Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 8
vestíirska 8 FRETTABLAEID ÞAÐ ER BETRA AÐ HAFA ÍSLENSK FYRIRTÆKI VIÐ HÖNDINA ÞVÍ ÞAR ER AÐ FINNA SVÖR VIÐ MARGVÍSLEGUM SPURNINGUM ÍSLENSK FYRIRTÆKI ER EINA UPPSLÁTTARBÓKIN SEM GEFIN ER ÚT í DAG UM ÖLL FYRIRTÆKI, FELOG OG STOFNANIR ÍSLENSK FYRIRTÆKI Útgefandi FRJÁLST FRAMTAK HF. Ármúli 18-Símar 82300-82302 SEND SAMDÆGURS Þorlákur Þreytti Fyrir jólin var gamanleikurinn Þorlákur þreytti frumsýndur á Suöureyri. Það er deild úr ung- mennafélaginu Stefni sem kall- ar sig Hallvarð Súganda sem stendur fyrir leikstarfseminni en fyrravor var leiklistarlífið endur- vakið á Suðureyri, eftir áralangt hlé. Fyrsta verkefnið var gam- anleikurinn Orustan á Háloga- landi og þótti sú sýning takast afbragðs vel. Leikstjóri beggja þessara verka var Margrét Öskarsdóttir frá Isafirði. Um 20 manns tóku þátt í upp- setningu Þorláks. 13 leikarar og aðstoðarfólk. Sýnt var fjórum sinnum á Suðureyri við góða að- sókna og undirtektir áhorfenda. Eftir áramót fóru Súgfirðingar síð- an til Flateyrar og sýndu þar fyrir fullu húsi og komu daginn eftir til ísafjarðar og sýndu fyrir 130 manns. Að sögn Kristjáns Pálsson- ar formanns Stefnis munu því um 530 rnanns hafa séð sýninguna. Leikhúsgestir virtust skemmta sér mjög vel yfir óförum Þorláks og bendir það til þess að ennþá eigi farsinn vinsældum að fagna meðal leikhúsgesta. Þess má geta að Elvar Einarsson, sem lék Þorlák þreytta, stundar nám við Mennta- skólann á Isafirði og þurfti því að brjótast yfir heiði, ásamt leikstjór- anum, til að sækja æfingar - oft í misjöfnum veðrum. Það er því ekki ofsögum sagt af dugnaði á- hugaleikfélaganna og áhuga. V.F. fagnar því að Súgfirðingar séu aftur teknir til við leiklistina. Samskipti milli staðanna á Vest- fjörðum á þessu sviði ylja mönn- um í skammdeginu og færa fólk nær hvert öðru og er vonandi að slík starfsemi megi fara vaxandi næstu ár. E.Þ. Hljómsveitin MÍMÓSA Tökum að okkur að leika á almennum dansleikjum, árshátíðum og hverskonar skemmtunum. Mjög gott verð - Aðeins þriggja manna hljómsveit. Sýndu Gísl ( september s.l. var leikféiag Flateyrar endurreist eftir níu ára hlé. Til starfa kom nýtt fólk og margir gömlu félaganna tóku upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið. ( byrjun desember var svo fyrsta verkefnið frum- sýnt og var þar ekki í lítið ráðist. Fyrir valinu varð írski söngleik- urinn Gísl eftir Brendan Behan sem er verðugt verkefni fyrir hvaða leikfélag sem er. Að sögn formannsins, Sigrúnar Gísladóttur tóku 14 leikarar þátt í sýningunni auk aðstoðarmanna. Leikstjóri var Sigurbjörg Árna- dóttir sem er útskrifuð úr Leiklist- arskóla íslands. Flateyrarhreppur veitti félaginu styrk að upphæð 500 þúsund krónur og varð það að vonum hvatning til dáða. Litli leikklúbburinn á ísafirði lánaði félaginu fullkomið ljósaborð og sagði Sigrún að án þess hefði orðið erfitt að setja verkið á svið. Við fyrstu æfingar á söngvunum fengu Flateyringar til liðs við sig ást- ralska stúlku sem vinnur í frysti- húsinu á staðnum og er píanóleik- ari að mennt. Síðan tók Sara Vil- bergsdóttir við fék undir á sýning- um af alkunnri list. Eins og all- staðar þar sem leikrit eru sýnd af áhugafólki - fólki sem vinnur full- an vinnudag annarsstaðar - stend- ur allt og fellur með dugnaði og áhuga félaganna og sagði Sigrún að þann dugnað hefði Flateyringa ekki skort. Sýningar urðu alls sjö og var aðsókn allstaðar góð. Þrjár sýning- ar voru á Flateyri og síðan var farið til Súgandafjarðar, Bolungar- víkur, Þingeyrar og að Núpi. Fréttamaður furðaði sig á því að ekki skyldi sýnt á ísafirði og sagði Sigrún að andstaða hefði verið við það frá gömium félögum, vegna slæmrar reynslu af leikhúsaðsókn ísfirðinga þegar Flateyringar sýndu þar fyrr á árum. Sagðist hún vona að hægt yrði að koma til ísafjarðar næst og afsanna þessa kenningu. Eftir þetta fyrsta verkefni stefna félagar í Leikfélagi Flateyrar að því að setja upp eitt leikrit á ári en vera einnig með styttri verkefni eins og skáldavökur o.þ.h. /Etlun- in er að æfa dagskrá með kvöld- vökusniði, fyrir páskana og eins að stuðla að fjölbreyttari menningar- starfsemi á staðnum eins og t.d. tónlistarviðburðum. E.Þ, Sviðsmynd úr söngleiknum Gísl. Upplýsingar hjá Brynjólfi í síma 7429 fSAFIRÐI —fræösla fulloröinna — SKATTFRAMTOL Námskeið í útfyllingu framtalseyðublaða verður haldið laugardaginn 2. febrúar kl. 13:30 ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi Atli Gíslason, lögfræðingur. Þátttökugjald kr. 4.000.- Upplýsingar og innritun í kvöld kl. 20:00- 22:00 og í fyrramálið kl. 11:00-12:00 hjá forstöðumanni í síma 3580. FORSTÖÐUMAÐUR.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.