Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 7
I vestfirska I rRETTAELADID — Fréttaannáll ársins 1978 — I grein þessari verður reynt að gera grein fyrir helstu fréttum ársins 1978, sem birtust á síðum Vest- firska fréttablaðsins. Afhenda nýtt skip í fyrsta tölublaði ársins, sem kom út 11. janúar er sagt frá því að M. Bern- harðsson h.f. skipasmíðastöð á ísafirði hafi afhent nýtt skip, Heiðrún Í.S. 4 og í greininni kemur m.a. fram: Hálfur kílómetri á ári, of lítið Þegar VF. kom út 25. jan- úai mátti lesa á forsíðu fyrir- sögn, sem hljóðaði þannig: „Nú er unnið við veginn inn í fjörð“ og virðist sem svo að blaðið hafi ekki verið ánægt með framkvæmdahraða því að málinu er fylgt eftir í leiðara sem ber nafnið: Hálf- ur kílómetri á ári algerlega ófullnægjandi framkvæmda- hraði. Síðar á árinu var mik- ið rætt um þennan vegar- kafla á síðum VF og segja má að á tímabili hafi sendi- bréf gengið á milli manna og komum við að þeim þætti síðar. Sl. laugardag var Heiðrún Í.S.-4 afhent kaupendum sínum, Útgerðarfélaginu Völusteini hf., Bolungarvík frá M. Bernharðsson, skipa- smíðastöð hf., á ísafirði. Heiðrún er nú, að sögn Guð- mundar Marsellíussonar, framkvæmdastjóra, full- komnasta fiskiskip íslend- ínga. Skipið er búið öllum nýjustu fiskileitar- og sigling- artækjum af fullkomnustu gerð. Þá er Heiðrún þannig úr garði gerð, að beita má henni tii veiða með margs- konar veiðarfæri án breyt- inga, og jafnvel fleiri en einu í senn. Ungur ísfirðing ur þrettándi á heims meistaramóti í blaðinu, sem kom út í byrjun febrúar er án efa stærsta fréttin sú að á Heimsmeistaramótinu í Garmisch Partenkirchen hafi ungur ísfirðingur Sig- urður Jónsson orðið þrett- ándi í svigi og í greininni segir m.a. í svigkeppni heimsmeist- aramóstsins í alpagreinum sl. sunnudag varð Sigurður H. Jónsson frá ísafirði í þrettánda sæti. Ingimar Stenmark sigraði, en Piero Gros var annar. Teljum við skíðaunnendur að íþrótta- fréttaritarar fjölmiðlanna (boltaleikjaspekúlantarnir) ættu að veita afrekum þessa unga manns verðskuldaða umfjöllun, og gleyma ekki að meta þau að verðleikum, þegar kemur að því að velja íþróttamann ársins 1978. Fullkomin tímatökutæki smíðuð á ísafirði í sama tölublaði er sagt frá því að fullkomin tíma- tökutæki hafi verið smíðuð af tveim starfsmönnum Póls- ins á ísafirði og VF spurði Örn Ingólfsson að því hvers vegna þeim hafi verið falið að smíða þetta tæki, frekar en að fá þau erlendis frá og svaraði Örn á þessa leið: „Ég reikna með að ástæð- an sé sú að þetta er ekki fjöldaframleitt og því óheyri- lega dýrt hingað komið. Eftir því sem ég best veit, þá eru þetta einu tímatökutækin af þessari gerð hér á landi.“ í fimmta tölublaði, sem kom út 15. mars er greint frá því að vandræðaástand sé hér á ísafirði hvað varðar viðhald og viðgerðir á bát- um bæjarbúa vegna þess að dráttarbraut sem var á Torf- nesi yrði að víkja fyrir bygg- ingu Menntaskóla. í sama tölublaði er greint frá því að miiljónatjón hafi orðið daginn áður þegar Smjörlíkisgerð ísafjarðar skemmdist mikið af eldi. Áttu öll met í drekaflugi Sjötta tölublað VF kom út í lok marsmánaðar og þar er greint frá því að nokkru áður hafi verið stofnaður Svif- drekaklúbbur hér á ísafirði. í fréttinni kemur fram að klúbburinn, sem hlaut nafn- ið Svifdrekaklúbbur ísafjarð- ar, sé fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Tilgangur klúbbsins er fyrst og fremst sá að stuðla að skynsamlegri og hættulausri þróun þessar- ar nýju íþróttar. í mynda- texta með fréttinni kemur Mikið byggt í sjöunda tölublaði, sem kom út rétt fyrir miðjan apr- ílmánuð kemur fram að Vestfirðingar séu drjúgir við framkvæmdir. Það kemur fram að á þeim tíma hafi ísfirðingar átt öll met í drekaflugi. meðal annars að á Suðureyri eigi að byggja dagvistunar- heimili fyrir sextíu börn og að Bolvíkingar ætli sér að byggja íþróttahús, sex íbúðir fyrir aldraða, fjórar leiguí- búðir og endurbyggja vatns- veituna. Magalenti á ísafjarðarflugvelli Næst kom Vestfirska frétta- blaðið út 26. apríl og var það áttunda tölublað. Meðal frétta er það að 15. apríl hafi sex sæta flugvél frá Flugfé- lagi Norðurlands magalent á ísafjarðarflugvelli. Engin slys urðu á mönnum og vélin talin lítið skemmd. í þessu tölublaði var einn- ig greint frá því að þrír ne- mendur í Hochschule fiir Fernsehen und Film í Múnchen áformuðu að taka 60 mínútna langa sjónvarps- kvikmynd á ísafirði, við Djúp og á Hornströndum. Einn ísfirðingur er í þessum hópi og í fréttinni sagði eftir- farandi: Sigurður Grímsson er eini íslendingurinn sem stundar nám í kvikmyndagerð við þýskan háskóla. Hann tjáði blaðinu að gerð kvikmyndar- innar væri kostuð af skólan- um og Bayerische Rund- funk, sjónvarpsstöð í Mun- chen. Lýsir kvikmyndin nokkrum dögum í lífi ungs Vestfirðings og vandamálum hans og samtíðarinnar. Munu þeir félagar koma hingað í júnímánuði til kvik- myndatökunnar. Handritið er að mestu til- búið og ætlun þeirra er að fá fólk til aðstoðar við gerð myndarinnar. Enn er ó- ráðið hver fer með hlutverk unga mannsins í henni, en það er eina hlutverkið, sem er leikið í kvikmyndinni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.