Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 9
vesilirska r'.ETTABLAJID Tillaga hreppsnefndar Nauteyrarhrepps ásamt greinargerð: Vill veg um Steingrímsfjarðarheiði Beinir tilmælum til þingmanna um að hvika hvergi frá stuðningi við veg yfir Steingrímsfjarðar- heiði Hreppsnefnd Nauteyrar- hrepps hefur borist skýrsla vegagerðar ríkisins „Tenging lnn-Djúps.“ Tillaga um leiðir. Skýrsla þessi er samin af Eir- íki Bjarnasyni umdæmisverk- fræðing á ísafirði. I skýrslunni er tekin eindreg- in afstaða með Kollafjarðar- heiði. Hreppsnefndin mótmælir af- dráttarlaust niðurstöðum skýrsl- unnar og telur hana mjög hlut- dræga og ónákvæma, kostn- aðartölum og vegalengdum hagrætt Kollafjarðarheiði í vil. Vinnubrögð á við gerð þessar- ar skýrslu teljum við vítaverð og ekki sæma manni í stöðu umdæmisverkfræðings, sem við verðum að gera þá kröfu til að gæti fyllstu óhlutdrægni í störfum, ekki síst þegar um jafn afdrifaríkt mál er að ræða, sem tengingu Djúpvegar og varða mun hagsmuni meiri- hluta Vestfirðinga um komandi framtíð. Hreppsnefnain vill því ein- dregið beina þeim tilmælum til þingmanna kjördæmisins, að þeir taki skýrslu þessa með varúð og hviki hvergi frá yfir- lýstum stuðningi við veg yfir Steingrímsfjarðarheiði í sam- ræmi við óskir Djúpmanna, ís- firðinga, Bolvíkinga og Strandamanna og margítrekað- ar ályktanir frá fjórðungsþing- um Vestfirðinga um veg yfir Steingrímsfjarðarheiði, sem á- vallt hafa verið samþykktar mótatkvæðalaust. GREINAGERÐ MEÐ TILLÖGU HREPPSNENFDAR. Ekki er ástæða til að rekja þær deilur. sem staðið hafa um það. um hvaða heiði vegur skuli lagð- ur til að tengja Djúpveg við vegakerfi landsins. Deilur þessar hafa nú staðið í 6 ár og orðið því valdandi að ennþá sitjum við Vestfirðingar í sama farinu hvað einangrun snertir í 8-9 mánuði ársins. Þrátt fyrir deilur þessar var svo komið að full samstaða hafði náðst meðal íbúa norðanverðra Vestfjarða ásamt Strandamönn- um um það að Steingrímsfjarðar- heiði yrði fyrir valinu. Má í því sambandi benda á fjölda fundar- samþykkta frá sveitarstjórnum á þessu svæði ásamt undurskrifta- lista 1500 kjósenda frá Bolungar- vík. ísafirði og Djúpi. Einnig má minna á ályktanir fjórðungsþinga Vestfirðinga allt frá árinu 1975. sem allar falla í sama farveg. Þrátt fyrir þessa órjúfandi sam- stöðu og einhug vildi verkfræð- ingur vegagerðarinnar á fsafirði ekki una því. að vegurinn kæmi um Steingrímsheiði enda var það ávallt vitað. að hans persónulega ósk var sú. að vegurinn kæmi um Kollafjarðarheiði og réð þar mestu að nota skyldi þá leið veg- um í A-Barðastrandasýslu til framdráttar og skyldi hagsmun- um norðursvæðisins fórnað í því skyni. Ekki hefur fyrr en nú sést opin- berlega álit vegagerðarinnar eða tillaga um leiðir eins og það er nefnt. Þar sem vituð var afstaða Eiríks Bjarnasonar í þessu máli kom það okkur ekki á óvart þó niðurstaða hans yrði sú. sem raun bar vitni en að skýrslan yrði svo hlutdræg og tölum um kostnað og vega- lengdir hagrætt að vild verkfræð- ingsins kom okkur vissulega á óvart. Til stuðnings þessum fullyrð- ingum okkar viljum við benda á eftirfarandi: 