Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 10
Hin frábæru YAMAHA rafmagnsorgel eru þau mest seldu í heiminum í dag. Eigum fyrirliggjandi: YAMAHA Reed-orgel YAMAHA B - 35 YAMAHA B - 55 YAMAHA C - 35 kr. 271.000 kr. 577.000 696.300 kr. 1.120.000 KOMIÐ OG HLUSTIÐ Á HLJÓMINN BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR .—------------------------Sími 31 ?3..ísafirði Næsta tölublað kemur út 27. febr. bilið milli rækjuvertíða og í stopp- um hefði verið að honum mikil búbót. Skelin er veidd á stuttu tímabili, eða frá því rækjuvertíð lýkur og þangað til bátarnir fara á skak eða úthafsrækju á vorin, og síðan aftur er sumarvertíðinni lýk- ur og þar til rækjuvertíðin hefst á ný. Hafa þessar hörpudiskvei ðar verið mjög hagstæðar fyrir ba tana og verksmiðjuna. að sögn Theó- dórs. Á rækjuvertíðinni, sem nú stendur yfir, er leyft að veiða alls 2.600 tonn af rækju. en 2. febrúar s.l. var búið að veiða 1726 tonn. Lét Theódór þá skoðun í ljós. að með þessum gangi yrði skammtur- inn uppurinn í síðasta lagi í mars- lok, sem væri allt of snemmt. Hann benti ennfremur á, að Súð- víkingar væru nú búnir með sinn kvóta en hefðu fengið leyfi ráðu- neytisins til að halda áfram. Rækjuverksmiðjurnar við Djúp eru óánægðar með þessa ráðstöfun og hafa sent ráðuneytinu skeyti, þar sem þær áskilja sér sama rétt og óska eftir því að ráðuneytið sjái seer fært að veita þeim sömu fyrir- greiðslu og Súðvíkingum. Verksmiðjurnar við Djúp hafa frá 12% upp í rúm 20% af heildar- kvóta, en hann skiptist þannig að Niðursuðuverksmiðjan á Torfnesi hefur 299 tonn, Olsen 429 tonn. Þórður Júlíusson 247 tonn. Hnifs- dalur 403 tonn, Rækjustöðin 546. Bolungarvík 468 og Súðavík 208 tonn. Theódór Norðkvist sagði, að rækjuverksmiðja Olsen væri búin með 275 tonn af sínum kvóta, en þeir hefðu hinsvegar báta til að veiða meira og hafa látið báta til annarra verksmiðja, sem hafa ver- ið á eftir. enda væri þeim enginn akkur í að sá sem fyrstur kláraði hann, ætti bara að fá meira. Yfir 10 þús tonn til Bolungarvíkur 14.300 kg. og Sæunn 11.420 kg. Þessi afli fékkst einnig frá 11. janúar. Að sögn Theódórs Norðkvist fóru þrír rækjubátanna hjá Olsen á hörpudisk í stoppinu, sem hófst 7. desember s.l. Veiðin var af- bragðsgóð og komu bátarnir með rúm 160 tonn af hörpudiski á land á þessum tíma. Verksmiðjan hefur alls unnið milli 500-600 tonn af hörpudiski og er sem kunnugt er eina verksmiðjan við Djúp, sem vinnur skel. Sagði Theódór, að tekist hefði með skelinni að brúa Frá loðnulöndun í Bolungarvík. Mikil loðna hefur borist á land í Bolungarvík að undan- förnu. Var blaðinu tjáð hjá Síld- ar- og fiskimjölsverksmiöju Ein- ars Guðfinnssonar hf., að aflinn sem þírngað hefði borist það sem af er loðnuvertíðinni næmi alls 10.376 tonnum. Er Vestfirska spurðist fyrir um loðnulöndunina 7. febrúar s.l., var einn loðnubátur í höfn og annar á ieiðinni inn. Unnið hefur verið dag og nótt við loðnubræðsluna og má nú heita að allar þrær verk- smiðjunnar séu fullar. Verða þeir bátar sem landa í Bolungarvík í dag og í kvöld þeir síðustu, sem tekið verður á móti að sinni. Frá því loðnuvertíðin hófst hafa 27 bátar landað