Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 1
1. tbl. 6. árg. vestfirska 18. janúar 1980. FRETTABLASIÐ Farþega- og vöruafgreiösla á ísafjaröarflugvelli Símar: 3000 - 3400 - 3410 FLUGLEIDIR NÝTT! 9J t / •. ’ U S. Úrval hljómtækja og sjónvarpstækja. PIONEER - SHARP - LUXOR Verslunin V^tíUo ísafirði sími 3103 Stopult flug á Isafjörð — Níu flugdagar í nóvember Á undanförnum mánuðum hefur verið miklum erfiðleikum bundið að halda uppi reglu- bundnu áætlunarflugi tit og frá ísafirði. í síðustu viku var t.d. flogið einn dag á ísafjörð og í nóvember s.l. var aðeins flogið í níu daga allan mánuðinn. I við- tali Vestfirska fréttablaðsins við Guðbjörn Charlesson, flugvail- arstjóra, kom fram að stundum hefur flugi hingað til ísafjarðar verið sleppt, þótt fært hafi verið strax eftir hádegi. EKKI ÓFÆRT ALLAN DAGINN Vegna ummæla Jónasar Ólafs- sonar, sveitarstjóra á Þingeyri. hér í blaðinu um lendingarskilyrði og aðstöðu á flugvellinum þar. spurð- um við Guðbjörn hvort nokkur tilmæli hefði komið frá flugvallar- stjórninni hér, að flugi verði beint ti! Þingeyrar, þegar ófært er á flugvellinum her. —Við blöndum okkur ekkert í það mál. sagði Guðbjörn. Það er alfarið ákvörðun Flugleiða hvert þeir fljúga eða hvert þeir stefna fluginu. hvort það er til ísafjarðar. Þingeyrar eða eitthvað annað. Við reynum að halda völlunum öpn- um eins lengi og mögulegt er. en við ráðum náttúrulega ekki við veórið. En þegar flug hefur fallið niður hér á ísafirði. er það ekki eingöngu vegna þess að það hafi verið ófært hérna allan daginn. Það hefur kannske verið ófært fram að hádegi. en þá er annað- hvort búið að sleppa flugi eða stefna flugvélum á Þingeyri. I þeirri viku, sem var að líða. var orðið fært eftir kl. 2 í tvo daga, en Flugleiðir verða að hætta flugi strax á hádegi. Til þess geta legið ýmsar ástæður, bæði að þeir hafa ekki vélar til að bíða og eins geta verið aðrar ástæður fyrir þessu, sem við þekkjum ekki. Það hefur tvisvar verið flogið á Þingeyri héð- an nýlega. I síðustu viku fóru þrjár vélar til Þingeyrar en þá var orðiö fært hér kl. 2. þannig að erfitt var að snúa því flugi við. enda bílar lagðir af stað til Þingeyrar o.s.frv. Það er því ekki öll sagan sögð. þegar sagt er að ófært sé á ísafirði. Það sést lika af flugi flugfélagsins Ernir h.f. að flug hjá þeim er geysimikið einmitt þessa daga. HEIÐIN HÆTTULEGA —Nú finnst mönnum súrt I brotið. þegar vélar snúa héðan fullar af farþegum en gætu lent á Þingeyri og bílfært hingað til ísa- fjarðar. Hvað er þá því til fyrir- stöðu að lent sé á Þingeyri? —Menn tala oft um að opið sé hér á milli og vissulega er oft hægt að fara yfir heiðina, en hafa verð- ur í huga að það getur verið stór- hættulegt vegna hálku. snjóflóða og þessháttar. Það felst I því á- kveðin hætta að stefna hópum af fólki upp á fjallvegi. Framhatd á hls. 3. Burðarmeiri Fokkervélar í innanlandsflug Á stjórnarfundi Flugleiða í des- ember var endanlega samþykktur samningur félagsins við Kar-Air í Finnlandi um sölu tveggja Friend- ship flugvéla félagsins af F-27-100 gerð. Þessar flugvélar, sem bera einkennisstafina TF-FLJ og TF- FLK verða afhentar Kar-Air I mars og apríl 1980. Með þessum flugvélum selja Flugleiðir vara- hreyfla og aðra varahluti. Sölu- verð flugvéla og varahluta til Kar- Air er 1.785.000 bandaríkjadollar- ar. ' Þá er flugvélin TF-FIP til sölu og hafa að