1. KOSTNAÐARÁÆTLANIR. í skýrslu verkfræðingsins er kostnaður við veg yfir Kollafjarð- arheiði talinn kosta 1656 millj. kr. en vegur yfir Steingrímsfjarðar- heiði 1927 millj. kr. Til að fá þessa útkomu tekur hann með í dæmið 6.5 metra breiðan veg frá Laugabóli að Heiðarbrekkum 27 km. langan. Áætlaður kostnaður 636 millj. kr. Það er náttúrulega út í hött að taka með innansveit- arveg í Nauteyrarhreppi og telja með kostnaði við Steingrímsfjarð- arheiði. Sé þessum vegi sleppt en vegalengdin tekin frá Heiðar- brekkum á Strandveg verða kostnaðartölur þessar: Steingrímsfjarðarheiði kr. 1291 millj. en Kollafjarðarheiði kr. 1407 millj. Auk þessa má hafa í huga að á 7.5 km. kafla frá Heið- arbrekkum að Steingrímsfjarðar- vegi er vegur. þótt slæmur sé en koma mætti að notum fyrst um sinn. Áætlaður kostnaður við þann veg endurbyggðan er kr. 275 millj. Hér er því um 391 millj. að ræða Steingrímsfjarðarheiði í vil. 2. VEGALENGDIR. Verkfræðingurinn telur Steingrímsfjarðarheiðarveg þann lengsta af þeim valkostum. sem um er að ræða. Það skal að vísu viðurkennt. að ef ekið er Bröttubrekku er 19.6 km. lengra að fara Strandir en Kollafjarðarheiði en þann veg má stytta. eins og reyndar kemur fram í skýrslunni. um 20 km. ef farið er yfir hálsinn milli Laugabóls og Kirkjubóls og er þá Steingrímsfjarðarheiðarvegur orðinn styttri hvað þá leið snertir. Ef farið er umHeydalieins og allir þungaflutningabílar gera allt árið og öll vetrarumferð fer um. þá er 4.4 km styttra að fara Strandir. Einnig verður það að teljast mikill ávinningur að leiðin til Norðurlands styttist um 53 km. ef farið væri um Steingrímsfjarðarheiði. Því áliti verkfræðingsins að aðeins lO'í umferðarinnar sé til Norðurlands vísum við á bug sem órökstuddri ’fullyrðingu. 3. BYGGÐASJÓNAMIÐ. Sá kafli skýrslu verkfræðinsins sem fjallar um byggðasjónarmið er að okkar mati sá ósvífnasti. Orðrétt segir í skýrslunni: Ekki er augljóst. að Strandamenn hafi mikilla hagsmuna að gæta við að komast um Steingrímsfjarðarheiði norður í Djúp. Vart munu þeir sækja þjónustu til ísafjarðar nema i undantekningartilfellum. sem ekki fæst á hagkvæmari hátt t.d. í Reykjavík eða Borgarnesi." Á öðrum stað segir: ..Vegagerð ríkisins telur að ekki hafi komið fram nein meiriháttar rök byggðarlegs eðlis. sem benda á eina leið frekar en aðra í sambandi við tengingu Djúpvegarins." Að okkar mati er þetta fjarstæða. Eins og nú háttar vegasambandi. á Strandasýsla meiri samleið með Norðurlandi en Vestfjörðum. þrátt fyrir það. að ekki er nema 37 km. yfir i Langadal frá Hólmavík. Strandamenn eiga margháttuð samskipti við Isafjarðarsvæðið og má þar nefna Orkubú.Fjórðungssamband og margháttuð önnur samskipti. sem þeir þurfa að hafa við þetta svæði. Þá teljum við ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að nánara samband sé milli okkar og þessa næsta nágranna okkar. sem þvi miður er útilokað nema með vegi yfir Steingrímsfjarðarheiði. Þá viljum við minna á kaflann um Gufudalssveit. þar sem segir að aðalþjóðvegurinn til Vestfjarða um Gufudalssveit. myndi styrkja liina veiku byggð sveitarinnar en á sama hátt virka neikvætt fyrir Nauteyrar og Snæfjallahrepp. sem misstu þjóðleið úr aski sínum og lengdi leiðina á næsta verslunarstað. Síst viljum við gera lítið úr vanda íbúa Gufudalssveitar og óskum þeim alls hins besta í vegamálum sem öðru en getum ekki fallist á. að vegabætur þeim til handa séu gerðar á kostnað okkar hér norðan heiða. 