Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 7
I vestfirska rRCTTABLADID Sðluskattur hér - ekki þar — Furðulegt misræmi við álagningu Bílasala DAÐA Ef ísfirðingar vilja fá sér samloku, verða þeir að borga fyrlr hana 150 kr. meira en ef þelr hefðu keypt hana í Reykja- vík, og vilji þeir drekka kók með, verða þeir að borga rúm- lega 100% hœrra verð fyrir inni- haldið í einni Iftilli kókflösku en Reykvíkingar. Þessar upplýs- ingar komu fram í viðtali Vest- firska fréttablaðsins við Úlfar Ágústsson, verslunareiganda, sem fræddi okkur lítilsháttar í leiðinni um frumskóg íslenskrar skattalöggjafar. Ekki er t.a.m. víst, að allir viti, að skattayfir- völd Ifta svo á, að heitir sviða- kjammar, sem seldir eru í mat- vörubúðum, séu söluskattskyld vara, þar sem aftur á móti köld svið eru undanþegin söluskatti! I verslun Úlfars Ágústssonar, Hamraborg, hafa í rúmlega eitt ár verið seldar samlokur, sem Úlfar framleiðir sjálfur. Þær hafa frá upphafi verið seldar sem sölu- skattfrjáls vara. Eins og menn muna urðu flestar tegundir mat- vöru undanþegnar söluskatti, þeg- ar reglur um hann breyttust haust- ið 1978. Litið hefur verið svo á, að samlokur væru ekki öðruvísi mat- vara en t.d. kex og hefur Úlfar því gefið hana upp á söluskattskýrslu sem söluskattfrjálsa vöru. Þessu var mótmælt af skattstjóranum á ísafirði á þeirri forsendu, að hér væri um söluvöru veitingahúsa að ræða og því söluskattskylda. Var söluskattskýrslum frá versluninni breytt samkvæmt þessu til hækk- unar. Endurskoðandi verslunar- innar kærði þetta til ríkisskatta- nefndar, enda er það alkunna að skattayfirvöld í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi hafa fyrir löngu úrskurðað, að þessar vörur væru ekki söluskattskyldar og er vandséð hversvegna ísfirðingar skuli þurfa að kaupa sínar samlok- ur dýrara verði en aðrir lands- menn. Nú leið og beið og ekki bólaði á svari frá ríkisskattanefnd. En gefum nú Úlfari orðið: — Þann 22. janúar s.l. fékk ég loks bréf frá skattayfirvöldum, þar sem mér er tjáð að þessi kæra hafi verið tekin fyrir og henni hafnað og mér beri að greiða söluskatt af þessum vörum, eins og til hefði staðið. Ósvífni skattayfirvalda er slík, að ég er í fyrsta lagi dreginn á svari í rúmt ár, en síðan láta þeir svarbréfið liggja á borðinu hjá sér í heilan mánuð. Það er dagsett 19. desember en póststimplað 20. jan- þús. kr. á mánuði hverjum. Af þessum sökum verð ég frá og með deginum í dag, að bæta söluskatt- inum, sem er 22%, ofaná verðið á samlokunum hjá mér, þannig að nú kaupa Isfirðingar þær á 150 kr. hærra verði en þær seljast á í Reykjavík. Væntanlega kunna þeir verkamenn og námsmenn hér á ísafirði, sem ekki eiga heimili og hafa þarna getað keypt sér ódýrt snarl í hádeginu, skattayfirvöldum bestu þakkir fyrir þennan greiða. Samlokurnar eru vinsælar, Myndin er tekin þegar Úlfar bauð upp á samiokur við opnun Hamraborgar eftir miklar endurbætur nú í haust. iar og undirritað af Jóni Skafta- syni, formanni ríkisskattanefndar. Endurskoðendur mínir hafa mót- mælt þessu við nefndina og vísað til þess að fulltrúi skattstjóra í Reykjavík hefur margsinnis lýst því yfir, að þessar vörur væru að sínu áliti ekki söluskattskyldar. Það kemur nú í hlut fyrirtækis míns að borga söluskatt af samlok- um, sem ég er búinn að selja í rúmt ár, en sú upphæð nemur að öllum líkindum milli 200—300 Gosið 100% dýrara Þá fræddi Úlfar okkur á því, að gosdrykkir seldir úr verslun hér á ísafirði, væru um 100% dýrari en í Reykjavík. Nokkur dæmi: Inni- haldið í einni flösku af appelsín kostar í Reykjavík 125 krónur en hér á ísafirði 220 krónur. Eins lítra kókflaska kostar 420 krónur í höf- uðstaðnum, en 710 krónur hér fyrir vestan. Innihaldið í lítilli kók- flösku kostar þar 95 krónur en hvorki meira né minna en 205 Utgerðarmenn Skipasmíðastöðvar 26 metra togskip, nýsmíði nr. 51 KYNNUM HÉR NÝJUSTU HÖNNUN OKKAR FYRIR ÍSLENSKAR AÐ- STÆÐUR. L = 25,95 m. B = 7,24 m. D =3,75 m. / 6,05 m. BURÐARGETA 130 — 150 TONN. Nánari upplýsingar í símum 3575 - 3290 - 3905. M. Bernharðssgn skipasmíðastöð hf. ísafirði krónur hér og er verðmunur þar kominn yfir 100%. Ástæðan fyrir mismuninum er flutningskostnað- ur og álagning og söluskattur á flutningsgjöld. Reglunum hefur, að