Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 3
óíjith tJiéUaéitmc 3 Áætlun á fjóra staði á Vestfjörðum ÁÆTLUNARFLUG A MILLI fSAFJARÐAR OG FJÖGURRA STAÐA Á VESTFJÖRÐUM Flugfélagið Ernir h.f. heldur uppi áætlunarferð- um milli ísafjarðar og fjög- urra annarra staða á Vest- fjörðum og eru þeir Súg- andafjörður, Þingeyri, Bíldudalur og Patreks- fjörður. í vetraráætlun flugfélagsins er gert ráð fyrir fimm ferðum á viku til Súgandafjarðar, en þremur ferðum á viku til Þingeyrar, Bíldudals og Patreksfjarðar. Flogið er með vörur, póst og farþega og er Islander flugvél fé- lagsins notuð til þessara flutninga. Að sögn Harðar Guðmundssonar er fólk farið að nota þessar ferðir mun meira en áður var. Áætlunarfluginu er hagað þannig að farið er frá ísa- firði eftir að áætlunarvél Flugleiða er komin til Isa- fjarðar og þannig geta far- þegar sem eru að koma frá Reykjavík komist sam- stundis vestur á firði með áætlunarvél Ernis h.f. HAFA FARIÐ [ NÆR 70 SJÚKRAFLUG Á ÞESSU ÁRI Á árinu 1977 fóru Flug- vélar Ernis h.f. 81 sjúkra- flug og fyrstu ellefu mán- uði þessa árs hafa þær farið í 68 sjúkraflug. Þessi þjón- usta flugfélagsins hefur geysilega mikla þýðingu fyrir Vestfirðinga og stór- eykur í raun læknisþjón- ustu í landshlutanum. Nokkur aukning hefur orðið á starfsemi fyrirtæk- isins og lendingar eru um 20% fleiri á þessu ári held- ur en á árinu 1977. Á þessu ári eru lendingar orðnar rúmlega 1800, en á síðasta ári voru lendingar 1667 á 42 viðkomustöðum. Auk Harðar Guðmundssonar starfar einn flugmaður hjá fyrirtækinu, Hálfdán Ing- ólfsson. Aztec vélin kemur til isafjarðar. Hafnarstræti 7 fsafirði Sími3166 Óska að taka íbúð á leigu tveggja til þriggja herbergja. Upplýsingar í síma 3598 ÞÚ ÞARFT EKKI LENGUR AÐ LEITA! Jólagjafirnar fást í NEISTA! FYRIR EIGINKONUNA: Hárliðunartæki Blásturstæki m/rúllum Hárblásarar, margar gerðir Snyrtisett, beautybox FYRIR EIGINMANNINN: Rafmagnsrakvélar margar gerðir Snyrtitöskur - Skjalatöskur Barir, staup, glös, vasapelar FYRIR AFA, ÖMMU VINI OG FÉLAGA: Allskonar minjagripir Keramik, kristall, leirvörur Eir, kopar, silfur FYRIR BORNIN: Þroskaleikföng Öll þekktustu merki heimsins Auðvitað er þetta ekki allt, líttu inn og þú munt sjá að Við höfum það sem þig vantar % % Isafirði sími3416 | c

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.