Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 21

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 21
( vcstlirska I rRETTABLASiS 21 Eigum úrval af gólfdúkum, teppum, veggklæðningum, speglum og Ijósum. Allt til bygginga á einum stað. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með þökk fyrir samskiptin á líðandi ári. Jón F. Einarsson Byggingaþjónustan Bolungarvík þeirra, og á skipsferðalagi hafði ég oft fundið til ofur- magns náttúrunnar og van- máttar míns og annarra. í meðvitund minni lá fullvissa um allt það erfiði og tímatöf, er það tók að ganga upp á einn fjallgarð, hvað þá marga. En nú breyttist þetta þetta, er ég fór fram hjá fjöllunum eins og fuglinn fljúgandi, og ólgandi djúpið náði ekki til mín. ísland frjálst til ystu stranda — hljómaði í eyrum mér. Nú varð ég sannfærður um það, að framtíðaríbúar íslands mundu drottna yfir landinu, yfir náttúrunni, yfir fjöllum og vötnum, yfir vetrar- dimmu og hríðarbyljum, yfir hafís og kulda; en hvernig þetta skyldi verða, var mér óljóst. Mig hafði raunar oft dreymt stóra drauma um risavaxnar rafmagnsstöðvar, er bræddi ísinn af jöklunum og breytti dölum í blómgað- ar ekrur. Hinn sami máttur andans, er smíðaði flugvél, er flutti mig um himingeim- inn, hlaut að geta brætt ís- inn af jöklunum, feykt burtu storminum og valdið öðrum breytingum á mínu kalda og hrjóstuga landi. Ég fann, að mér hljóp kapp í kinn af öllum þessum skýjadraum- um mínum, Því að nú var ég uppi í skýjunum, en hreyfill- inn og hristingur flugvélar- innar vöktu mig aftur til lífsins, og nú sá ég Isafjörð fyrir fótum mér, húsaþyrp- ing á mjóum tanga og svarta smádepla niðri, er færðust allir í sömu átt. Flugvélin flaug tvo eða þrjá hringi yfir bænum og lenti — og þarna vorum við komnir eftir tæp- lega 2Vi tíma flug frá Reykjavík, en ísfirðingar lustu upp fangaðarópum. í freyðandi kampavíni drukk- um við skál hinnar fyrstu flugferðar til ísafjarðar hjá Jóni Auðunni Jónssyni al- þingismanni, en síðan hjá bæjarfógeta. Eftir 4 tíma viðstöðu fórum við aftur af stað og rann flugvélin út Pollinn og kvaddi ísfirðinga með því að fljúga yfir bæinm Frá þessum merka atburði var einnig greint í blaðinu Skutli á ísafirði og þar mátti m.a. lesa eftirfarandi: „Fugl- inn flaug fjaðralaus." „í fyrradag, þegar Súlan fór héðan, hóf hún sig til flugs hér úti á firðinum, sveif yfir bæinn, sneri síðan við og stefndi út Djúp. Horfði fjölda manna á þennan fjaðurvana fugl, og urðu allir mjög hrifnir af fluglist hans, eins og vísa þessi sýnir: Hugur manns í hæðir kleif, hristi kvakið fjöll og sæinn, er fjaðurvana „Súlan" sveif syngjandi yfir „rauða” bæinn.” Flugfélag íslands hélt sið- an uppi flugi hingað á árun- um 1928 til 1931 eða þar til það varð að hætta starfsemi sinni. Á árinu 1938 er á ný hafið flug hingað til ísafjarðar og síðdegis 21. maí á því ári kom hingað frá Akureyri flugvélin „Örn“ í vélinni voru tveir menn og var ann- ar þeirra Agnar Kofoed Hansen núverandi flugmála- stjóri. Þennan dag var bæj- arbúum gefinn kostur á að fara hringflug yfir bæinn og nágrenni hans. Vélin tók fjóra farþega í hverri ferð og kostaði sætið 15 kr. fyrir 15 mínútna ferðalag. í þetta sinn flugu alls 30-40 manns með vélinni. Meðal farþega flugvélarinnar þennan dag var Hannibal Valdimarsson, sem þá var ritstjóri Skutuls og lýsti hann ferðalaginu þannig: „í það skifti, sem ritstjóri Skutuls fór í loftið, fór vélin norður í Djúp inn yfir Vigur, norður