Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 31

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 31
I vestfírska I rRETTABLADia 31 Aðalfundur Æðarræktarfélags fslands: Lítil aukning á varpi f fréttatilkynningu frá Æðarræktarfélagi fslands segir að fyrr á þessu ári hafi verið stofnuð ný deild í félag- inu, fyrir Dalasýslu og Austur- Barðastrandarsýsiu, og ber hún nafnið Æðarvé. Sex fé- lagsdeildir eru nú starfandi innan félagsins, en enn vant- ar starfandi deildir í Stranda- sýslu á Austurlandi, sunnan Vopnafjarðar og á Suðvestur- landi sunnan Hvítár. Lítil aukning hefur verið á varpi og dúnmagni und- anfarin ár og kenna bænd- ur það þeim ófögnuði meindýra, ýmissa máfateg- unda, hrafna og minnka, sem herja á varpstöðvar og æðarstofninn, að ógleymd- um hrognkelsanetalögn- um, sem valda miklum blóðtökum í stofnfugli varpsins. Æðardúnn hefur alltaf verið fluttur út á heims- markaðsverði og hefur það farið hækkandi frá ári til árs. Fást nú 95.000 kr. fyrir kvart kíló, útflutt. Heild- arframleiðsla á hreinsuð- um æðardún er nú 2000 kg. á ári, en þegar fram- leiðslan var mest fyrr á MIÐFELL BF. HNÍFSDAL sendir skipshöfninni á Páli Pálssyni, öðrum starfsmönnum, og viðskiptaaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Laus staða Staða næturvarðar, hálft starf, við símstöðina á ísafirði er iaust nú þegar. Laun samkvæmt launakjörum opin- berra starfsmanna. Upplýsingar gefur umdæmisstjóri. Póstur og sími, ísfirði. Óskum starfsfólki okkar og viö- skiptavinum gleöilegra jóla árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viöskipti á líðandi ári. M. Bernharðsson skipasmíðastöð hf. árum náði hún 4000 kg. Örn gerði nokkurn usla í varpi í Æðey og í Vigur sl. vor, og drap hann einnig Iömb fyrir bændum. Hans varð minna vart í Breiða- fjarðaeyjum. Varp að Ar- bæ í ■ Reykhólasveit jókst um 10 kg. af dún, þegar örninn, sem þar hafði herj- að áður yfirgaf varpið. Erni og fálka hefur fjölgað nokkuð hérlendis undan- farin ár, og telja æðar- bændur að ekki sé ástæða til að kvíða því að þær fuglategundir verði al- dauða hér á næstu árum. Skráðir félagar í Æðar- ræktarfélagi Islands eru nú 230 talsins. Stjórn félagsins skipa Ólafur E. Ólafsson, formaður, Gísli V. Vagns- son og Borgþór Björnsson. I varastjórn eru þau Sigur- laug Bjarnadóttir frá Vig- ur og Eysteinn G. Gísla- son, bóndi í Skáleyjum. Foreldra- félag stofnað Sunnudaginn (5. nóv. sl. var stofnað foreldrafélag við Gagnfræðaskólann á Isafirði. Er hér um að ræða félag forráðamanna og kennara, nemenda skólans. Tilgangur félagsins er m.a., að koma á umræðu- fundum um skóla og upp- eldismál almennt í sam- ráði við skólann, að veita skólanum lið, svo aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma, að veita skólanum að- stoð, vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólan- um. Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi, 4 menn, auk þess sem kennarar skólans tilnefna einn úr sínum hópi. Skólastjóri starfi með stjórninni með málfrelsi og tillögurétti. Formaður var kjörinn Magdalena Sigurðardóttir, en aðrir í stjórn úr hópi foreldra þau: Þorbjörg Bjarnadóttir, Snorri Her- mannsson og Guðrún Ste- fánsdóttir. oo OPTIK Hafnarstræti 18 - Reykjavik Óskar viöskiptavinum sínum á Vestfjöröum GLEÐILEGRA JÖLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS. ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI Á LIÐNUM ÁRUM. GLERAUGNAÞJÓNUSTA VID LANDSBYGGÐINA - Gunnvör hf. ísafirði Viö óskum öllu starfsfólki okkar á sjó og landi, viöskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum, gleöilegra jóla og farsæls komandi árs, og þökkum viö- skiptin á líðandi ári. TIL LEIGU íbúðin að Hafnarstræti 12, Uppsalir efsta hæð, verður til leigu uppúr ára- mótum. Upplýsingar gefur Grímur Jónsson Sími3119

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.