sögn Úlfars, verið breytt þann- ig, að tekið er tillit til flutnings- gjalda frá Reykjavík út á land gagnvart kaupmanninum, og fær hann því að nota sama verðstuðul og starfsbræður hans í Reykjavík, en ofan á verðlagningu hans og flutningskostnað bætist síðan sölu- skattur. Engu að síður er ljóst, að inni í þessu verði hlýtur að vera gífurlegur hár flutningskostnaður. Eðllsbreytlng á söluskattsinnheimtu Þá sagði Úlfar: — Suðusúkkulaði er hluti af vísitöluvörunum og úr því að um vísitöluvöru er að ræða þurfa yfir- völd náttúrlega að reyna að falsa vísitöluna, eins og þeim er framast unnt. Þau tóku því suðusúkkulað- ið út úr sælgætisflokknum og gerðu það að matvöru til þess að geta lækkað það í álagningu hjá kaupmanninum. Síðan þegar reglugerðarbreytingin varð og söluskattur var felldur niður af matvörum, þá var suðsuðusúkku- laði sérstaklega undanskilið og gefin var út sérstök reglugerð um það að suðusúkkulaði sé ekki undanþegið söluskatti, eins og al- mennar matvörur. Suðusúkkulaði er því í almennum flokki hvað varðar álagningu, en með sölu- skatti eins og sælgæti. — Sama gildir um poppkornið. Það er ekki sælgæti, heldur al- menn matvara, en til að klófesta þarna nokkrar krónur, ekki síst vegna þess að það er ekki hluti af vísitölukerffinu, þá gáfu yfirvöld út sérstaka reglugerð eftir að lögin tóku gildi í fyrra, þar sem popp- kornið er gert söluskattskylt. — Samkvæmt ákvæðum þessara nýju laga um álagningu söluskatts, þá er hætt að taka sölu- skattinn af vörunni sjálfri, þegar hún er seld, heldur er hann áætl- aður af hugsanlegu útsöluverði á vörunni miðað við innkaupsverð. Þegar um er að ræða vöru eins og poppkorn, þar sem ég kaupi hrá- efni til margra mánaða í einu, þá verður útkoman sú, að ég verð að leggja út söluskattinn fyrir vöruna marga mánuði fram í tímann. Þannig hefur eðli söluskattsinn- heimtunnar verið breytt. Hér er ekki lengur um að ræða skatt af seldri vöru, heldur eru þetta í rauninni áætlaðar tekjuur til ríkis- sjóðs samkvæmt þeim reglum, sem ríkissjóði henta best. Um landbúnaðarafurðir — Landbúnaðarvörurnar eru sérstakur kapítuli í þessu máli, hélt S>mi3806 utan vinnutíma BILARTIL SÖLU AudHOOLS 76 3.800 Austln Mlnl 77 2.500 Ch.Nova Custom 78 6.300 Ch. Concorsa 77 6.000 Datsun 120 Y 77 3.500 Ffat 132 GL 5.200 Ffat 131 78 4.200 Ffat 128 79 4.000 Ford Escort 75 2.100 Mazda 616 75 2.600 Mazda 616 73 1.900 Mazda 818 74 2.000 Mercury Comet 74 3.100 Peugoet504 75 3.800 Peugoet 504 76 4.500 Subaru4x4st. 78 4.500 Subaru 4x4 st. 77 3.500 Saab 99 70 1.300 Volvo 244 GL 79 7.500 Volvo 244 DL 78 6.500 Volvo 245 L 75 5.000 Volvo 145 73 3.300 Volga 73 1.100 VW sendlf. 68 600 JEPPAR Bronco 73 3.800 Bronco 74 3.000 Blazer 74 5.000 SKEMMTIBATAR Madesa 510 með 35 ha Crysler utanborðsvél og rafstartl, verð kr. 3.200.000. Sport Rsherman með Volvo penta Innan/utanborðsvél og vagnl, verð kr. 4.500.000. Fletcer með 75 ha Chryaler utan- borðsvél, verð kr. 1.800.000. Hef umboð fyrlr Rugflak akemmtl- báta og Sterndrlve utanborðadrlf, aýnlngarbátur i ataðnum. Vantar bfla i aðluakri. Úlfar áfram. Þær eru mjög hátt metnar í vísitölugrundvellinum og þess vegna verður að halda verði þeirra niðri. Fyrir bragðið er kaupmönnum ætlað að selja land- búnaðarafurðir langt undir kostn- aðarverði. Þetta vita allir og viður- kenna, en það má bara ekki breyta því. G-vörurnar koma allar til okkar í samskonar umbúðum, til sams- konar geymslu og seljast á sama hátt. Landbúnaðarhluta þeirra megum við selja með 10—12% álagningu, en iðnaðarhlutann, það er Flórídana og þess háttar, meg- um við selja með 38% álagningu. Mér er hins vegar kunnugt um að Mjólkurstöðin á ísafirði, sem er umboðssali þeirra sem selja G- vörurnar, fær 15% sölulaun af öll- um þessum vörum, án tillits til um hvorn þessara flokka er að ræða. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða konu til starfa í þvottahúsi. Nánari uppíysingar hjá hjúkrunarfor- stjóra í síma 3020. Ég vil færa öllum þeim er hafa stutt mig í vetur og þeim, sem gerðu mér kleift að komast á heimsmeistaramót unglinga í göngu sem haldið verður í Svíþjóð dagana 28. febrúar til 3. mars innilegar þakkir fyrir veittan stuðning. EINAR ÓLAFSSON

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.