að Æðey og þaðan yfir fjarðarmynnin vestur- um. Síðan úteftir Djúpinu vestanverðu inn Skutuls- fjörðinn, yfir bæinn, inn yfir Pollinn og út Sund. Lagst var við Norðurtangabryggju og þaðan var lagt af stað. Allt gekk eins og í ágætustu lygasögu. Þeir, sem í vélinni eru, verða miklu síður varir við hávaðann, en hinir sem nærstaddir eru. Menn verða þess naumast varir, hvenær skilið er við sjóinn, og eftir að á loft er komið sitja menn eins þægilega og í bólstruð- um stól heima í stofu. Um mig fór þægileg öryggis- kennd, meðan ég sat í flug- vélinni hátt uppi yfir Djúp- inu. Afstöðubreytingar á landslagi eru engar sjáanleg- ar, þegar hátt er flogið og langt til fjalla, og finnst manni því stundum sem sitji maður kyr og miði ekkert áfram. Sérkennilegast er, þegar vélin tekur skarpan sveig. Þá finnst manni sem vélin sé áfram lárétt, en land og sjór standi meira eða minna upp á rönd. Við lend- ingu fannst mér hreyfingin áþekkust því, þegar árabátur rennur með góðum gangi í malarfjöru. í þetta sinn fór Örninn í 1200 feta hæð og var hraðinn rúmir 100 kíló- metrar á klukkustund. Veð- ur og skyggni var dásamlegt. Ég dreg þá ályktun af 15 mínútna reynslu, að allar eða flestar sögusagnir um uppsölu og annað verra í flugvélum, hljóti að vera uppspuni einber. Það er ekki hægt að hugsa sér þægilegra farartæki en flugvél með öruggum flugmanni.” í blaðinu Baldri á ísafirði er í júlímánuði 1944 greint frá því að þau stórtíðindi hefðu gerst í samgöngumál- um Vestfirðinga að von væri á tveim stórum flugvélum sem ættu að halda uppi föst- um flugferðum á milli Reykjavíkur og Vestfjarða með ísafjörð sem miðstöð. Ennfremur er frá því greint að h.f. Loftleiðir kaupi aðra flugvélina, sem var 8 farþega flugbátur og gæti sest og haf- ið sig til flugs bæði á sjó og landi. Hina flugvélina væri Flugfélagíslands að kaupa og að það væri 6-8 farþega sjó- flugvél. Blaðið Baldur snéri sér í tilefni af þessum fréttum til Þorleifs Guðmundssonar framkvæmdastjóra á ísafirði og innti hann frétta af flug- vélakaupum h.f. Loftleiða, en það félag hafði verið stofnað fyrr á árinu 1944. Þorleifi sagðist svo frá: „I apríl í vor fór maður frá h.f. Loftleiðir til Ameríku til þess að leitast fyrir um kaup á 6—8 manna flugbát þar. Fyrir nokkru barst skeyti frá honum um að hann hefði fest kaup á slíkum flugbát nýjum frá verksmiðjunni, hafa kaupin þegar verið gerð og stendur nú aðeins á því, að leyfi fáist til þess að fljúga honum hingað heim, og er talið líklegt að það fáist nú næstu daga, myndi það spara félaginu 100.000 kr. í flutningskostnað, og auk þess gæti flugbáturinn þá tekið miklu fyrr til starfa en ella. Þorleifur sagðist hafa byrj- að fyrir alvöru að safna hlutafé þegar vissa var féng- inn fyrir því að flugbáturinn fengist. Hefur hlutafjársöfn- unin gengið mjög vel og ver- ið í alla staði mjög ánægju- legt að vinna að þessu. Allir hreppar hér á Vestfjörðum hafa lagt fram fé og auk þess margir einstaklingar, sérstak- lega hér á ísafirði er þátttaka einstaklinga mjög almenn þegar þess er gætt að lægstu hlutireru 1000 krónur. ísafjarðarkaupstaður legg- ur fram 15000 kr. — Af hreppunum er Patreksfjarð- arhreppur hæstur með 12000 kr. Suðurfjarðarhreppur leggur fram 5000 kr., um fjárhæð frá öðrum hreppum Norseman flugbáturinn flaug til Isafjarðar á árunum 1945 til 1947. Flugbáturinn Súlan kemurtil ísafjarðar í fyrsta sinn í júni 1928.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.