Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 10
vestfirska 10 r rRETTABLADID Gefur Æskulýðsfélagi ísafjarðarkirkju Góður afli Framhald af 12. síðu. Laugardaginn 26. janúar af- hentu konur úr kvenfélaginu Ósk, Æskulýðsfélagi ísafjarðar- kirkju gjöf úr sérstökum sjóði sem stofnaður var á 65 ára af- mæli félagsins til eflingar æskulýðsstarfs í bænum. Þetta er í fyrsta sinn sem veitt er úr sjóðnum en einnig voru Gagn- fræðaskólanum á ísafirði gefn- ar 100 þúsund krónur nýlega. Blaðamaður V.F. var staddur í safnaðarheimili ísafjarðarkirkju á- samt sóknarpresti. félögum í æskulýðsfélaginu og þrem Óskar- konum þegar þær afhentu séra Jakobi Hjálmarssyni vandaða 8 mm. kvikmyndasýningarvél með tón og talmöguleikum ásamt sýn- ingarborði og sýningartjaldi. Um 15 félagar í Æ.í. voru við- staddir en þetta var á fundartíma þeirra. Félagarnir tóku fyrst lagið eins og þeirra er vani þegar þeir koma saman. Því næst afhenti Valgerður Jakobsdóttir formaður Óskar, gjöfina með bestu óskum frá kvenfélagskonum og vonum um að vélin muni koma sér vel í æskulýðsstarfinu. Séra Jakob þakkaði gjöfina og minntist á það hve kvenfélagskonur sýndu starfi kirkjunnar næman skilning og væru henni mikill stuðningur enda sýndi það sig í eignatali margra kirkna að stór hluti muna þeirra er gefinn af kvenfélagskonum. Sagðist hann vona að hægt yrði að koma á meira sambandi milli þessara félaga, Óskar og æskulýðs- félagsins. Síðan var vélin prófuð og sýnd sænsk mynd sem gerð er á vegum æskulýðsfélaga þarlendis og sýnir samskipti manns sem e.t.v. mætti kalla Jesú ímynd nú- tímans. við samferðafólk sitt. Að lokum sungu æskulýðsfélagarnir. Blaðamaður lagði nokkrar spurningar fyrir krakkana sem mættir voru á fundinn um starfið í félaginu. Rétt til inngöngu hafa nemendur í 7. bekk þegar þeir byrja að ganga til prestsins og unglingar upp að I8 ára aldri. Haldnir eru fundir vikulega og er ætlunin að prófa núna að hafa þá kl. 5.30 á laugardögum. Hálfsmán- aðarlega eru fundir með bundinni dagskrá en hálfsmánaðarlega svo nefndir vinnufundir. Þá er verk- efnum skipt niður og unnið að ýmsu í hópum t.d. hafa félagar útbúið sjálfir myndarlegar söng- möppur með fjölbreyttum æsku- lýðssöngvum sem notaðar eru í starfinu. Einnig hafa þau farið í heimsóknir á elliheimilið, aðstoð- að við guðsþjónustur og unnið við ýmsar safnanir og er þá skemmst að minnast söfnunarinnar Brauð handa hungruðum heimi. Sl. sum- ar var farið í ævintýralegt ferðalag norður í Grunnavík og virtist það hafa verið velheppnað miðað við minningarnar sem frásögnin vakti. Næsta sumar verður norrænt æskulýðsmót á Akranesi sem fél- agar eiga kost á að sækja svo nóg virðist um að vera í starfseminni. Sr. Jakob, æskulýðsfélagar og Athygli blaðamanns vakti hve margar stelpur voru á fundinum, miðað við strákana, því hann var bara einn. Einhver sagði að ástæð- an væri sú að strákar vildu helst ekki syngja en auðvitað var þessi eini strákur formaður félagsins. Séra Jakob sagði að markmiðið væri að mynda þarna samfélag sem styrkti tengsl félaga innbyrðis. Krakkarnir hefðu sjálf ákveðið að stefna að því að komast í nánari kynni við trúna en Jakob lagði áherslu á það að félagar væru ekki Óskarkonur. ..frelsaðir" og ekki hvattir til að draga sig út úr venjulegu lífi með því að brýna fyrir þeim boð og bönn. heldur væri reynt að skapa hjá þeim jákvæða afstöðu til lífs- ins með öllum þess svörtu hliðum - þau ættu ekki að loka augunum fyrir því heldur kynnast því og lifa með jákvæðu hugarfari. Góður andi virtist ríkjandi inn- an félagsins og notalegt andrúms- loft í safnaðarheimilinu sem er lil húsa áefrihæð Góðtemplarahúss- ins. E.Þ. landaði 1 14 tonnum 9. janúar sl. og 97 lonnum 17. janúar. Aðeins einn linubátur hefur róið frá Tálknafirði, Frigg. en hún leggur upp á Bíldudal og hefur afli hen.n- ar verið mjög tregur. Tálknfirðing- ar ráða hinsvegar ekki við meiri afla en berst að landi af togaran- um. Mikið framboð hefur verið á vinnuafli á Tálknafirði að undan- förnu. sem er óvenjulegt í ver- stöðvum hér á Vestfjörðum. Á Tálknafirði vinna nú 16 stúlkur frá Astralíu. Þykja þær röggsamar í vinnu og traust vinnuafl. Frá því þessi frétt var skrifuð s.l. mánudag. hafa fjórir ísafjarðar- togarar landað og er afli ísafjarð- artogaranna því orðinn rúml. 1300 lestir í janúar. Nýkomið EINNIG HANDKLÆÐI OG GLUGGATJALDAEFNI Fjölbreytt úrval rúmfataefna: GEFJUNARGARN Damask straufrítt í ÖLLUM LITUM léreft 3 S KUIPFIBGISIIKIIIW Vefnaðar- og búsáhaldadeild, Austurvegi 2 — ísafirði Vestfirðingar - Flateyringar H.T. ÞORRABAKKINN ERUM TILBÚNIR MEÐ ÞORRAMATINN H.T. Þorrabakkinn er fullur af úrvals súrmat, hákarli, hangikjöti, harðfiski, flatkökum og smjörklípum. í Tekiö viö pöntunum í síma 7782 ausen hf. * SKRIFSTOFU STARF Viljum ráða skrifstofustúlku til starfa VIÐ SÍMAVÖRSLU OG ÖNNUR ALMENN SKRIFSTOFUSTÖRF. UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFUNI. PÓLLINN HF Póllinn hf. AÐALSTRÆTI 9 ÍSAFIROI. SÍMI 3092 SVEITARSTJORI Starf sveitarstjóra í Suðureyrarhreppi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n.k. Allar upplýsingar eru veittar hjá sveitarstjóra í síma 94-6122, eða hjá oddvita f síma 94-6170. Hreppsnefnd Suöureyrarhrepps Súgandafiröi EFNISSALA FILMUPLÖTUR SPÓNARPLÖTUR Efni afgreitt niðursagað eftir pöntunum. T résmíöaverkstæöi Daníels Kristjánssonar Sími 3130 - ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.