4. HÆÐ FJALLVEGA. Því verður ekki á móti mælt. að Steingrímsfjarðarheiði er lægsti fjallvegurinn af þeim sem til álíta koma og viðurkennir verkfræð- ingurinn það. en til að fá út hagstæðar tölur fyrir Kollafjh. finnur hann það út að Steingríms- fjarðarheiði sé hærri í mikilli hæð þ.e. á bilinu 300 til 400 metrar. Öryggisleysi verst Framhald af bls. 8 á launahærri mann en hámarkið segir til um á því ekki rétt á neinum bótum. ekki heldur hjón sem hafa þénað meira en þetta hvort um sig. Upphæðin sem ..kvæntur maður eða gift kona sem er aðalfyrirvinna heimilis" eins og það er orðað í lögunurh eiga rétt á að fá 9.286 kr. á dag eða 80T af dagvinnulaunum. í sambandi við þennan lið gætu komið upp vafamál hvort hjóna telst aðalfyrirvinna heimilis. ef konan hefur t.d. haft hærri tekjur en maðurinn. EINSTÆÐAR MÆÐUR Mikla brotalöm á þessum regl- um kvað Pétur vera að einstæðar mæður. ekkjur og fráskildar kon- ur falla ekki undir þennan lið þ.e. aðalfyrirvinnurheimilis. heldur fá þær greitt jafn mikið og einstak- lingar hvort sem þær búa í for- eldrahúsum eða ekki. og giftar konur sem eiga mann með tekjur undir hámarkinu. Það eru 8.I26 Hér er eins og annarsstaðar hall- að réttu máli. Hæsti punktur vegarstæðis á Steingrímsfjarðarheiði er ekki 429 metrar heldur 382 metrar Kolla- fjarðarheiði er aftur á móti 449 metrar. Lengd heiðanna yfir 100 metra hæðarlínu er þessi: Kolla- fjarðarheiði 14.4 km. Steingríms- fjarðarheiði 15.7 km. Hér munar því aðeins 1.3 km og ætti það að vega þungt hvað Steingrímsfjarð- arheiði er lægri en Kollafjarðar- heiði. 5. SNJÓALÖG. Orðrétt vitnað í skýrslu verk- fræðingsins: ..Telja verður líklegt að Steingrímsfjarðarheiði sé á köflum snjóþyngsti fjallvegurinn af þeim sem til umræðu hafa verið." Hér er um hæpnar full- yrðingar að ræða þar sem snar- tækar snjómælingar hafa ekki verið gerðar vegna breytilegs snjóafarsog snjóléttra vetra und- anfarin ár. kr. á dag. Lögin virðast því hag- stæðust fyrir ógifta einstaklinga þvi engin takmörk eru fyrir þá og mun ekki óalgengt að einmitt þeir séu tekjumestirí húsunum. Með hverjubarni fæst greitt 755 kr. á dag upp að 3 börnum en ekkert fæst greitt með 4.5 og þaðan af fleiri börnum. FÉLAGARf VERKA- LÝÐSFÉLAGI Pétur lagði mikla áherslu á að til þess að fá atvinnuleysisbætur greiddar. verður fólk að vera skráðir meðlimir i verkalýðsfé- lagi. Ekki er nóg að hafa greitt 0.75'r af kaupi sínu í s.n. vinnu- réttindagjald. eins og margir virð- ast halda. Skráning atvinnulausra fer fram á bæjarskrifstofunni kl. 10- I2 Og l-3 og verður hver og einn að skrá sig þar daglega. vilji hann fá bætur greiddar. I næstu viku er gert ráð fyrir fyrstu útborgun en hún fer fram á vegum verkalýðs- félagsins Baldurs. Pétur lagði mikla áherslu á að allir létu skrá sig þó þeir viti að þeir eigi ekki rétt á bótum. Nauðsynlegt væri að fá raunhæfar tölur um fjölda atvinnulausra. F.