í Bolungarvík. Afla- magnið, sem borist hefur á land, er helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Frá því rækjubátar hófu veið- ar aftur eftir áramót, 11. janúar s.l., hefur afli verið góður og glæðst enn nú síðustu vikurnar. Um mánaðamótin öfluðu bát- arnir mjög vel og voru margir þeirra með eitt til tvö tonn eftir daginn. Er þetta töluvert betri veiði en þegar rækjubátarnir stoppuðu fyrir áramót. Kvóti á bát er eins og kunnugt er fimm tonn á viku. Rækjan er nokkuð blönduð og misjöfn að gæðum. Theódor Norðkvist hjá Niður- suðuverksmiðju Olsen tjáði blað- inu, að aflahæsti rækjubáturinn þar væri Tjaldur með 16.231 kg„ en þessi afli fékkst á tímabilinu frá 11. janúar til 7. febrúar. Næstur er Bryndís með 15.847 kg. og því næst Bára með 14.971 kg. Hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. á Torfnesi var okkur tjáð. að Eiríkur Finnsson væri með 17.600 kg„ Valborg 8.350 kg„ Pólstjarnan Stórtjón í eldsvoða Miðvikudaginn 6. febrúar sl. kom upp eldur í suðurenda Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn á hálfri klukkustund. herbergjum á neðri hæð og 2 á efri hæð. Sjá bls. 9: hússins Mánagata 2 hér í bæ. Þegar slökkviliðinu var gert við- vart um kl. 5 var eldur laus í 2 I— 1 Eidsvoði orsakaðist af óvitaskap. Nýjar vörur daglega Tókum upp í gær: KFNWOOn - Hliómflutninastæki w SANYO - Magnara LENCO - plötuspilara POLLINN HF Lóðbyssur - Lóðbolta Reykskynjara - Rafmagnsofna ísafirði Sími 3792 PHILIPS - LITSJÓNVÖRP Sjón er sögu ríkari „Láttu sjá þig“ I- Sölva hleypt af stokkunum Síðastliðinn laugardag var nýju fiskiskipi hleypt af stokk- unum hjá skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Skipið er hannað með veiðar í nót, flot- troll- og botnvörpu fyr- ir augum. Tæknimenn Þorgeirs og Ellerts teiknuðu skipið. Eig- andi þess er Tálkni hf. Tálkna- firði, en aðaleigendur þess fyr- irtækis eru þeir Ársæll Egilsson og Bjarni Andrésson. Skipið fékk nafnið Sölvi Bjarnason. Eins og þegar hefur komið fram í frétt hér í blaðinu mun skipið leggja upp afla sinn á Bíldudal. Lengd skipsins er 59 metrar og breidd 9 metrar. Það mælist rúml. 400 rúmlestir og burðargeta þess við loðnuveiðar er um 750 tonn, en sem togari getur það flutt í kössum rúm 200 tonn af ísuðum fiski. Skipið er þrítugasta og fjórða nýsmíði Þorgeirs og Ellerts. í því er Wickmann aðalvél. sem er 2100 hestöfl og er gerð fyrir brennslu svartolíu, en gefur jafnframt geng- ið á venjulegri díselolíu. í vélar- rúminu er komið fyrir sérstökum útbúnaði, sem gerir vélstjórum og skipstjórnarmönnum kleift að fylgjast með eyðslu vélanna við mismunandi álag. Þessi útbúnaður safnar einnig upplýsingum um á- stand véla og komi eitthvað fyrir getur hann rakið ástand vélanna eitthvað aftur í timann og séð hvernig þær hafa unnið. Skipið er búið tveimur Cumm- ings ljósavélum. tveimur 300 hest- afla hliðarskrúfum, Becker blöðkustýri, logvindu og snurpu- vindu frá Rapp, Simrad Asdiq- tæki. fisksjá og fullkomnum fjar- skipta- og siglingatækjum. Áætlað er að verð skipsins sé á bilinu 1700-1800 millj. kr. Rækjuveiðamar ganga vel

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.