Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 3
í5 vBstfirska TTADLADID GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, FORM. ÚTVEGSMANNAFÉLAGS VESTFJARÐA: í síðasta tbl. ..Vestfirska" er viðtal við formann Sjómannafé- lags fsfirðinga um verkfallsmálin. er gefur tilefni til þess að gera smá athugasemdir og ræða þessi mál almennt. I viðtalinu kvartar formaðurinn margsinnis yfir því að útgerðar- menn vilji ekkert ræða við fulltrúa Sjómannafélagsins um þær kröf- ur. er þeir hafa lagt fram. Þá telur hann líkur á samkomulagi minni vegna afskipta Landssambands ísl. útvegsmanna af deilunni. Á þeim viðræðufundum er fram fóru milli aðila áður en aðrir hófu þátttöku í málinu. létu út- vegsmenn í Ijós þá skoðun að þeir væru ekki bjartsýnir á að fram- haldsviðræður gæfu árangur ef haldið væri fast við þær megin- kröfur. er fólu í sér verulega út- gjaldaaukningu. Því var þá til svarað af hálfu Sjómannafélags- manna að ekki væri um það að ræða að slá af kröfunum. Þegar málið var þannig komið að heita mátti í sjálfheldu, að því er varðaði hugsanlega lausn. án milligöngu annarra. var næsta skrefið að vísa því til meðferðar hjá sáttasemjara rikisins og eftir að svo var komið var það hans ákvörðun hvenær boðað yrði til viðræðufunda. Hvers vegna var óskað afskipta L.f.Ú. að málinu? Til þess að upplýsa hversvegna sú ákvörðun var tekin þarf að leiða hugann að því hver er forsaga málsins. Þann 28. des. var Útvegs- mannafélagi Vestfjarða tilkynnt samþykkt aðalfundar Sjómanna- félags fsfirðinga. þarsem Trúnað- arráði var veitt heimild til boðun- ar vinnustöðvunar á félagssvæð- inu. Daginn eftir 29. des. fær Útvegsmannafélagið í pósti tillög- ur Sjómannafélagsins sem leggja átti til grundvallar við gerð nýrra samninga. Verkfallsheimiidin er því boðuð áður en tillögurnar eru sendar til aflestrar. Ég veit ekki til þess að svona hafi verið staðið að málum fyrr í viðlíka tilfellum og verð ég að kalla þetta næsta óvenjuleg vinnubrögð og mátti vel ímynda sér að fleira færi á eftir. Einhvers- staðar stendur skrifað að nýjum herrum fylgi nýirsiðir. Að loknum öðrum viðræðu- fundi óskuðu fulltrúar Útvegs- manna eftir því að málinu yrði vísað til Sáttasemjara rikisins. Sjómannafélagsfulltrúarnir báðu um frest á þeim aðgerðum og var af hálfu útvegsmanna orðið við þeim tilmælum. Næstu viðbrögð af hálfu Sjó- mannafélagsins er tilkynning um boðun vinnustöðvunar frá 20. mars. Þegar Útvegsmannafélaginu hafði borist þessi ákvörðun Sjó- mannafélagsins samþykktu þeir einhliða að vísa málinu til Sátta- semjara og þá var jafnframt tekin ákvörðun um það. að óska eftir aðild Landssambands ísl. útvegs- manna að málinu með Útvegs- mannafélaginu. Þessi ákvörðun var beint fram- háld af þeirri hörku er komin var í málið fyrir aðgerðir Sjómanna- félags ísfirðinga, sem við nánari athugun virðist hafa verið ákveð- in þegar í upphafi eftir því er fram kemur í viðtalinu við for- manninn. er áður er vikið að. en þar segir hann. „Ég vil taka það skýrt fram að við ákváðum, að fara í þetta verkfall fyrir áramót og sögðum upp samningum eins og önnur stéttarfélög á landinu." Já. það þarf að segja upp gildandi samn- ingum til þess að verkfallsaðgerð- um verði komið við. Vil selja