minnsta kosti fjórir aðilar látið í ljós áhuga á kaupum. Þessi flugvél er með samskonar hreyfla og þær vélar sem seldar voru til Kar-Air. BURÐARMEIRI FLUGVÉLAR í INNANLANDSFLUGIÐ Flugleiðir gerðu nýlega samn- ing við Korean Airlines um kaup á fjórum Friendship flugvélum. þrem af gerðinni F-27-200 og einni af F-27-500. Tvær þessara flugvéla hafa þegar verið seldar til Finnair. Flugvélarnar verða sóttar til Seoul og flogið til íslands í janúar. Tækjakosti tveggja þeirra. sem Flugleiðir eiga verður breytt til samræmis við það sem er I Friendship vélum félagsins og hefja þær síðan flug á innanlands- leiðum. Þá hefir einnig komið til greina að Flugleiðir taki að sér breytingar á tækjakosti flugvél- anna sem Finnair keyptu. Samn- ingar um það eru á lokastigi. Sem fyrr segir eru þessar breyt- ingar á flotanum gerðar í því augnamiði að samræma flugkost- inn. en jafnframt verður hér um burðarmeiri flugvélar að ræða. Þannig verður unnt að fljúga með fullfermi frá flugvöllum, sem i dag verða að sæta takmörkunum á farmi. Þá kemur einnig til einföld- un á varahlutalager félagsins. þar sem allar flugvélarnar verða búnar samskonar hreyflum og flestum varahlulum. Frá Kynningardeild Flugleiða. Reykjavikurflugvelli. „Fljúgum eins og birta leyfir” — segir Sverrir Jónsson, stöðvarstjóri í Reykjavík. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Sverri Jónsson, stöðvarstjóra á Reykjavíkurflug- velli, og innti hann eftir því hvort ekki væri mögulegt að halda flugi lengur opnu en fram að hádegi, þar sem iðulega gæfi að fljúga hingað á ísafjörð strax eftir hádegi, þótt ófært hefði verið fram að þeim tíma. —Við fljúgum eins og birta leyf- ir. sagði Sverrir. Samkvæmt reglu- gerð flugmálastjórnar um loftferð- ir megum við ekki lenda síðar en 45 mínútum fvrir sólarlag. I des- ember er sólarlag um k. 16.30. sem þýðir að vélin verður að vera lent á ísafirði kl. 15.45. Hún þarf þá að leggja af stað frá Reykjavík ki. 15.00. en þegar athuga þarf flug kl. 14.00. þá er alveg á mörkunum að við náum fluginu út bara vegna fóksins. sem þarf að komast með vélinni og annars. —Það er rétt hjá Guðbirni, hélt Sverrir áfram, að það er iðulega ófært fram til hádegis. þegar við fáum veðurspána. en þá neyðumst við kannske til að sleppa flugi. þótt fært sé eftir hádegi. til þess að Flugleiða setja ekki allt úr skorðum. Al- mennt talað sleppum við þó ekki flugi fyrr en í lengstu lög. Um- dæmisstjórarnir voru einmitt að ræða þessi mál fyrir skömmu og það er stefna okkar. að halda fluginu opnu eins lengi og við mögulega getum. Jafnvel þótt við eigum t.d. fjórar ferðir fyrirliggj- andi og komunt kannske ekki nema einni. þá reynum við að komast þessa einu ferð og þá verð- um við einhvernveginn að ..sort- era“ út þá, sem ættu að vera fyrstir. —Hversvegna er ekki lent á Þingeyri, þegar vélum er snúið fullum héðan frá ísafirði? •> —Það er rétt. að þetta hefur komið fyrir. Þessi mál verða á dagsskrá hjá umdæmisstjórum innanlandsflugs á fundi í þessari viku. Það er meðal annars I okkar tillögu, að þegar við fáum fréttir af því að flugstjóri sé snúinn við. þá munum við fara fram á það við hann, að hann hafi samband við okkar stöð á ísafirði gegnurn flug- turninn um hvort athugandi sé að lenda á Þingeyri. Við erum að reyna að gera ráðstafanir til þess Framliald á hls. 3.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.