fóru um flugvelli á Vektfjörðum fjölgaði úr 34 þúsundum árið 1976 upp í rúmlega 50 þúsund á árinu 1977. Langmest aukning . var á ísafjarðarflug- velli. Þar fjölgaði farþeg- um um 93% á milli þessara ára, úr tæplega 18 þúsund- um 1976 upp í rúmlega 34 þúsund árið 1977. Árið 1977 fóru 7100 farþegar um flugvöllinn á Patreks- firði og 3 þúsund um flug- völlinn á Þingeyri. Dagvistunarheimili: Bygging hefst á næsta ári — Sjö tilboð bárust í bygginguna Bygging dagheimilis og leik- skóla hefur verið ofariega í hugum margra ísfirðinga f nokkur ár. í júlimánuði 1976 kaus bæjarstjórn Isafjarðar nefnd, sem falið var það verk- efni að standa fyrir byggingu dagheimilis og leikskóla hér á Isafirði. Væntanlegu dag- vistunarheimili hefur verið valinn staður við Eyrargötu, þar sem nú er gæsluvöllur. Fyrirhugað er að færa gæslu- völlinn á autt svæði við Tún- götu. Bæjarráð úthlutaði síðastliðið haust 2027 fer- metra lóð undir dagvistuna.r- heimilið við Eyrargötu. Sjá bls. 4: Reiknað með vistrými fyrir 97 börn. Seinagangur á byggingum Hugmyndin um stofnun menntaskóla á Isafirði mun fyrst hafa komið fram á Al- þingi á árinu 1946. Það ár fluttu þingmennirnir Hannibal Valdimarsson og Páll Zophaníasson tillögu á Al- þingi um stofnun mennta- skóla á Austfjörðum og Vest- fjörðum. Það var þó ekki fyrr en undir lok sjöunda áratugs- ins að skriður komst á málið og ákveðið var að stofna menntaskóla á (safirði og tók hann til starfa haustið 1970. Sjá bls. 4: Byggingu skólahúss átti að Ijúka 1974. Stórfé varið til endurbóta Að undanförnu hefur verið unnið að endur- bótum á friðuðu húsun- um í Neðstakaupstað. Gagngerðar endurbætur hafa farið fram á svo- kölluðu Faktorshúsi, bæði að utan og innan. Einnig hefur verið reynt að verja Turnhúsið frek- ari skemmdúm, en ætl- unin er að einnig fari fram gagngerðar endur- bætur á því húsi á næstu árum. Á þessu ári hefur verið varið 17 milljónum króna til þessara framkvæmda af hálfu bæjarsjóðs. Þess er einnig að geta að bæjar- sjóður fær hluta af þessu endurgreitt og mun sú upphæð vera 2 milljónir króna á þessu ári. Á veg- um Bæjarstjórnar er starfandi húsafriðunar- nefnd og í henni eiga sæti Gunnar Jónsson, Guðmundur Sveinsson og Jón Páll Halldórsson. .i»,.... -. fmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.