TILSÖLU Datsun 180 B árg. 1978. Upplýsingar í síma 3577 Þegar búið er að samþykkja að fara í verkfall þarf að sjálf- sögðu að standa við það og þá var heppilegasti tíminn til þess að hefja leikinn talinn vera, er þorskveiðibönn áttu að taka gildi. Það vekur furða að heildarsam- tök launþega á Vestfjörðum skuli vera orðinn þátttakandi í þessum leik. eftir þó að hafa neitað því fyrst í stað að vera aðili að mál- inu. þegar það var í uppsiglingu. Hvers eiga þeir að gjalda. sem í landi hafa framfæri sitt af vinnslu sjávaraflans_ Ég fæ nú ekki séð að tilgangurinn helgi meðalið. fiskiskip og vinnslustaðan í landi hefir verið bætt hefir tekist að auka atvinnuöryggið. svo sem best verður ákosið, ef tekið er tillit til þeirra möguleika, sem einhæfur atvinnurekstur býður upp á. Þær framfarir er átt hafa sér stað á ísafirði um allmörg ár á sviði útgerðar og fiskvinnslu hafa vakið verðskuldaða athygli víða um landið og þótt til fyrirmyndar og betur hafa til tekist en víða annarsstaðar. Þessi árangur hefur m.a. náðst vegna þess að allir sem að þessu hafa unnið á sjó og landi unarháttur að hafa áhrif á skoð- anamyndun mann getur orðið erfitt að ná endum saman á skyn- samlegan hátt. Ég er hinsvegar sannfærður um það að í hugum ísfirðinga al- mennt. eru stjórnendur þeirra fyr- irtækja. sem verkfallsaðgerðir beinast gegn. ekki álitnir neinir eiginhagsmunamenn. Sjón er þar sögu ríkari ef litið er til þeirrar uppbyggingar sem staðið hefir verið að hjá fyrirtækjunum í landi svo varðandi útgerðina. Það segir sig sjálft að uppbygg- ing fyrirtækis getur ekki átt sér Sjómannaverkfallið Guðmundur Guðmundsson Þegar forsvarsmenn launþega- samtakanna taka þá ákvörðun að beita verkfallsvopninu. hafandi í huga þær afleiðingar. sem ávalt leiða af vinnustöðvunum. þá mætti ætla að slíkt væri ekki gert nema að vel yfirveguðu ráði og aðstæður allar væru á þann veg að ekki væri nokkur vafi um nauðsyn og réttmæti aðgerðanna. Ég held að það hljóti að vera nokkuð margir um þá skoðun að sú launþegabarátta. sem birtist nú í verkfallsaðgerðum Sjómannafé- lags ísfirðinga sé víðsfjarri þeim hugmyndum. sem almennt hafa verið uppi um það hvenær rétt- lætanlegt væri að láta sverfa til stáls með þessum hætti. Launakjör sjómanna hafa alla tíð að verulegu leyti ákvarðast af því hver aflinn hefir verið og skiptahlutafllið milli útgerðar og þeirra er hér það hagstæðasta þeirn til handa. er gildir hér á landi. Hjól atvinnulífsins á ísafirði hafa um langa tíð fengið að ganga ótrufluð og ekki verið stöðvuð vegna átaka heima í héraði rnill- um aðila vinnumarkaðarins. Þessu er vert að vekja athygli á nú. er til tíðinda dregur á þessu sviði. Ef allt hefði verið með eðlilegum hætti og engin sérstök óhöpp borið að höndum hefði mátt vænta þess að svo yrði enn um sinn og atvinnuöryggi yrði hér áfram svo sem verið hefir undan- farin ár og þá eftir því sem orðið getur á þeim stöðum þar sem afkoman byggist nær eingöngu á sjávarafla. ísfirðingar sem komnir eru vel yfir miðjan aldur hafa lifað þá tíð að sjávaraflinn átti það til að bregðast og harðnaði þá í ári með afkomuna. Þar gat komið til stormasamt tíðarfar og aflabrestur á heima- miðum. Til þess að mæta þessum erfiðleikum var það ekki óalgengt að ..stóru bátarnir" er svo voru kallaðir þá 30-50 rúmlestir urðu að halda suður á Breiðafjarðar og Faxaflóamið upp úr áramótum og fram á vorvertíðarlok. Sem betur fer heyrir þetta fortíðinni til og lifir í minningunum um það sem var og á vonandi ekki eftir að endurtakast. Með því að tekin hafa verið í notkun stærri og fullkomnari hafa sameinað krafta sína með þau áform í huga að hér geti menn haft góða afkomu og unað sér vel ..