Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 2
2_____________________ I vesttirska I FRETTAELASIS Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamenn: Eðvarð T. Jónsson Elísabet Þorgelrsdóttir Prentun: Prentstofan fsrún hf., Isafirði. Á komandi árum er gert ráö fyrir veru- legri aukningu í þorskveiöum okkar ís- lendinga. í því sambandi er talað um 500 þús. lestir á ári eftir fimm eöa tíu ár og líklegt má telja aö þegar litiö er til lengri framtíöar, þá veröi aflamagnið enn meira. Ekki er aö efa aö í síhungruðum heimi veröur fyllilega þörf fyrir þessa miklu matvælaframleiöslu. Þá vaknar aftur spurningin um þaö, hvort þær þjóðir, sem mesta þörf hafa fyrir þessar afuröir muni geta keypt þær og greitt fyrir þær viöun- andi verö. Eins og nú háttar til virðist ástandiö meö þeim þjóöum ekki vera þannig, aö ástæöa sé til bjartsýni. Eftirsóttustu fiskimarkaðirnir eru nú í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Staöa okkar íslendinga hefur hingaö til veriö sterk á þessum mörkuöum og veröur þaö vonandi áfram. Ljóst er aö viö mætum þar æ harðnandi samkeppni um sölu afuröa og þá einkum í Bandaríkjunum, sem eru sjálf í vaxandi mæli aö framleiða fiskafuröir, auk þess sem Kanadamenn og fleiri þjóöir sækja sífellt fastar aö selja Bandaríkjamönnum fisk. Þaö er því knýj- andi nauðsyn aö leggja áherslu á mark- aðsleit fyrir aukna framleiöslu og jafn- framt aö leggja mjög ríka áherslu á aukin gæði þeirrar vöru, sem viö látum frá okkur fara á helstu samkeppnismarkaö- ina. Hvað er framundan í veiðum og vinnslu? HLUTUR VESTFIRÐINGA í AUKNINGUNNI. Þaö hefur komiö í Ijós aö á tímum mikilla aflatoppa, þá minnkar framleiönin í fiskiðnaði hér verulega. Fyrir því munu helst liggja þær ástæöur aö lítið svigrúm er til fjölbreytni í úrvinnslu, þar sem aöstööu skortir til vinnslu í salt og í skreiö og aö þrátt fyrir vel búin frystihús, þá vantar þau afkastagetu til þess aó taka viö þessum umræddu aflatoppum. Fyrir þessu hafa verið nefndar tvær orsakir vestfirska rRETTABLAOID einkum. Annarsvegar að stöðvarnar séu þrátt fyrir allt of fáar, eöa smáar, en hinsvegar, aö mannekla hái starfsemi þeirra. Þegar litiö er fram til verulegrar afla- aukningar á allra næstu árum, þá hljóta þessar staöreyndir aö vekja ugg meö Vestfirðingum. Okkar hlutur í fiskveiðum og vinnslu veröur aö aukast í hlutfalli viö heildaraukningu fiskframleiðslunar í landinu og ríflega þaö. Atvinnulífið hér á Vestfjöröum byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi og fiskvinnslu og viö erum háöari þessum atvinnugreinum en flestir aörir landshlutar. Einnig er þaö, aö hér er aðstaða til sjósóknar betri en víðast ann- arsstaðar á landinu. Hér veröa allir þættir aö haldast í hendur. Efling flotans —endurnýjun og aukning—, uppbyggging fiskvinnslu- stöövanna og efling búsetu í sjávarpláss- unum. Líta verður til þess, aö Vestfiröing- ar búa nú þegar viö of mikið vinnuálag og þessvegna þarf aö laða fólk til aö setjast aö hér í auknum mæli. Sveitarstjórnir veröa aö ganga á undan meö því aö leysa hina miklu þörf fyrir íbúöarhús- næði, sem er sífelldur dragbítur á fólks- fjölgun hér á fjöröunum og þá ekki síður ýmsa félagslega þætti, sem eru víöa í hinum mesta ólestri. ísafjarðarkaupstaðar Orðsending frá slökkviliðsstjóranum á ísafirði Þar sem mikið hefur borið á því á þessu ári, að kveikt væri í rusli í húsasundum og jafnvel fast upp við hús, svo að oft hefur legið við stórtjóni, og einu sinni hlotist af eldsvoði eru það vinsamleg tilmæli til bæjarbúa að þeir fjarlægi allt brennanlegt rusl af lóðum sínum og komi því í sorpbrennslustöðina. Slökkviliösstjórinn á ísafirði, Jón Ólafur Sigurösson Súr áburður fyrir hortensiu, gardeniu, alparós og burkna er kominn Sími 4134 Blómabúðin ísafirði Hópferðir Hópferðabílar, 48 manna, 25 manna og 21 manns. Leigubíll 5 farþega. Sendibílaþjónusta. Þórdís Guömundsdóttir Ásgeir Sigurösson Seljalandsvegi 76 Sími 3666 vestfirska FRETTABLADIÐ Starfsmenn óskast Viljum ráða iðnaðarmenn og verkamenn, nú þegar. Upplýsingar í síma 3575 og 3290 M. Bernharðsson skipasmíðastöð hf.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.