Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 1
2. tbl. 6. árg. 1. febrúar 1980 vestfirska FRETTABLASIS Farþega- og voruafgreiósla á ísafjaröarfIugvelli Símar: 3000-3400-3410 FLUGLEIDIR u Utsala Verslunin Cptlá Sjá auglýsingu bls. 7. ísafirði sími 3103 Steinsteypa eða malbikunar slitlag? Undanfarin ár hefur verið unnið að því að undirbyggja Stofnbrautina innan úr Firði og nær vegurinn nú allt á móts við heimavist Menntaskólans á Torfnesi. Viðræður hafa farið fram á undanförnum vikum milli forsvarsmanna Vegagerðarinn- ar og Jóns Þórðarsonar, aðal- eiganda Vesttaks h.f. á Isafirði, um steypt slitlag á stofnbraut- ina. Hefur Jón Þórðarson gert tilboð í steypuna, en Vegagerð- in telur tilboðið of hátt. Komið hefur til álita, að Jón Þórðarson gerði tilboð með verktaka í út- lagningu og efni f slitlagið, , þannig að Vegagerðin vissi hver heildarkostnaður yrði við þetta verk. VILL NOTA VÍBRÓSLEÐA í samtali við Vestfirska sagði Jón Þórðarson, að hann ætti von á sérfræðingi í þessum málum nú í vikunni. Val Valdimarssyni. sem rekur fyrirtækið Varða h.f. á Húsavík. Hefur hann fjögurra ára reynslu í að steypa stutta vegar- kafla og notar til þess víbrósleða og nær. að sögn Jóns Þórðarsonar. mjög góðri áferð með þeim hætti. Með víbrósleðanum er önnur ak- reininsteypti einu og síðan söguð í einingar. Þessi aðferð hefur ekki verið reynd hér á ísafirði. en er vel þekkt annarsstaðar á landinu. Jón Þórðarson sagði ennfremur. að Vegagerðin hefði gefið sér upp nöfn hugsanlegra verktaka að þessari framkvæmd og jafnframt boðist til að lána vél til að steypa hraðbrautina. Er þar um að ræða gömlu niðurlagningarvélina. sem notuð var m.a. til að steypa Kefla- víkurveginn. Jón sagði. að þetta tæki væri að margra dómi of gam- alt og hræddi menn frá þvi að taka að sér verkið sökum þess hve þungt það væri i vöfum. Með þessari vél er öll akbrautin. þ.e. báðar akreinar, steyptar í einu. Kvaðst Jón hafa leitað til aðila. sem unnið hefðu með þessu tæki og boðið þeim að taka að sér verkið. Tveimur þessara aðila. Hlaðbæ h.f. og Loftorku leist ekki á hugmyndina og sögðu. að það tæki frá hálfum upp i einn kíló- meter að venja mannskap við þessa vél. en hraðbrautin hér er aðeins um þrír kílómetrar að lengd og svaraði þetta því ekki kostnaði. Þriðji aðilinn. Völur h.f.. hafði áhuga á að kanna þessi mál frekar og er nú beðið eftir upplýs- ingum frá Þýskalandi og Ameríku um nýja tækni.og ný tæki. Þá sagði Jón Þórðarson. að með þessari aðferð fengi Vegagerðin 22 cm slitlag af steypu fyrir ca. 8000 kr. fermeterinn á núgildandi verð- lagi. en yrði að öðrum kosti að greiða eitt til tvö þúsund kr. minna á fermeter fyrir 8 cm. slitlag af malbiki. sem entist helmingi skemur. Inn í þessu verði er flutn- ingskostnaður hingað til ísafjarð- ar. Þá bæri að taka tillit til þess að hraðbrautin lægi meðfram sjó og væri þarafleiðandi ennþá hag- kvæmara að steypa hana. Framhald á 2. síðu. Stofnbrautin í dag. Hvað er að frétta af Dagheimilisbyggingunni? Nyja dagheimilisbyggingin Óhætt er að segja að það hafi vakið ánægju flestra isfirðinga í sumar að sjá hve vel gekk að reisa hina langþráðu dagheimil- isbyggingu við Eyrargötu. En hvað er að frétta af áframhald- andi framkvæmdum? Hvenær geta foreldrar vænst þess að fá pláss fyrir börn sín án þess að vera ár á biðlista og fyrir börn yngri en 3ja ára? V.F. hafði samband við for- mann byggingarnefndar dagheim- ilis Jens Kristmannsson og spurði hann frétta. Jens sagðist hafa verið að ræða við verfræðiskrifstofuna fyrir sunnan, þennan morgun (mánud. 