Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 3
FRETTABUDID 3 Nýtt grunnskólahúsnæði — Flugsamgöngur ágætar Um næstu mánaöamót verð- ur tekinn í notkun hluti af nýju og myndarlegu grunnskólahús- næði, sem risið er af grunni á Þingeyri. Skólinn er um 650 fer- metrar með sex kennslustofum, þar af sérstofum fyrir smíða- og eðlisfræöikennslu. Nemendur í grunnskólanum á Þingeyri eru um 90 talsins og skólastjóri er Hallgrímur Sveinsson. Þingeyr- ingar hafa fram að þessu notast við skóla, sem byggður var 1908, og er löngu orðinn of lítill. Þessar upplýsingar komu fram í samtali Vestfirska fréttablaðsins við sveitarstjórann á Þingeyri. Jón- as Ólafsson. Veturinn hefur lagst vel í Þingeyringa, sagði Jónas, öll- um líður vel og það er nóg að gera. Nokkur skortur er á fólki til starfa, bæði vantar iðnaðarmenn og fólk til fiskvinnslu. Talsverð uppbygg- ing hefur átt sér stað í plássinu udnanfarið. Einstaklingar eru að byggja bæði fjölbýlishús og ein- býlishús og í vor verður byrjað á smíði fimm einbýlishúsa. Þá hefur undanfarin ár verið unnið að því að steypa þekju á nýbyggt hafnarsvæði á Þingeyri. Ennfremur var mikið unnýð í hol- ræsum og við gatnagerð í þorpinu á sl. ári, en gatnagerð er talsverð- um erfiðleikum bundinn. því sprengja þarf mikið í sumum göt- um. ÁNÆGDIR með flugið F'lug til Þingeyrar hefur gengið ágætlega og hefur varla nokkurn- tíma fallið niður flugdagur. Áætl- unarflug er til Þingeyrar tvisvar í viku frá Reykjavík. Sagði Jónas. að þeir á Þingeyri hefðu aldrei skilið það hversvegna farþegar eru ekki fluttir þaðan til Isafjarðar. eins og t.d. í nóvembermánuði s.l.. þegar aðeins var hægt að fljúga níu daga á Isafjörð en á hverjum einasta degi til Þingeyrar. og að- eins klukkutíma ferð milli þessara staða. —Okkur finnst sjálfsagl. sagði Jónas, að sú góða flugvallarað- staða. sem við höfum hér sé nýtt til fulls. Flugvélum er snúið frá fsa- firði fullum af farþegum. þegar ekkert er því til fyrirstöðu að þær geti lent hér. Við leggjum mjög mikla áherslu á. að reynt verði að bæta samgöngur landleiðina til þess að hægt verði að nýta aðstöð- una hér fyrir flugið á ísafirði. Reyndir flugmenn segja mér. að Þingeyri sé ákjósanlegasti staður- inn og telja fráleitt að hugsa um Önundarfjörð í því sambandi — þangað sé jafnvel verra að fljúga en á ísafjörð vegna þrengsla.. Hér á Þingeyri eru áttirnar ..hreinar" og engin hætta á sviptivindum og auk þess víðáttumikið. Meðan ekki er búið að finna neinn vara- völl, skyldi maður ætla að heppi- legast væri að nota þennan. sagði Jónas að lokum. Fljúgum eins og birta.... Framhald af bls. 1. að þessir hlutir geti gerst. Hinsveg- ar er það algjörlega • ákvörðun flugstjóra hvort hann snýr við til Reykjavíkur eða ekki, og þegar við fáum fréttir um að vélin sé snúin við. er hún yfirleitt komin það langt áleiðis til Reykjavíkur að flugstjóri neitar að snúa við til Þingeyrar vegna eldsneytis. Það er á hans valdi að ákveða það. —Hefur það komið til álita að fá minni flugvélar, sem flogið geta lengur, í þetta áætlunar- flug? —Það lendir engin vél eftir þann tíma. sem ég nefndi áðan. —Litiu vélarnar lenda þó eftir þann tíma. Nýtt íbúðarhúsnæði á Þingeyri. Kvöldskólínn ÍSAFIRÐI —fræösla fulloröínna- Kennsla hefst mánudaginn 21. jan. n.k. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR HJÁ FORSTÖÐUMANNI KVÖLDSKÓLANS, LARU G. ODDSDÓTTUR, SIMI 3580, SEM HÉR SEGIR: 15. til 18. janúar kl. 20:00 — 22:00 19. janúar kl. 13:00 — 15:00. FORSTÖÐUMAÐUR vestfirska TTABLADID —Ég nrundi ekki segja nokkrum manni frá því. Samkvæmt lögum og reglugerð um loftferðir. þá er völlurinn lokaður þremur stundar- fjórðungum fyrir sólarlag. Þetta eru lög og við breytum engu um þau. etj- Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til skrif- stofustarfa nú þegar. Viljum leigja 3ja - 4ra herbergja íbúð fyrir starfsmann. Upplýsingar veitir Veturliði Veturliðason sími3903 KOFRI HF. ÚLFSÁ Stopult flug á ísafjörð Framhald af bls. 1. