Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 5
vestfirska rRETTABLADID Kristián Jóhannsson: Isafjörður — Færeyjar — Sautján gegn sjö — Kristján Jónasson fylgist á- hugasamur með ísfirðingum leika. ,,Býflugan er stundum efni í úlfalda, undarlegan mann þeir geröu að þjálfara en eitt er sem ég aldrei skil og alveg gengur fram af mér, að ennþá skuli sólin rísa í austri hér.“ söng Magnús Hansson, hinn efnilegi bakvörður, á Tórs- havnargleði ÍBÍ-inga nú fyrir skömmu. Magnús var, ásamt 20 öðrum knattspyrnumönn- um, þátttakandi í æfinga- og kepppnisferð Knattspyrnuráðs Isafjarðar til Færeyja, sem stóð yfir frá 24. apríl til 3. maí síð- astliðinn. Einnig var með í för- inni þjálfari liðsins, Kjartan Sigtryggsson, svo og nokkrir áhangendur ísafjarðarliðsins, m.a. undirritaður. Ég ætla hér á eftir að gera nokkra grein fyrir því, sem fyrir augu bar í áður- nefndri ferð. Aðaltilgangur ferðarinnar var að sjálfsögðu að undirbúa ÍBÍ- liðið fyrir keppnina í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. sem senn fer að hefjast. í ár fór undir- búningur undir niótið mun fyrr af stað hjá ísfirðingum. en vanalegt er og er vonandi að það tryggi senr bestan árangur í baráttunni um lausu sætin í 1. deildinni. Ferð ísfirsku knattspyrnumann- anna hófst að morgni sumardags- ins fyrsta. en þá flutti Fokker flugvél Flugleiða h.f. hópinn hálfa leið austur um haf. þe. til eyjunnar Vágar. sem er ein af átján Fær-eyjum. FRÍDAGAHALD MEÐ ÖÐRUM HÆTTI Sumardagurinn fyrsti finnst ekki á tímatali Færeyinga. sem frídagur og er það ekki skrýtið því svo virðist sem þeir Færeyingar gangi upp í því á þessum tíma árs. að hafa frídagahald með öðrum hætti en næstu nágrannar þeirra hér á fslandi. Hér skulu nefnd nokkur dæmi þessu til staðfest- ingar. Eins og áður er nefnt héldu þeir ekki upp á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 24. apríl. en aftur á móti var næsti dagur. föstudagur 25. apríl. hálfur frí- dagur og nefnist flaggdagur hjá þeim. Fyrsti maí. frídagur verka- manna á Islandi. var hálfur frí- dagur hjá sumum í Færeyjum. en Kristján Jóhannsson slóst í för meö knattspyrnumönnum í Færeyjaferö, sem fréttamaöur Vestfirska fréttablaósins. Kristján segir hér frá ferðinni í máli og myndum. aðrir unnu allan daginn og sem 'dæmi má nefna að verslunar- menn áttu ekki frí á þeim degi. Föstudagurinn 2. maí var al- mennur frídagur hjá Færeyingum og nefnist stóri bænadagur. Á fyrsta degi fararinnar léku ísfirðingar við færeyskt annarar deildar lið frá Sörvogi. en það byggðarlag stendur örskammt frá flugvelli þeirra Færeyinga. Ekki ætlaði ferðalagið nú að byrja vel. Sörvogsbúar skoruðu fyrsta mark leiksins. Máttu ísfirðingar treysta því að fall væri fararheill? Þrátt fyrir að ísfirsku leikmennirnir væru ferðalúnir tóku þeir á sig rögg og skoruðu þrjú mönk í röð án þess að Sörvogsbúar gætu svarað fyrir sig. Fyrsti sigurinn í Færeyjarferðinni var orðinn að staðreynd. ísafjörður þrjú. - Sör- vogur eitt. deild og hefur íslenskan þjálfara. sem er frá Norðfirði. IBI var auðsjáanlega betra liðið á vellin- um. en sem fyrsta skrefið í góðum vinabæjarsamskiptum leyfðu