Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 1
fRETTABLASIS Farþega- og vöruafgreiösla á ísafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - _ 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. A FLUGLEIÐIR LUXOR 22“ OG SHARP 20“ LITSJÓNVARPSTÆKI Hagstætt verð Sambyggðu hljómtækin frá Sharp Gæði — Ending — Otlit á verði, sem enginn annar getur boðið. Verslunin Isafirði sími 3103 Ný Guðbjorg á næsta ári Sjdmannaverkfal I ið Nýr skuttogari er væntanieg- ur hingað til isafjarðar ein- hverntíma í byrjun næsta árs og kemur í stað Guðbjargar ÍS 46. Hið nýja skip mun einnig bera nafnið Guðbjörg og er sjötta skipið með því nafni, sem eigandi þess, útgerðarfyr- irtækið Hrönn h.f. gerir út héð- an frá ísafirði. Það er tæpum fimm metrum lengra en gamla Guðbjörgin og 70 cm breiðara, rétt undir 500 rúmlestum, eða um 60 rúmlestum stærra en gamla Guðbjörg. i samtali við Vestfirska fréttablaðið sagði Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri, og einn af eigendum skipsins, að kostn- aðarverð þess yrði að öllum líkindum um 30 millj. norskar krónur. Það er smíðað af Flekkefjord Slipp & Maskin- fabrikk í Flekkefjord í Noregi, sama fyrirtækinu og smíðaði Vestfjarðatogarana Bessa, Júlíus Geirmundsson, Guð- bjart, Framnesið og Guðbjörg- ina. Eins og kunnugt er hefur síðastnefndi skuttogarinn verið aflahæstur minni skuttogar- anna hérlendis flest árin síðan hann kom hingað til lands 1974. TÆKNINÝJUNGAR Guðmundur Guðmundsson tjáði blaðinu. að reynt hefði verið að búa nýja skipið öllum helstu tækninýjungum dagsins í dag. m.a. nokkrum. sem ekki þekkjast í fiskiskipum hérlendis. Nýjungar þessar felast aðallega í rafbúnaði skipsins. Vélin er af gerðinni Mach diesel. eins og í gömlu Guðbjörgu. en mun stærri. eða 3.200 hestöfl. Sú vél sem er í notkun núna er I750 hestöfl. Vél- arstærðin stafar m.a. af því að öll rafmagnsframleiðsia fyrir skipið verður frá aðalvél og er þar af leiðandi hægt að spara eina Ijósa- vél. 400-500 hestöfl frá aðalvél fara til að framleiða rafmagnið. Vélin er þannig útbúin að hún getur brennt svartolíu. AÐDRAGANDINN Þá sagði Guðmundur Guð- mundsson: -Á þessari stundu get ég ekki- sagt'um hversu langan tíma tekur að smíða skipið. en það gæti hugsanlega verið tilbúið ein- hverntíma snemma á næsta ári. Þegar gerður var óformlegur samningur um kaupin. var ráð fyrir því gert að kaupveröið yrði 28.5 millj. norskra króna. en ef að líkum lætur hefur það hækkað verulega og má reikna með að það sé núna um 30 millj. n. kr. -Aðdragandinn er í stuttu máli sá. hélt Guðmundur áfram. að við fórum að hugsa um þessi skipa- kaup upp úr miðju ári 1978 og lögðum inn umsókn til Fiskveiða- sjóðs í október það ár. Þegar stjórnarskiptin urðu og Kjartan Jóhannsson varð sjávarútvegsráð- herra gaf hann út reglugerö. sem bannaði kaup á skipum erlendis frá nema sérstakt ráðherraleyfi kæmi til. Sú regla hafði verið gildandi. og var sett í tíð Matt- híasar Bjarnasonar. fyrrv. sjávar- útvegsráðherra. að skipakaup er- lendis frá væru háð því skilyrði. að kaupandi skuldaði ekki meira en 5Q'/( af andvirði skipsins. þegar það kæmi hingað. Við töldum þetta töluverða bremsu á að menn keyptu skip að utan. því að í flestum tilfellum þýddi þetta að þeir urðu að láta skip upp í kaup- verðið. sem dekkaði helminginn af andvirðinu. Þegar Kjartan setti sína reglugerð urðu skipakaup al- gerlega háð leyfi ráðherra. Síð- an hefur staðið í þessu stappi og engin lausn fengist fyrr en í síðustu viku. að núverandi sjávar- útvegsráðherra. Steingrímur Her- mannsson. nam þessa reglugerð úr gildi. Þar með tóku aftur gildi þau ákvæði sem Matthias Bjarna- son setti á sínum tíma. -Við höfum orðið fyrir tilfinn- anlegu tjóni af þessum sökum. bæði vegna þess að miklar geng- isbreytingar hafa orðið á þessum tíma og einnig höfum við ekki getað yfirfært neitt til þess að greiða upp í nýja skipið. -I samningum við norsku skipasmíðastöðina segir. að gamla skipið verði afhent út i Flekke- fjord um leið og við tökum við nýja skipinu. sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. etj.