Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 4
vestíirska í smíðum á ísafirði: 80 íbiíðir um áramot — 20 fyrir 10 árum Mikil gróska hefur verið í byggingarmálum ísfirðinga síð- ustu ár. Er Holtahverfið glöggt dæmi þess en fyrir fjórum árum var aðeins eitt hús risið þar en nú lítur hverfið eins út og með- alstórt þorp. ( skýrslu frá Bjarna Jenssyni byggingarfulltrúa kaupstaðarins er að finna tölur um fjölda nýbygginga árið 1979 og skulu þær nefndar hér. 1. janúar 1979 eru 54 einbýl- ishús í smíðum, 14 raðhús og 1 fjölbýlishús í allt 75 íbúðir. Haf- in er smíði 10 einbýlishúsa, 11 raðhúsa og 2 fjölbýlishúsa, 38 íbúða alls á árinu. Alls eru þá í smíðum 64 einbýlishús, 25 rað- hús og 3 fjölbýlishús -112 íbúð- ir alls. Smíði lauk á 19 einbýlis- húsum, 7 raðhúsum og 1 fjöl- býlishúsi alls 33 fbúðum. 31. [ FRETTABLADIS sínstöðvar við Hafnarstræti, stækkunar á húsi Vestra h/f við Suðurgötu og viðbyggingar (s- húsfélagsins við Eyrargötu. Opinberar byggingar voru 7 í byggingu 1. janúar 1979 og síð- an er hafin smíði 3 til viðbótar. Alls eru þær því 10 í smíðum en aðeins lokið við 2, þannig að enn eru 8 opinberar byggingar í smíðum. Hafin var bygging dag- heimilis og leikskóla við Eyrar- götu og leikskóla við Bakkaveg í Hnífsdal svo og rotþróar í Holtahverfi. Byggingu skrif- stofuhúss Vegagerðarinnar á Dagverðardal lauk á árinu svo og tækjageymslu á (safjarðar- flugvelli. Enn eru í byggingu sjúkrahús og heilsugæslustöð, íbúðir fyrir aldraða, fþróttavall- arhúsið á Torfnesi, stækkun slökkvistöðvar við Fjarðarstræti og skólahús Menntaskólans á Torfnesi. Úthlutað hefur verið eftirtöld- um íbúðarhúslóðum á árinu 1980: Lóðir undir 10 einbýlis- hús, 5 raðhús og 2x9 íbúða fjölbýlishús í Holtahverfi, 10 raðhús við Urðarveg og 6 ein- býlishús í Hnífsdal. Neytendasamtök I' ráði er að stofna á ísafirði deild frá Neytendasamtökunum. Þeir sem áhuga hafa á þessum málum eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 4041 eða 3278 á kvöldin. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN desember 1979 eru því enn í smíðum 45 einbýlishús, 18 rað- hús og 2 fjölbýlishús, 80 íbúðir samtals. Verið er að byggja við 4 hús og lauk viðbyggingu 2 á árinu. 60 bílgeymslur voru í byggingu á árinu og lauk smíði 17 þeirra. Iðnaðar og þjónustuhús eru 19 í smíðum og var lokið við 7 þeirra en 12 eru enn í smíðum. Hafin var smíði á Bliksmiðju Erlendar við Sundahöfn, stækk- un (shúsfélags (sfirðinga við Eyrargötu, hafnarhúsi á hafnar- svæði, gasolíugeymis við Suð- urgötu sem lokiö var við og stækkun á fiskhjalli við Langhól sem einnig lauk á árinu. Frá fyrra árl var lokið við smíði ben- Til gamans eru hér birtar töl- ur úr yfirliti yfir byggingar í bænum fyrir 10 árum. ( ársbyrj- un eru 18 íbúðir f byggingu og aðeins hafin bygging á 2. Alls eru því 20 íbúðir í smíðum og lokið við 10 þeirra. Unnið var að stækkun rækjuverksmiðju og smíði íbúðar- og verslunarhúss svo og einnar vöruskemmu. Af opinberum byggingum var barnaskólinn og samkomusalur við hann í smíðum. ( byggingarnefnd eiga sæti sem aðalmenn Bolli Kjartans- son formaður, Óli M. Lúðvíks- son, Matthías Jónsson, Snorri Hermannsson og Fylkir Ágússt- son. E.Þ. SPORTBÁTAR Nýtt á íslenskum markaði — Þrautreynt merki á markaði í Evrópu og Ameríku AI^IF= Vélbátar og seglbátar í öllum stærðum fjöldi nýrra gerða Jónas Eyjólfsson SÍMI 3716 — ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.