Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 5
vesliirska rRETTABLADID 5 Skíöaskóli Oddvars Brá og Ivars Formo TEXTI: KRISTEN KVELLO - TEIKNINGAR: ROAR HORGEN - UMSJÓN OG ÞÝDING: GUÐJÓN HÖSKULDSSON, Þegar hradinn er mikill er gagnlegt aö geta beygt um leiö og bremsaö er. Þú beygir til vinstri meö því að færa þyngdina yfir á hægra skíöiö og öfugt í hægribeygju. Haltu líkamanum í sömu stellingu. Best er aö æfa ,,skrens“ úr skárennsli. Hafið gott bil milli skíöanna. Auðveldast er aö ,,skrensa“ meö því aö setja skíðin fyrst í plógstellingu. Reyniö aö þversetja skíðin meö því aö beina hnjánum í áttina aö brekkunni. Leggið þyngdina eins og mögu- legt er á þann fótinn sem er neðar í brekkunni. Þú nærö góöum takti meö því aö bæta tvöföldu staftaki viö skautasveifluna. Fyrst tvöfalt staftak, síðan skauta- sveifla — tvöfalt staftak o.s. frv. Viö þurfum oft að breyta um stefnu á skíðum. í brautinni getur þaö gerst með skautabeygju. Skautasveifla er framkvæmd þannig aö þú rennur inn í beygjuna meö þyngdina á ytra skíöinu, lyftir hinu skíðinu og færir það í þaö átt sem þú ætlar og spyrnir þér áfram um leið og á ytra skíðinu. Á sléttu og föstu undirlagi er gott aö auka ferðina með því aö skauta. Góð afborgun Eftir lestur Hrafns Sæm- undssonar prentara í Vest- firska fréttablaðinu frá 26. mars s.l. þar sem hann gjörir að umtalsefni stóru skuldina við aldrað fólk, kom mér til hugar, að vel mættu þeir sem aldrin- um hafa náð, þakka og aftur þakka öllum þeim mörgu sem hafa lagt þeim lið í orðum og athöfnum, að létta og færa til betri vegar lífsviðhorf þeirra, þá aldurinn færist yfir. Og ég vil bara minna á, að í sjálfu sér er mikil hreyfing í þá átt sem er að verða að veruleika. Og sannarlega er það góð af- borgun. Það ber að þakka sem vel er gjört. en í þessu tilfelli. sést það hvergi eða heyrist. Það er t.d. opinbert mál að á vegum ísa- fjarðarkaupstaðar. mun starfa fé- lagsmálaráð með sérmenntuðum ráðgjöfum í því augnamiði meðal annars að hreyfa félagsskap með öldruðu fólki. fá það til að koma saman að draga í spil og jafnvel dansa eins og unglinga. Sjálfur Pétur Jónatansson hefi ég lítilsháttar lent í slíkum félagsskap á þessum vetri. og get því djarft úr flokki talað. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað gamla fólkið tekur þessu vel. og er allskostar lukkulegt. og ekki er sparað að hella uppá könnuna. Þá má heldur ekki gleyma kvenfélaginu Hlíf á ísafirði. sem heldur árlega skemmtun fyrir troðfullu húsi af öldruðu fólki. við mikinn gleðskap og góðum veitingum. allt er þetta á sömu bókina lært. að létta lífið hjá þeim sem aldurinn herjar á. Við sem komin erum á aldur munum tvenna tímana. hvað var gjört fyrir aldrað fólk á okkar yngri árum. alls ekki neitt að við mun- um best. í dag er allt þetta fólk á eins- könar eftirlaunum að vissu marki. og allt er þetta í mikilli framför. og ber að þakka það að verðleik- um. og sérstaklega þann góða hug yfirleitt hjá ráðandi fólki í okkar þjóðfélagi sem vill með ráðum og dáð láta elli kerlingu vera sem léttasta í spori. Hér í ísafjarðarkaupstað er nú búið að byggja mjög myndarlegt elliheimili staðsett við hliðina a hinu nýja sjúkrahúsi sem er í byggingu. og vel mætti hugsa sér að þar gæti farið vel um aldrað fólk. sem ekki hefir aðra aðstöðu. félagsskapur er því nokkurs virði. sameiginlegt spjall um gamlar minningar. og tímanna tákn. Fleira mætti til tína útum alla landsbyggðina. þótt hér verði staðar numið. Skrifað í apríl IS)80. P.J. Engidal Spónaplötur 10 mm kr. 4.938 12 mm kr. 5.306 16 mm kr. 6.902 19 mm kr. 8.069 25 mm kr. 10.065 Kalk kr. 4.500 pokinn GRÆNIGARDUR HF. GRÆNAGAROI - ISAFIRDI - SIMI 3472 Vil selja TIL SÖLU Reiðhjól af gerðinni APACHE DBS með gírum og stefnuljósum. Lítið sem ekkert notað. Upplýsingar í síma 3446 Til sölu TILSÖLU Austin mini árgerð 1974 Asgeir S. Sigurðsson, sími 3139 og 3485

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.