Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 5
Oddvars Brá og Ivars Formo TEXTI: KRISTEN KVELLO - TEIKNINGAR: ROAR HORGEN - UMSJÓN OG ÞÝÐING: GUÐJÓN HÖSKULDSSON. 5 No. 34. Áöur en þú ákveöur þig með áburðinn, skaltu fyrst af öllu ath. snjóinn og hitastigiö og bera þaó saman viö þaö sem stendur á boxinu/túpunni. No. 35. Klístur er borið undir meö hæfilegri ,,pylsu“ eftir endilöngu skíöinu, beggja megin viö miðröndina, eða berist þvers undir skíðin. Jafnið út meö lófanum eða sköfu sem fyigir áburöinum. No. 36. Einnig fæst klístur í spraybrúsum sem mjög auóvelt er í notkun. No. 37. Þegar skíöin renna mikið afturábak (lélegt fatt), þarf aö bera mýkri áburö undir. Lesiö á boxinu. Nægir í flestum tilfellum aö bæta undir miðjuna. No. 38. Áburður er fjarlægður meö skröpu, klísturs- uppleysara eöa gaslampa. Mjúkur áburður skal ávallt fjarlægóur áöur en harðari áburöur er borinn undir. No. 39. Skíöaganga byggist upp á hinum venjulega hreyfingarmáta. Höfum viö á annaö borö lært að ganga, höfum viö nú þegar vald yfir stórum hluta skíöagöngunnar. No. 40. Við skulum nú nota rennsliö sem skíðin gefa. Þeir hreyfingarmátar sem mest eru notaðir á skíðum eru víxlgangur (venjul. gangur) og tvöfalt staftak. No. 41. Fyrstu skrefin á skíöum virka oft nokkuð fálmandi. í byrjun er nauösynlegt aö þjálfa góöan takt og jafnvægi. (Aö ganga á skíðum, er taktföst hreyfing. Skíðaganga krefst taktfastar hreyfingar. Oftast gerist þaö í valstakti. No. 42. Reynið allan tímann að hafa hreyfingarnar mjúkar svo að takturinn veröi ekki höktandi og óróleg- ur. Vill vinna að öldrunarmálum Rauðakrossdeild ísafjaröar hef- ur af sérstöku tilefni áhuga á því að efla starfsemi sína. AÖ undanförnu hefur starfsemi deildarinnar markast mjög af því verkefni sem hæst hefur boriö en það eru kaup og rekst- ur sjúkrabifreiöarinnar. Nú er það mál í höfn. Kaupverð að fullu greitt og gerður samningur við (safjarðarkaupstað um að hann taki að sér kostnað af rekstri bifreiðarinnar ásamt tekjum. Á vegum Rauðakross íslands hefur verið unnið að skipulagn- ingu átaks á sviði ölldunar og ákveðið að verja til verkefna áþví sviði verulegu fé. Nú býðst Isa- fjarðardeildinni að vera í framlínu í sínu héraði í þessi átaki. Til þess þarf deildin að efla starf sitt og tilnefna sérstaka starfsnefnd, sem vinni að aðgerðum á sviði öldrun- armála. N.k. þriðjudag þ. 4. febrúar 20:30 heldur deildin að- alfund í Gagnfræðaskólanum og hyggst þar ráða ráðum sín- um í þessu efni. Skorar hún því á alla þá er vilja vinna að þess- um málum í nafni Rauðakroos- ins og þágu aldraðra á Isafirði að koma á fundinn og veita lið sitt. Jafnframt þessu þarf að skipa skv. almannavarnaskipulagi starfs- hóp af hálfu deildarinnar sem hafi með höndum aðhlynningu hraklra ef vá ber að dyrum. Nú er tæki- færi til átaks í málefnum ald- raðra. Vil selja Til sölu. Volvo 244 DL. árgerð 1975. Upplýsingar í síma 3803 Óska eftir Skiptinemi. Hollenskan skiptinema um tvítugt vantar pláss í 1 '/2 mánuö. Kann eitthvað í íslensku. Upplýsingar gefur Árni í síma 3100. Bílaleiga Borgarbílasalan s.f. Grensásvegi 11 — Reykjavík Grensásvegi 11. Sími: 37688 Heimasímar: 77688 — 22434 Leigjum út: Lada Topaz — Lada Niva sport Galant Station - Volkswagen Þér takið við bílnum á flugafgreiðslu við komu til Reykjavíkur og skiljið hann eftir þar, þegar þér farið aftur heim. Þaö er ódýrast að leigja bíl hjá okkur. Símar 83085 —83150 Eftir lokun: 77688 — 22434 Opið alla daga frá kl. 9.“—19.“ nema sunnudaga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.