28.1.) og ætti von á út- boðsgögrium í lok þessarar viku. Þá á eftir að auglýsa utboð, en frestur til að skila tilboði er fjórar vikur. Það yrði þá e.t.v. um miðjan mars sem hægt yrði að hefjast handa ef allt gengur að óskum. Jens sagði einníg að hlutirnir væru mjög í lausu lofti vegna þess að enn er ekki lokið gerð fjárhags- áætlunar bæjarins og samningu fjárlaga. Ríkið greiðir 50% af kostnaði við bygginguna og bær- inn 50%. Jens sagði að stefna nefndarinnar væri sú. að lokið yrði a.m.k. einum áfanga í haust og yrði þá byrjað á leikskóladeild fyrir 40 börn. Vilji nefndarinnar var. að fenginn yrði landslagsarki- tekt til að skipuleggja leiksvæðið. en til þess hefur ekki fengist heim- ild. Sagðist Jens vona að sú heim- ild fengist í tengslum við fjárhags- áætlunina. Mögulegt er að taka fyrsta hlutann sem tilbúinn verður í notkun án þess að frágangi leik- svæðis sé lokið. þó það verði að teljast óæskilegt. Ætlunin er að í þessari byggingu verði tvær leik- skóladeildir. fyrir 40 börn hvor og ein dagheimilisdeild fyrir I7 börn. á aldrinum 2-6 ára. Það hlýtur að skipta miklu máli fyrir foreldra að hægt verði að fá pláss í haust þ.e.a.s. þegar skólar hefjast og sumarbarnapíurnar hætta störfum. Fréttamaður hafði samband við Valdísi Ölafsdóttur forstöðukonu leikskólans við Hlíð- arveg og spurði hve mörg börn biðu eftir plássi. Hún sagði að á biðlista hjá þeim væru 80 börn og tæki minnst l'ó ár að komast að e.h. en l ár f.h. Valdís taldi að e.t.v. væri. þörfin enn meiri. en fólk legði ekki í að sækja um vegna hins langa biðtíma. En hefði verið hægt að byrja fyrr á seinni á'fanganum? Á fundi byggingarnefndar dag- heimilis 30. nóvember I979 var gerð svohljóðandi samþykkt: ..Byggingarnefnd dagheimilis og leikskóla samþykkir að fela for- manni nefndarinnar, Jens Krist- mannssyni, að afla útboðsgagna vegna síðari hluta verksins sam- kvæmt samþykkt bæjarstjórnar 11. okt. 1979. Stefnt skal að því að útboð fari fram fyrir I0. des. 1979 og útboð verði opnuð 10. jan. 1980.“ Hvers vegna var ekki staðið við þessa samþykkt? Er ekki hægt að búast við því að ríki og bær standi við sínar skuldbindingar, en báðir þessir aðilar hafa samþykkt að fara út í þessa framkvæmd. eða verða framkvæmdir að dragast á langinn þar til samþykkt hefur verið fjárhagsáætlun og fjárlög? í byggingarnefnd dagheimilis og leikskóla eiga sæti. Jens Krist- mannsson formaður, Anna Páls- dóttir. Anna Helgadóttir. Ásgeir E. Gunnarsson og Margrét Óskars- dóttir. E.Þ. Hótel opnað í nóvember? Framkvæmdum við Hótel Isa- fjörð hefur miðað vel áfram og hefur verktaki nú lokið við að steypa upp húsið og ganga frá þvf að utanverðu. í viðtali við Vestfirska fréttablaðið sagði Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hótels Isafjarðar, að ákveðið hefði verið að ráða verktakann sem byggingar- stjóra og væri markmiðið að taka tvær neðstu hæðir bygg- ingarinnar í notkun í nóvember á þessu ári en Ijúka sfðan við húsið á miðju næsta ári. Neðstu hæðirnar tvær, sem fullokið verður á þessu ári, eru eilefu herbergja gistihæð og neðsta hæðin, sem eru tveir samliggj- andi salir, annar með kaffiteríu, en auk þess eldhús, gestamót- taka, geymslur, snyrting o.s.frv. Þá er einnig áformað að múr- húða húsið allt á þessu ári og leggja í það raflögn og pípu- lögn. Tilboða verður aflað í þessa verkþætti. UNNIÐ AÐ ÚTVEGUN FJÁR- MAGNS. Þá sagði Ólafur Halldórsson. að reynt yrði að fjármagna þessar framkvæmdir með lánum frá Ferðamálasjóði og Byggðasjóði og með nýju hlutafé. Verið er að vinna að því núna að fá það fjármagn. sem til þarf. en reiknað er með að það. sem unnið verður í ár muni með áætluðum verðbreyt- ingum kosta um 250 millj. kr. Þá er reiknað með að talsvert verði búið af efstu hæðunum, þannig að ekki þurfi að vinna mikið í húsinu á næsta ári, en þá verða tekin í Framhald á 2. síöu. Bilun í varaaf lstöð Bilun varð á díselvél varaafl- stöðvar Orkubús Vestfjarða hér á ísafirði sl. miðvikudag, en vél- in gengur fyrir svartolíu. Akveðið hefur verið að láta vélina ganga fyrir gasolíu þangað til orsakir bilunarinnar hafa verið upplýst- ar. Kristján Haraldsson. fram- kvæmdastjóri Orkubúsins tjáði blaðinu. að komið hefði í ljós að útblástursloki hefði brotnað í vél- inni. Orsökin er ókunn. en sér- fræðingur frá General Motors í I Bandaríkjunum. sem er framleið- andi vélarinnar, verður kallaður til að skera úr um hana. Þá hefur verið afráðið. að allsherjarupptekt fari frarn á vélinni úr því hún var stöðvuð á annað borð. Verður hún væntanlega gangsett í þessari viku og mun þá ganga fyrir gasolíu. eins og áður var sagt. Vélin fer ekki aftur á svartolíu fyrr en úr- skurður sérfræðingsins liggur fyrir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.