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Hafraholt 28, rúmlega fok- helt raðhús. Túngata 18, falleg 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð. Norðurvegur 2, 3ja her- bergja íbúð í norðurenda, laus fljótlega. Eyrargata 6, vönduð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Laus 1. júní n.k. Mánagata 5, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í stein- steyptu tvíbýlishúsi. Holtabrún 16, Bolungarvík, 4ra herbergja íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík, byggingarframkvæmdir að 143 fm einbýlishúsi. Sökkl- ar eru steyptir og grunnur uppfylMur. Talsvert af timbri fylgir. Einnig geta all- ar teikningar fylgt. Tek að mér skattframtöl. Pantið tfma tímanlega. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 Bílasala DAÐA Sími3806 utan vinnutíma BfLAR TIL SÖLU Fíat 132 Gl 76 5.000 Fíat131 78 4.000 Ford Escourt 76 2.300 Cortina 1600 74 1.500 Mazda 818 74 2.000 Mazda 616 73 1.900 Peugot 504 75 3.800 Peugot 404 72 1.200 VW 1300 74 1.400 Volvo 145 73 3.400 Toyota MK II 73 2.000 Bronco V 8 ss 74 4.500 Bronco V8 ss 73 3.800 Bronco 6 cyl 74 3.900 VW Golf L 74 ekin 18200 km verð 3.500, sami eig. bfll í sérflokki. Vantar bíla á söluskrá. BÁTAR TIL SÖLU Hef umboð fyrir Flugfisk h.f. 18 og 22 feta báta nýsmíði einnig STERNDRIVE utanborðsdrlf fyrir bensín og diselvélar. NOTAÐIR BATAR Shetland 19 fet Evenrude 115 78 Sport Fishermann 18 fet Volvo 100 79. Erum að fá mikið úrval af hljómplötum! BRIMLKÓ — ÞÚ OG ÉG SANTANA — STYX POLICE — EL DISCO NIHGT MOVIES, NÝ PLATA FRÁ K-TEL. PINK FLOYD SPIRO GYRA NINA HAGEN _____ Verslunin ísafiröi Aðalstræti 24, sími 3103 Það sem bagalegast er við flugið er að ekki skuli vera hægt að halda því opnu lengur framyfir hádegi. því mörg flug hafa fallið niður vegna þess að það hefur verið hætt of snemmu. Það hefur oft komið fyrir að flug hefur verið fellt niður eftir veðurgjöf kl. 11.30. Það getur auðvitað enginn sagt fyrir um það klukkan hálftólf hvort það gefur að fljúga klukkan hálflvö. En á hinn bóginn er mikið í húfi. því hingað eru miklir flutningar og eðlilegt þykir að sá aðili, sem hefur sérleyfi til ísafjarðar geti sinnt því lengur en fram til hádeg- is. Mér finnst sú krafa eðlilegust frá fólki, enda hefur það sýnt sig að það hefur oft verið hægt að lenda hér eftir þann tíma. —Hefur slík krafa nokkurntíma komið fram? —Ég hef aldrei heyrt hana koma frá fólkinu sjálfu. nema að- eins manna á milli á götuhornum. Það er aldrei skrifað neitt um þessi mál og engar opinskáar umræður um þau. Það ræður auðvitaö eng- inn við það. að við búum á mjög ..kritískum” stað. erfiðum fyrir flug, en þó skilum við miklu far- þegamagni og ferðafjölda þrátt fyrir að svo margir dagar falla úr. ÍSAFJÖRÐUR ERFIÐASTUR —Eru flugsamgöngur á Is- landi erfiðastar við ísafjörð? —Ég held að það sé óhætt að segja að ísafjörður sé erfiðastur. Vestmannaeyjar eru erfiðar líka. en þeir hafa þó nieiri möguleika. því þar eru Ijós á flugvellinum. —Er útbúnaður hér mjög slæmur? —Hann er kannske ekki slæm- ur, en það má margt betrumbæta. Við gætum gert ýmislegt til að lengja þann tíma sem hægt er að fljúga hingað. en þá þarf líka að taka margt með í reikninginn. Þaö mætti hugsanlega fljúga hingað minni vélum lengur fram eftir deginum. Það segir sig sjálft. að þegar farið er inn á milli fjalla að flugvöllum. sem eru með hindran- ir á báða enda. t.d. 2000 feta fjöll eins og við höfum hér á fsafirði. þá er sviðið orðið þrengra fyrir stóra vél en litla. Þetta er mál sem menn þurfa að ræða og leggja niður fyrir sér. ef bæta á flugsam- göngur við fsafjörð. Við höfum liggjandi á borðinu staðreyndir fyrir því að litlu vélarnar hafa flogið fram í myrkur og jafnvel í myrkri. Þetta er mál. sem þarf að taka til athugunar. —Hver gæti haft frumkvæði að slíkum athugunum? —Mín persónulega skoðun er sú. að bæjarfélagið ætti að ganga fram fyrir skjöldu og kanna til þrautar hvort ekki er með ein- hverju móti hægt að leysa sam- göngumál Isafjarðar - annaðhvort þannig að Fiugleiðir fari að sinna þessu betur. þ.e. haldi opnu lengur fram eftir deginum. eða athugi leiðir fyrir aðrar flugvélar, sem hentugri væru til flugs í dimmu eða kannske meiri hliðarvindi. sagði Guðbjörn Charlesson. flug- vallarstjóri að lokum. etj.-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.