þeir Skála-mönnum að eiga fyrsta dauðafærið í leiknum. en Sigurði markverði ísafjarðarliðsins tókst að verja. Leiknum lauk með stór- sigri ÍBÍ. sem skoraði sex mörk á móti einu hjá Skála-liðinu. LÖGÞINGSMAÐURINN STJÓRNAÐI FÆREYSKA DANSINUM Að leik loknum efndu Skála- menn til matarveislu og voru vinabæjartengslin staðfest með ræðuhöldum og gjöfum. Að loknu borðhaldi var stiginn ..fær- 'eyskur dansur" undir stjórn lög- þingsmanns nokkurs. sem býr í Skála. Slíkur dans virtist vera nokkur nýlunda fyrir íslendinga. í Færeyjamótinu hingað til nægði ekki gegn sprækum ísfirðingum. sem tóku Götu-liðið í kennslu- stund og sigruðu með yfirburð- um. 5 mörkum gegn einu og þá var þriðji sigur IBÍ-inga í Færeyj- arferðinni orðinn að raunveru- leika. Markahlutfallið var líka hagstætt hjá' ísfirðingunum í þremur fyrstu leikjunum. fjórtán mörk gegn þremur. FÆREYJARMEISTARAR I KNATTSPYRNU SÓTTIR HEIM Þriðjudaginn 29. apríl lieim- sóttu ísfirðingarnir. Færeyja- meistarana í knattspyrnu. Í.F. i Fuglafirði. Eins og önnur lið. sem heimsótt voru í ferðinni hafa Fulgfirðingar yfir að ráða malar- velli. en grasvellir þekkjast ekki í Færeyjum. Kunnugir segja að það sé vegna þess hve þunnur jarðvegur er þar. yfirleitt er um Kjartan Sigtryggsson: ..Þiö verðið að dekka mennina betur strákar mínir.“ staðreyndin var sú að Færeyja- meistararnir úr Fuglafirði höfðu sigrað Isfirðinga með tveimur mörkum gegn einu. fsfirðingahópurinn kominn um borð í ferju í Þórshöfn. „UNDARLEGI MAÐURINN" ..Undarlegi maðurinn" sem nefndur er í visunni hér í upphafi greinarinnar er að sjálfsögðu þjálfari Isafjarðarliðsins. Kjartan Sigtryggsson nefnist hann. Jdann varði mark Keflvíkinga í mörg ár. en nú fyrir nokkrum mánuðum kom hann hingað til ísafjarðar til að taka að sér þjálfun ísafjarðar- liðsins. Þess ma geta hér að Kjart- an var knattspyrnuþjálfari í Fær- eyjum á árunum 1975 og 1976 og þekkir því vel til færeysrka stað- hátta. sem kom sér vel í ferðinni. Annar maður kunnugur staðhátt- um í Færeyjum var með í förinni og var hann fararstjóri. Það var íþróttafulltrúinn á ísafirði. Björn Helgason. en hann þjálfaði knatt- spyrnuliðið í Skála í Skálafirði síðastliðið sumar. Það var einmitt við það lið. sem annar leikurinn í ferðinni var. Laugardaginn 26. apríl var því haldið til Skála. en fyrir skömmu var ákveðið að ísfirðingar tækju upp vinarbæjartengsl við Skála og var það formlega staðfest þennan dag. Lið Skála leikur í 3. en Færeyingar eru að sögn mjög úthaldssamir við þessa iðju sína. Tveimur dögum seinna. mánu- daginn 28. apríl. var haldið til Götu. sem er bær á Austurey og þar skyldi leika á móti Götu í- tróttarfélag. Götu-liðið vann sig upp í 1. deild á síðastliðnu sumri og hefur vegnað vel nú í Færeyj- armótinu. sigraði í tveimur fyrstu leikjunum. Þjálfari Götu-liðsins. Vestmannaeyingurinn Gísli Magnússon. er Isfirðingum vel kunnur. því hann var þjálfari ÍBI- inga árið 1978 þegar þeir stóðu á þröskuldi fyrstu deildar. Leikur ÍBf og Gí var fjörugur og stundum talsverð spenna. Meðal áhorfenda var formaður Knattspyrnuráðs Isafjarðar. Kristján Jónasson Djúpbátsfor- stjóri. en hann er að