Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 22

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 22
vsstfirska 22 Stigið um borð í Katalínuflugbát á Pollinum árið 1956. Á myndinni eru m.a. Björn Guðmundsson, sem lengst af stýrði „Flugfélagsbátnum”, Gunnar Ásgeirsson (Jóhannessonar pípul.m.), Hans W. Haraldsson, Ingólfur Guðmundsson, flugvélstjóri og Henning Bjarnason, flugstjóri. kvaðst Þorleifur ekki vita, en hlutaféð væri nú alls orðið um 75 000 kr. hér á Vest- fjörðum og sagði hann, að það væri meira en hægt hefði verið að gera sér vonir um.“ í nóvember 1944 greinir blaðið Baldur frá komu hins nýja flugbáts Loftleiða hing- að til ísafjarðar og er frá- sögnin á þessa lund: *íí*í**íí*í******í**í**í Alhliða tryggingastarfsemi fyrir sjávarútveginn Aðalstræti 6, Reykjavík, sími: 26466. 1 rRSTTABLADlD MERKISATBURÐUR I SAMGÖNGUMÁLUM VESTFJARÐA. „Mánudaginn 23. október s.l. fór hinn nýji flugbátur h.f. Loftleiða fyrstu ferð sína frá Reykjavík hingað til ísa- fjarðar og lenti hér kl. 14,20 eftir 1 klukkustundar og 10 mínútna flug frá Reykjavík. Með flugbátnum komu hingað forstjóri og stjórn h.f. Loftleiða og einn farþegi. Ráðgert hafði verið að fara með bæjarstjóra, bæjar- stjórn ísafjarðar og nokkra fleiri í stutta flugferð hér yfir nágrennið í tilefni af fyrstu komu þessa merkilega sam- 'jöngutækis hingað til bæjar- ins. En tími vannst ekki til að fara nema eina slíka flug- ferð, urðu aðeins 5 bæjarfull- trúar svo lánsamir að komast á loft í það sinn. Hinir urðu að bíða og vona að röðin kæmi síðar að þeim, enda var þeim lofað að svo skyldi verða. Að lokinni þessari flugferð með hina 5 hamingjusömu bæjarfulltrúa, settust flug- mennirnir og stjórn h.f. Loft- leiða að kaffidrykkju að Uppsölum í boði bæjar- stjórnar ísafjarðar. Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Gíslason Haga- lín, talaði þar nokkur orð. Þakkaði hann Forvígismönn- um félagsins dugnað þeirra að hrynda þessu nauðsynja máli í framkvæmd og þá sérstaklega þann áhuga, sem þeir sýndu fyrir samgöngu- málum Vestfirðinga. Skýrði hann frá þeim byrj- unar örðugleikum, sem fé- lagið hefði átt við að stríða, og benti á, að. enn þyrfti skarpra átaka til þess, að koma flugsamgöngum hér í það horf, sem þyrfti, bæði flugsamgöngum milli Reykjavíkur og Vestfjarða.“ Að kaffidrykkjunni lok- inni flaug flugbáturinn til Reykjavíkur. Með honum fór einn farþegi héðan frá Isafirði. Þessi flugbátur er keyptur nýr í Ameríku og getur flutt 8 farþega. Það má óhætt fullyrða, að þessi fyrsta koma þessa flug- báts hingað til ísafjarðar, markar tímamót í sögu sam- göngumálanna hér á Vest- fjörðum. Ríður nú á miklu að hér verði þegar hafist handa um bætt skilyrði til flugsamgangna.” Lofteliðir önnuðust áætl- unarflug til Vestfjarða allt fram til ársins 1952, en þá var samkeppnin á milli Loft- leiða og Flugfélags Islands orðin mjög hörð og var þá tekið það ráð að skipta áætl- unarleiðunum á milli félag- anna. Þetta hafði ekki verið gert áður og þótti Loftleið- um þá ekki fýsilegt að halda lengur áfram innanlands- Flugi. Flugfélag íslands hélt áfram flugi hingað til ísa- fjarðar með Catalína fiug- bát, sem tók 20 farþega í sæti og voru farnar þrjár ferðir á viku. Catalinan þjónaði Is- firðingum þar til að fiugvöll- ur var tekinn í notkun hér og farið að nota Douglas DC 3, sem þekkt var undir nafninu Dakota, til að halda uppi áætlunarflugi milli Reykja- víkur og ísafjarðar. Sunnudaginn 2. október 1960 var opnaður til afnota 'flugvöllur á Skipeyri við Skutulsfjörð, og var flug- brautin þá 1100 metrar á lengd. Völlurinn eins og hann var þegar hann var opnaður kostaði 4,8 milljónir króna. I Vestfirðingi, sem Isafjarðarflugvöllur var byggður 1960. aukið fjármagn til félagsins, flugvélabraut hér á ísafirði o.fl. Forstjóri h.f. Loftleiða Kristján Kristjánsson, þakkaði viðtökurnar og þann skerf sem Vestfirðingar hafa lagt til þessa máls og gat þess jafnframt,iaðaðalverkefni fé- lagsins yrði að halda uppi kom út 8. október 1960 mátti lesa eftirfarandi lýsingu á opnun flugvallarins undir fyrirsögninni „Merkur áfangi í samgönu- málum Vestfjarða FLUGVÖLLURINN A SKIP- EYRI OPNAOUR TIL AFNOTA.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.