Þ ________________________9 FASTÉÍGNfli VIÐSKIPTI j Fitjateigur 2, nýtt 144 ferm. | einbýlishús úr timbri | (Siglufjarðarhús) Selst í I núverandi ástandi eða full- I frágengið ef óskað er. I Laust til afnota strax. Hjallavegur 8, neðri hæð, 4 ■ herb. 135 ferm. íbúð með g sérinngangi. Laus 1. maí | n.k. Tangagata 20, neðri hæð, J suðurenda, 3-4 herb. 73 ! ferm. íbúð í fjórbýlishúsi. g Tilbúin til tengingar fjar- g varmaveitu. Vitastígur 17, Bolungarvík, I 4 herb. íbúð á efri hæð í J tveggja hæða fjölbýlishúsi. ! Laus til afnota 1. ágúst n.k. g Þjóðólfsvegur 16, Boiung- I arvík, 2 herb. ca. 55 ferm. J íbúð á neðri hæð í tveggja J hæða fjölbýlishúsi. Laus til ! afnota 15. júní n.k. Hafnargata 99, Bolungar- . vík, 3 herb. gamalt einbýlis- g hús, mikið til uppgert að g innan. Rafmagnskynding. g Meðfylgjandi hjallur. Laust I strax. Traðarstígur 11, Bolungar- J vík. Gamalt hús með stórri J lóð. Hagstætt verð. Sundstræti 14, 4 herb. ca. g 85 ferm. íbúð á 2. hæð, g norðurenda. Afhending í I endaðan apríl. Urðarvegur 56, grunnur að g raðhúsi. Komnir eru sökkl- | ar, milliveggur og plata að I hluta. Tryggvi ; Guðmundsson, J LÖGFRÆÐINGUR Hafnarstræti 1, sími 3940 I ísafirði I Niðurstöður eru því þessar: Tenging Djúpvegar verði um Steingrímsfjarðarheiði. Ástæður: 1. Hún er næst styttsta heiðin. munar I.3 km. 2. Hún er langlægst. 3. Hún er snjóléttust. Álit stað- kunnugra manna í tugi ára. 4. Hún er langódýrust. 5. Hún kemur fyrst að notum. 6. Hún styttir leiðina til Norð- urlands um 53 km. 7. Vetrarumferð best komin um þá heiði enda styttri en Heydala- leið. sem allir þungaflutningar fara nú um allt árið og öll vetrar- umferð. 8. Þegar malbikað hefur verið norður í land. sem verður næsta stórverkefni í vegamálum er kom- ið á malbikaðan veg í Hrútafjarð- arbotni sem er í svipaðri fjarlægð og Búðardalur. 9. Tengir Strandasýslu við aðra hluta Vestfjarða og opnar hring- veginn. 10. Gisti og veitingaaðstaða á Hólmavík allt árið. 11. Orðið við óskum yfirgnæf- andi meirihluta Vestfirðinga. Það er trú okkar og von. að í Ijósi þessara atriða. sem nefnd hafa verið í greinagerð þessari. að þingmenn Vestfjarðakjördæmis sjái sér fært að höggva á þann hnút. sem tenging Djúpv» hefur verið fjötruð í um árabil og breyti ekki fyrri afstöðu sinni. um að tenging Djúpvegar sé best komin með vegi yfir Steingrímsfjaröar- heiði. vestfirska rRETTABLADID Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Bæjarfógetinn á ísafirði Tilkynning um nauðungaruppboð Þeir, sem enn eiga ógreitt skipulagsgjald af nýbyggingum skv. rgr. nr. 42/1966, sbr. skipulagslög nr. 19/1964, eru á- minntir um að gera það nú þegar. Skv. i. nr. 49/1951 um sölu lögveða, mega þeir, sem skulda skipulagsgjald, búast við því, að krafist verði uppboðs á gjaldskyldum eignum þeirra að mánuði liðnum frá birtingu tilkynningar þessarar án frekar fyrirvara. Bæjarfógetinn á ísafiröi Sýslumaöurinn í ísafjarðarsýslu Jón Ólafur Þóröarson ftr.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.