Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 29

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 29
I vestfirska rRETTABLADID Gullúrið ^ólasaga fyrir börnin Eiríkur litli var duglegur drengur, sem hjálpaði pabba og mömmu vel, og þó að hann væri ekki nema 13 ára, gat hann bæði passað litlu syst- lcinin sín, mjólkað geitina og hlaðið brenni í kesti. Pabbi hans var brenni- höggvari og barðist í bökkum með að hafa ofan i sig og fólk sitt að borða. Veturinn lagðist snemma að og fyrstu skíðagestirnir voru komnir á gisti- húsið. Það lá illa ó Eiríki. Hann heyrði nefnilega pabba og mömmu tala um, að þetta árið yrðu engin ráð með að halda jólahátið, þvi að þau ættu ekki einu sinni peninga fyrir nauðsynleg- asta fatnaði. Eirikur fór nú að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti unnið sér inn peninga til að halda jólin. Svo datt honum nokkuð í hug. Án þess að láta nokkurn heima hjá sér vita, fór hann á gistihúsið og spurði hvort hann gæti ekki hjálpað til þar. Það fór svo að nóg var handa honum að gera. Á hverjum morgni fór hann á fætur áður en pabbi hans vaknaði, setti á sig skíðin og fór í gistihúsið og mok- aði snjó og burstaði skóna gestanna. Þegar þetta var gert flýtti hann sér ekki gruna neitt. Eiríkur varð fljótt vinsæll, hann kynntist líka jafnöldrum sinum meðal gestanna og kenndi þeim margt við- vikjandi skiðagöngu, þvi að þar var hann þeim miklu fremri. Skankalangi Jan, sem ótti heimsins bestu skíði, var alltaf að kútveltast í snjónum, en átti bágt með að fara að ráðum fátæka drengsins. Hann varð gulur af öfund, þegar hann sá Eirík koma brunandi í svigi niður hlíðarnar, að aflokinni vinnu. En nú varð Jan innkulsa af öllum veltunum í snjónum og lá i nokkra daga. Einn daginn var Eiríkur send- ur til hans með heitt vatn. Hann starði á allt fallega dótiðí sem var kringum Jan, og meðal annars gullúrið, sem hann hafði fengið í jólagjöf, fyrir sig fram. Meðan Jan var að þvo sér bjó móðir hans um rúmið og Eiríkur tók ösku úr ofninum. Og siðan fór hann heim, alveg ringlaður af öllu þessu dýrmæti, sem hann hafði séð. Morguninn eftir, þegar Eiríkur kom á gistihúsið til morgunsnúninganna, var honum tekið með ónotum og kulda. Honum var skipað að fara inn til gistihússeigandans, sem hafði ver- ið honum svo góður. En nú var hann byrstur og bar það á hann, að hann hefði stolið gullúri Jans. Það var horf- ið. Og nú hótaði hann Eiriki lög- reglunni, ef hann meðgengi ekki undir eins. Eiríkur var eins og þruniu lost- inn og sór og sárt við lagði, með tár- in í augunum, að hann væri saklaus. Gistihúsleigandinn lét það ekki duga og fór með honum heim, til þess að tala við foreldra hans. Þó að Eiríkur hefði góða samvisku, var hann í öng- um sínum út af þessu, ekki síst vegna þess að nú var búið með atvinnuna á gistihúsinu. Og hvernig átti hann nú að eignast peninga fyrir jólagjöfum. Foreldrar Eiríks urðu lieldur döpur þegar þau heyrðu að hann væri grun- aður um þjófnað, — þau vildu ekki trúa því, að hann gæti lagst svo lágt. En hins vegar urðu þau hissa á þvi, að hann skyldi hafa fengið sér at- vinnu að þeim forspurðum. Gistihús- eigandinn gaf þeim tveggja daga frest, til þess að fá drenginn til að með- ganga, annars yrði hann að leita á náðir lögreglunnar og fá hana til að skerast i málið. Hann vildi ógjarnan láta óorð komast á gistihúsið sitt. — Þetta urðu dapurlegir dagar hjá Eiríki litla. Áform hans um að geta keypt jólagjafir handa foreldrum sín- um var að erigu orðið, og hann hafði verið brennimerktur sem þjófur, sjálfum sér og foreldrum sínum til óbærilegrar skapraunar. Nú var aðfangadagurinn kominn, fresturinn var útrunninn. Og þegar drepið var á dyrnar hrökk Eiríkur við eins og fælinn hestur. — Nú mundi gistihúseigandinn auðvitað vera kom- inn með lögregluna til að sækja hann. ___________________________________29 Jú, þetta var gistihúseigandinn, en með honum var Jan, sem brosti vand- ræðalega. Eirík langaði mest til þess að leggja á flótta, en Jan hljóp til hans, tók i höndina á honum og með tárin í augunum bað hann Eirík að fyrirgefa sér, að hann skyldi hafa grunað hann um þjófnað. „Líttu á, Eiríkur," sagði hann, „úrið mitt, sem ég hafði lagt frá mér, hvarf meðan þú varst inni hjá mér, og ég gat hvergi fundið það, — þess vegna hélt ég að þú hlytir að hafa tekið það. En í dag þegar ég ætlaði á skiði í fyrsta sinn eftir leguna og var að fara i skíða- stígvélin, fann ég það þar. Þá skild- um við að mamma hefði ýtt við því þegar hún var að búa um rúmið og það hafði dottið ofan í stígvélið. Eg veit ekki hvernig ég á að geta bætt fyrir þetta, Eiríkur, en nú langar mig til þess að þú viljir taka við úrinu sem gjöf frá mér. Eiríkur kinkaði bara kolli, hann var svo hrærður að hann kom ekki upp nok'kru orði. Gistihúseigandinn, sem hafði rétt mömmu Eiríks körfu með ýmsu góð- gæti í, kom nú til drengjanna. „Það var gott að þetta komst upp, Eiríkur,“ sagði hann, „og mér er óskiljanlegt að mér skyldi nokkurn tíma detta í hug að það gæti verið þú, sem hefðir tekið úrið. Eg vona að þú fyrirgefir mér að ég skuli nokkurn tíma hafa grunað þig, og að þú komir nú aftur til okkar og hjálpir okkur, því að jafn lipran og duglegan dreng hefi ég aldrei haft, Og hérna er kaupið þitt fyrir þann tíma, sem þú hefir verið hjá mér,“ bætti hann við og rétti Eiríki umslag með 100 krónum. Eiríkur ljóm- aði af ánægju. Hann þakkaði gistihús- eigandaum og um leið og hann kvaddi Jan hvíslaði hann að honum: „Eg tek ekki við úrinu nema með því skil- yrði að ég megi kenna þér að ganga almennilega á skíðum. Við skulum byrja á morgun.“ Og Jan féllst á það allshugar feginn. BERGSTAÐASTRÆTI 37 SlMI 21011 Gistið í hjarta horgarinnar Bjóðum mjög hagstætt vetrarverð. Björt og rúmgóð herbergi og viðurkenndan veislumat. Sérstakt afsláttar- verð fyrir hópa.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.