Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 6
6 Ný námskeið á vorönn Kvöldskólans Frá smíðanámskeiöi í haust. Kvöldskólinn á ísafirði hefur göngu sína á vorönn mánudag- inn 21. janúar næstkomandi og fer innritun í námskeið skólans fram hjá forstöðumanni, Láru G. Oddsdóttur, Sundstræti 24, sími 3580 (sjá nánar auglýsingu í þessu blaði). Kennsla í bók- legum greinum fer fram í húsi Menntaskólans við Aðalstræti (gamla barnaskólanum) eins og á haustönninni. Kvöldskólinn býður að venju upp á fjölbreytt kennsluefni. Fjög- ur tungumál verða kennd á vor- önn. enska, franska, spænska og þýska. Auk þess verður nýtt nám- skeið í íslenskri málfræði og staf- setningu, sem Skúli Benediktsson annast. Ný námskeið verða einnig i skyndihjálp, og mun Snorri Her- mannsson annast það. og í trúar- bragðasögu. sem Eðvarð T. Jóns- son annast, en á því námskeiði verða kynnt öll helstu trúarbrögð heims. Kennsla verður ennfremur í stærðfræði og verður þar hliðsjón höfð af þörfum nemenda. sem þurfa á stuðningskennslu að halda í þeirri grein. Þá verður kennd bókfærsla, vélritun, sund. útskurð- ur og msíðar og myndlist fyrir börn og fullorðna. Stundaskrá og endanleg niðurröðun i flokka verður auglýst sunnudaginn 20. janúar nk. Öll námskeið Kvöld- skólans eru auglýst með fyrirvara um að næg þátttaka fáist. Bahá'í kynning á Bókasafninu Á sýningunni verða einnig bæk- ur á erlendum málum. Áformað er að hafa skuggmyndasýningu í tengslum við þessa heimildasýn- ingu á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00-21.00 meðan sýningin stend- ur yfir. Á sýningu þessari er einnig að finna Ijósmyndir frá Bahá’ísam- félögum víða um heim. Bahá’í musterum og myndskreyttar til- vitnanir íBahá’í ritningar.Áformað er að sýningin standi yfir í hálfan mánuð. Kynningar- og bókasýning á vegum BaháT samfélagsins á ísafirði hefst í sýningarsal Bókasafnsins á ísafirði föstu- daginn 18. janúar næstkom- andi. Á sýnunginni er gefin inn- sýn í helstu kenningar Bahá’í trúarinnar, uppbyggingu Bahá’í stjórnkerfisins og auk þess liggja frammi bækur og bækl- ingar, sem gefnar hafa verið út á vegum íslenska Bahá’í samfé- lagsins á undanförnum árum. 66 GLERULL 2“ 3“ og 4 Sending nýkomin Birgöir takmarkaðar Pantanir óskast sóttar (öt lÁliiAIUIl it HF ISAFIRÐI SIMI 3472 KRUPP ATLAS-ELEKTRONIK Einkaumboð á íslandi Kristinn Gunnarsson & Co. Grandagarði 7 Reykjavík ATLAS RATSJÁ 5500 OG 5500 S ATLAS RATSJA 6500 ATLAS FISKSJA 721/781/791 DS ATLAS DÝPTARMÆLIR 611 Hafóu samband Skipaferðir til Isafjaröar og Akureyrar alla mánudaga EIIVISKIP Sími: 3126 ^ HALFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HÚSAVÍKUR VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKÁLA TIL KL.1500 FÖSTUDAGA J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.