margra dómi áhugasamasti áhorfandi. sem á ísfirskum ' knattspyrnuleikjum sést. Einn stuðningsmaður heima- liðsins. maður um nírætt. lét þau orð falla. að menn sem hefðu svo hátt. sem Kristján. ættu að fá rauða spjaldið umsvifalaust. Góð frammistaða Götu-liðsins að ræða örþunnt Iag ofan á klöpp. Einnig mun vera frekar úrkomusamt á eyjunum og telja Færeyingar því best að treysta eingöngu á malarvelli í knatt- spyrnunni. Færeyjameistararnir úr Fuglafirði hafa ekki staðið sig vel nú í byrjun mótsins. t.d. töp- uðu þeir leik í 1. deildinni tveim- ur dögum áður en þeir léku við ísfirðingana. Fuglfirskir knattspyrnumenn létu slæma byrjun í Færeyjamót- inu ekki á sig fá og mættu á- kveðnir til leiks við frændurna frá íslandi. Með stuttu millibili. seinl í fyrri hálfleik. skoruðu Fuglfirð- ingar tvö mörk. Nokkru síðar tókst ísfirðingum að svara fyrir sig og undir lok leiksins skoruðu þeir annað mark. íslenskir áhorf- endur fögnuðu ákaft. en svo virt- ist sem línuvörður leiksins ætti síðasta orðiö. að hans dómi hafði einhver verið rangstæður og dóm- arinn fór eftir því og dæmdi markið af. Ef mig misminnir ekki höfðu einhverjir á orði að dómar- inn væri það. sem á knattspyrnu- máli er nefnt ..heimadómari". En MIKILL KNATTSPYRNUÁHUGI í FÆREYJUM Knattspyrnuáhugi mun vera mikill í Færeyjum og þeir vera fáir þéttbýliskjarnarnir. sem ekki senda knattspyrnulið til keppni. Aðsókn að knattspyrnuleikjum er yfirleitt mjög góð og get ég nefnt sem dæmi að ég horfði á 1. deild- arleik í Þórshöfn. áhorfendur að þeim leik voru um eitt þúsund talsins. sem telja verður harla gott þegar til þess er litið að íbúar í Þórshöfn eru eitthvað á annan tug þúsunda. í færeysku knattspýrn- inni eru 4 deildir. í fyrstu þremur eru 8 lið í hverri. en afgangurinn er í fjórðu deildinni. sem er riðla- skipt. Sú regla er við lýði í Fær- eyjum að sama félagið getur verið með lið í öllum deildum samtím- is. Ef félag á lið í t.d. öllum fjórum deildum og lið frá þeim verður efst í 2. deild. verður það lið að vera áfram í þeirri deild. vegna þess að í 1. deild er fyrir lið frá viðkomandi félagi. Flyst þá liðið. sem hafnaði í öðru sæti í 2. deild upp í 1. deild. Fimmtudaginn I. maí kepptu ísfirðingar við Þórshafnarliðið B 36 sem leikur í 1. deild og hafnaði um miðja deildina á síðasta keppnistímabili. Leikið var á leik- vanginum í Gundadal. sem er aðalleikvangurinn í Þórshöfn. Ekki virtist lið B 36 vera sterkt að sjá og ísfirðingar áttu ekki í erfið- leikum með þá. sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. ís- firskir knattspyrnumenn hafa áð- ur átt nokkur samskipti við félag- ið B 36. því þeir heimsóttu þá til Þórshafnar árið 1963 og B 36 sendi hóp hingað til ísafjarðar árið 1965. „LANDSKAPPINGEN UM ÍSAFJARÐARSÚLUNA" Það vakti athygli mína. þegar ég sá íþróttafréttir í færeyskum blöðum. að þar var oft nefnt það. sem þeir kalla ..landskappingen um ísafjarðarsúluna". Ég komst að því að þessi keppni er svipuð og bikarkeppnin hér heima og að gripurinn. sem keppt er um. er gjöf frá ísfirskum knattspyrnu- Framluilcl á nœsiii siöu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.