- S.l laugardag fór fram í Isa- fjarðarkirkju og við minnis- varða sjómanna á ísafirði, minningarathöfn um Ólaf S. Össurarson og Valdimar Þ. Össurarson, sem fórust með m.b. Gullfaxa og Hauk Böðv- arsson og Daníel Jóhannsson, Ljóst er að þegar áhrifa sjó- mannaverkfallsins hér á ísafirði fer að gæta fyrir alvöru mun á milli 60-707f af öllu vinnufæru fólki hér í bænum verða verk- efnalaust. í samtali við Vestfirska fréttablaðið sagði Guðmundur Guðmundsson. form. Útvegs- mannafélags Vestfjarða. að áhrifa verkfallsins gagnvart verkafólki í landi myndi sennilega fara að gæta rétt fyrir páska. en það fer auðvitað eftir því hvernig togar- arnir fiska. Verkfall þetta nær til alls um 70 sjómanna á togurum og línubátum. en eins og kunnugt er frestuðu sjómenn á línubátum verkfallsaðgerðum til 30. niars. sem fórust með m.b. Eiríki Finnssyni á ísafjarðardjúpi mánudaginn 25. febrúar s.l. Sóknarpresturinn sr. Jakob Hjálmarsson minntist hinna látnu en Rækjusjómenn stóðu heiðursvörð í kirkjunni. Þaðan var gengið að minnisvarða sjó- Þegar atkvæði voru greidd í stjórn sjómannafélags fsafjarðar um frestun þá á aðgerðum. sem Al- þýðusamband Vestfjarða hafði farið fram á. greiddu fjórir stjórn- armenn atkvæði á móti frestun- inni. en þrír voru henni hlynntir. Aðspurður hvort í uppsiglingu væri ný ..flugmannadeila" eins og sum Reykjavíkurblöðin hafa nefnt þetta verkfall. kvaðst Guð- mundur Guðmundsson ekkert vilja láta hafa eftir sér um það. Hann sagðist ekki eiga von á því að sambandið yrði tregt niilli að- ilanna í þessari vinnudeilu og þeir mundu mæta undireins og sátta- semjari kallaði. manna og voru blómsveigir lagðir að minnisvarðanum. Mikiö fjölmenni var viðstatt og komust ekki allir til kirkju sem það vildu, en hátalarakerfi var lagt í Góðtemplarahúsið og margt manna hlýddi á kirkjuat- höfnina þar. Blaðið hafði samband við Gunnar Þórðarson. form. Sjó- mannafélags fsafjarðar. og spurði hvað hann vildi segja um þá nafngift. sem nokkur dagblað- anna hefðu valið þessari deilu. —Þetta kemur manni ekkert á óvart. sagði Gunnar. Þeir eru allt- af að hamra á þessum rosalaun- um. sem við höfum. Það er alveg rétt að við höfum háar tekjur núna. en þess ber líka að geta. að það er metafli. sem hefur borist að landi að undanförnu. Núna liggur á borðinu áætlun um fjög- urra mánaða þorskveiðibann ög á þeim tíma verðum við að veiða grálúðu. karfa og svoleiðis drasl. sem er helmingi ódýrari fiskur. sem þýðir helmingi minni laun fyrir sama magn og helmingi meiri vinnu líka. Það er því aug- tjóst. að tekjurnar hjá okkur verða ekki svona áfram. Kristján Ragn- arsson hefur líka dregið dálítið í land núna. en hann sló þessu fyrst upp þannig að við hefðum þessar tekjur allt árið. Ég vil líka taka það skýrt fram að við ákváðum að fara í þetta verkfall fyrir ára- mót og sögðum upp samningum eins og öll önnur stéttarfélög á landinu. Það væri fáránlegt og fásinna að breyta afstöðunni til þessara samninga núna og falla frá kröfunum bara vegna þess að það fiskast vel. Við erum sérstaklega óhressir yfir því að LÍÚ skuli vera orðinn samningsaðili fyrir hönd vest- firskra útgerðarmanna. Það er sannfæring okkar. að þessum málum væri betur borgið og meiri likur á að samkomulag næðist með beinum viðræðum við út- vegsmenn hér á Vestfjörðum. Við viljum tala við þá og erum sann- færðir um að árangur mundi nást í þeim viðræðum. NEITA AÐ RÆÐA ALLAR KRÖFUR —Vilja útgerðarmenn ekki tala við ykkur? —Eins og staðan er i dag neita þeir að ræða allar kröfur. Eins og ég sagði eru þeir búnir að ráða LÍÚ sem samningsaðila fyrir sig. og við erurn sáróánægðir með l'raniluild á hls. 9. Frá minningarathöfn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.