Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 14
vestlirska 14 [ rRETTABUDID 'til hans og tilkynnt um fram- ferði Baska í Árneshreppi. Marteinn hafði heimtað af honum naut í nesti, er hann ætlaði að sigla heim, en prestur neitað. Lét þá Mart- einn fygldarsvein sinn bregða snöru um háls presti og hótaði, að hengja hann. Fékk hann nautið. Marteinn bað séra Jón fyrirgefningar á þessu á Sandeyri, sem hann fékk og mælti séra Jón með griðum honum til handa við Ara, því að hann taldi Mart- ein tíginn mann og síður von á hefndum, ef honum væri sleppt. Áugljóst er, að Ari hefir ekki ráðið við hefndarþorsta liðsmanna sinna. Galdratrú blandaðist mjög málu.m. Samtíma heimildir eru eink- um frá þremur mönnum. 1. Sönn frásaga, sem Jón Guðmundsson lærði (sjálf- menntaður, talaði, dönsku og þýsku og skildi nokkuð í latínu) skrifaði og hefir verið prentuð og útgefið af Hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn 1950, og nefnist bókin Spán- verjavígin 1615. Dr. Jónas Kristjánsson forstöðumað- ur Árnasafns í Reykjavík bjó til prentunnar. 2. Víkingarímur prentaðar í sömu bók. Þær eru taldar vera eftir Jón Gottskálks- son skáld á Vatneyri. Það eru 5 rímur alls 388 er- indi. 3. Spönsku vísur eftir séra Ölaf Jónsson á Söndum í Dýrafirði. Alls 77 vísur. Þær eru prentaðar í Tíma- riti hins íslenska bók- menntafélags nr. 16 1895. í því sama riti er ritgerð um Víg Spánverja á Vest- fjörðum 1615 eftir Ólaf Davíðsson. Víðar er ritað um þessi mál, svo sem ýmsum annálum. 30. vísa í kvæði séra Ólafs er þannig: Marteinn hét sú kempan kapteinn spanskra drótta, höfn í Æðey hann sér tók og hélt mörgum við ótta, ferðbúnum nær á flótta, á burt hingað sendi sá, sveitamenn að ræna og þjá, sem vil ég nú votta. 47. erindi í I Víkinga rímu: Bóndinn Ari bjó til menn í branda klið, að Æðey lögðu ýtar senn með öngvan frið. garpa rjóða gylfings enn þar gista bið. Gjafavörur í fjölbreyttu úrvali Fyrir herra: Fyrir dömur: ★ Musk ★ VU ★ Jovan ★ Fidji ★ Timberline ★ Vivre ★ English lether ★ Caléche ★ Brut ★ Dior ★ Russian lether ★ Xanadau ★ Legacy ★ Paco Rabanne ★ Old spice ★ Kiku ★ Roger Gallert ★ Blaze ★ Imperial saber ★ Opera ★ Jacome ★ Charlie áfe ísafjarðar apáteh HRAFNKELL STEFÁNSSON • ★ Worth ★ Jacome ★ Amazon SiMI 3009 ■ PÓSTHÓLF 14 • ÍSAFIRÐI kraftur öryggi - endiing Aflvélarog rafstöðvarfrá 75 til 1125 hö. Einnig bjóóum vid hinn vióurkennda skiptiskrúfubúnað, Sölu-, vidgeröa- og varahlutaþjónusta í sérflokki 450- 520 hö/1800 sn/min Caterpillar, Cat. og CB eru skrésett vörureefki Laugavegi 170-172, — Sími 21240 V Óskum viöskiptavinum okkar gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári, meö þökk fyrir liðið ár. Verslun Greips Guöbjartssonar, Flateyri Óskum starfsfólki okkar og viö- skiptavinum gleöilegra jóla árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viöskipti á líöandi ári. Orkubú Vestfjarða V ✓

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.