í faðmi fjalla blárra". Varðandi rekstur atvinnufyrir- tækis er það mjög áríðandi að gagnkvæmt traust sé ríkjandi milli þeirra er vinna hjá fyrirtæk- inu og stjórnenda þess. Þá er og ekki síður mikilvægt að til forystu i launþegasamtökunum veljist menn. sem gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð er fylgir þeim trún- aði. er þeim hefur verið falinn. Verði á þessu misbrestur getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og valdið ómældum erfiðleikuni. Ég hefi orðið var við það að sumir málsvarar sjómanna eru uppfullir af því hugarfari að við- semjendur þeirra útvegsmenn séu þröngsýnir gróðahyggjunienn. sem hugsi um það eitt að skara eld að sinni köku. Nái þessi hugs- stað nema ítrustu hagkvæmni sé gætt og reksturinn skili einhverj- um hagnaði. Þar sem einstakl- ingsframtakið er allsráðandi velt- ur á mestu að vel sé á málum haldið og fjármagni ráðstafað með það í huga að endar nái saman. Þarna gildir ekki sama lögmál og þegar ríki eða bæjarfé- lög eru rekstraraðilinn. því þá má alltaf jafna reikningana. ef um taprekstur er að ræða. með því að seilast í pyngju skattborgarans. Góð fjárhagsafkoma fyrirtæk- isins á og að tryggja þeim. er hjá því vinna. betri afkomu. Það er hörmulegt til þess að vita að atvinnulíf okkar bæjarfé- lags skuli nú vera lamað. með því að fyrirtæki. sem um mörg ár hafa verið lífæð samféiagsins. skuli nú vera knúin til þess að leggja niður alla starfsemi fyrir aðgerðir. er örfáir öfgamenn hafa verið upphafsmenn að. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Bakkavegur 23, glæsilegt, nýlegt einbýlishús úr timbri. 147 fm. ásamt bíl- skúr og frágenginni lóð. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Mjallargata 6, norðurendi, 2x45-50 fm. Á efri hæð eru 3 svefnherdbergi og bað. Niðri er eldhús, stofa og þvottaherbergi. 56 fm. hlaðinn bílskúr fylgir. Eign- in er laus um miöjan júní. Holtabrún 16, Bolungarvík, 4ra herbergja íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík, byggingarframkvæmdir að 143 fm. einbýlishúsi. Sökkl- ar eru steyptir og grunnur uppfylltur. Talsvert af timbri fylgir. Einnig geta allar teikningar fylgt. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 Alla mánudaga frá Reykjavík til ísafjarðar og Akureyrar í maí og júní 1980 M.s. Úðafoss M.s. Urriðafoss M.s. Tungufoss 5. maí 26. maí 16. júní 12. maí 2. júní 23. júní 19. maí 9. júní 30. júní VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKÁLA OG A-SKÁLA Ath. Allar matvörur, stykkjavörur, heimilistæki, húsgögn, innréttingar og búslóðir eru fluttar í 15 rúmmetra vörugámum, til að tryggja sem besta vörumeðferð. Einnig eru ferðir hálfsmánaðarlega til Siglufjarðar og Húsavíkur. HAFÐU SAMBAND EIMSKIP ísafirði, sími 3126

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.