Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 8
8 Rögnvaldur Pálsson: „Fékk feykilega góðar viðtökur hjá ísfirðingum.“ Barnagæsla Óska eftir 12-13 ára stelpu til ad gæta Vh árs steipu. Upplýsingar í síma 3446. Eitt atriði í því sérkennilega þjóðfélagsdrama, sem forseta- kosningarnar á islandi eru, gerðist hér á ísafirði fyrir nokkru, þegar einn frambjóð- andanna hélt fundi á Mánakaffi og víðar. Hér var á ferðinni Rögnvaldur Pálsson úr Kópa- vogi, málarameistari. Vestfirska var svo óheppið að missa af frambjóðandanum áður en hann hvarf upp í flug- vélina suður, en til að missa ekki alveg af honum, slógum við á þráðinn til hans og spurð- um hann tíðinda úr kosninga- ferðalagi hans hingað. —Ég fékk feikilegar góðar við- tökur hjá ísfirðingum. sagði Rögnvaldur. Mínir trúnaðarmenn hér eru stórhrifnir af ykkur. Fundurinn sem ég hélt á Mána- kaffi gekk ljómandi vel og ég fékk þarna 80 meðmælendur. Svo hélt ég fund í Norðurtanganum. sérlega góðan. og þarna fór fram eitthvert prófkjör. en ég veit ekki ennþá hvernig það fór. Ég fór líka í íshúsfélagið. en þar var frekar fátt. flestir í kaffi að ég held. En allstaðar fékk ég svo góðar mót- tökur að ekki er hægt að húgsa sér betra. Ég var mjög montinn yfir þessu. Um hvað talaðir þú við fólkið? —Það var svona hitt og annað. Það var aðallega um kosningarn- ar sjálfar og síðan þjóðmálin. Ég lýsti þeirri skoðun minni að ég drægi taum unga fólksins og þeirra sem miður mættu sín í þjóðfélaginu. Ég stend einnig ein- dregið með menntun og vísind- um. en ég tel þó að ef mennta- kerfið verður of sterkt. þá gæti það orðið þröskuldur í veginum fyrir hugvitsmönnum. Það getur myndað hroka og valdbeitingu og það geturstöðvað menn. sem ekki eru háskólamenntaðir en ala ineð sér stórar hugsjónir. Margir menntamannanna eru líka orðnir staðnaðir og það veldur áfram- haldandi vandræðum í þjóðfélag- inu. Ég tók skýrt fram að ég væri á bandi vel menntaðs fólks. en þó yrði að fara varlega í sakirnar. Menn verða að njóta sín þótt þeir hafi ekki verið í háskólanum. —Þegar ég kom aftur hingað suður var óskaplega vel tekið á móti mér. Ég var boðinn á Lista- hátíð og síðan hringdi Rótary Reykjavík og bauð mér á fund. Ég veit nú ekki hvort ég má segja þetta. en ég flutti þar ávarp og síðan ýíirheyrðu mig 40 manns. bæði um stjórnmál og forsetaem- bættið. Þeir spurðu líka út í kvennamálin og fleira. en ég er óbundinn eins og menn vita. Þeir voru stórhrifnir og i ræðum. sem þrír þeirra héldu á eftir sögðu þeir að það væri auðséð að þarna væri þaulreyndur stjórnmálamað- ur á ferðinni. —Líturðu þá á þig sem stjórn- málamann? —Ég tel að ég sé það. Þó að ég hafi ekki verið í stjórnmálaflokki þá hef ég sterkari aðstöðu en þeir sem hafa verið flokksbundnir. því ég hef leitast við að fylgjast með gerðúm þeirra síðan ég var níu ára gamall. Ég hef því á ýmsum sviðum sterkari dómgreind á þessum málum. Ég lit svo á að stjórnmálamennirnir hafi verið nokkuð þrautseigir við smáu tök- in. En þeir hafa hirt minna um það sem meira máli skiptir. —Hvað viltu segja að lokum Rögnvaldur? —Ég bið alveg innilega að heilsa ísfirðingum og Vestfirðing- um öllum saman fyrir móttökur sem mér munu seint úr minni líða. etj- Til sölu Til sölu er bifreiðin í 254. V.W. sendibifreið árg. 1970. Vél ekin 7. þúsund km. Skipti á fólksbíl koma til greina. Upplýsingar í síma 4027. Óska að kaupa sambyggða trésmíðavél. Upplýsingar í síma 3816 BARNAGÆSLA Óska að fá ungling 11-12 ára til að gæta 2ja ára drengs í sumar. Upplýsingar kvöldin. síma 3082 á Starfsmenn óskast í eftirtalin störf 1. Tveir menn í rörasteypu 2. Bílstjóri með meirapróf 3. Trésmiður, eða laghentur maður, til afgreiðslustarfa o.fl. IÉ2, Upplýsingar veitir Þórður Jónsson, sfmi 3472 og 3941 GRÆIMIGARDIIR HF. GRÆNAGARDI - ISAFIRDI - SIMI 3472 Stangveiðifélag ísfirðinga Aðalfundur verður haldinn í Vinnuveri föstudaginn 16. maí kl. 20:00 DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Laus staða, Staða innheimtufulltrúa við embætti bæjarfógetans á ísafirði og sýslumanns- ins í ísafjarðarsýslu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. maí 1980. Laun samkvæmt kjarasamningi starfs- manna ríkisins. Sýslumaöurinn í ísafjaröarsýslu Bæjarfógetinn á ísafiröi 10. maí 1980. Þorvarður Kr. Þorsteinsson Canon NP 50 Vegna verölækkunar erlendis bjóöum vlö nú CANON NP 50 Ijósritunarvélina á aöeins 1690 þúsund krónur, sem er 260 þús- und krónu LÆKKUN. Ljósritar á venjulegan pappír allt aö stæröinni B4, einnig á glærur. Örtölva stjórnar vinnslu, sem þýö- ir: Skýrari mynd og ótrúlega lítiö viöhald Til afgreiðslu strax. Söluhæsta vélin í Evrópu í dag Skrífoékin hf Suðurlandsbraut 12. Sími 85277. ísafjarðarkanpstaðnr Útboð Tæknideild ísafjarðarkaupstaðar óskar eftir tilboði í vinnu við gerð fjárgirðingar umhverfis bæinn, alls um 6.500 metra. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild ísafjarðarkauðstaðar gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Tæknideild ísafjarðarkaupstaðar mánudaginn 19. maí 1980, klukkan 14:00. Tæknideild ísafjaröarkaupstaöar QRLOFSHÚS Verkalýðsfélagið Baldur, Sjómannafé- lag ísfirðinga og Vélstjórafélag ísafjarðar leigja út í sumar orlofshús í Vatnsfirði á Barðaströnd, til viku dvalar í senn. Orlofstíminn er frá 31. maí og út sept- ember. Verkalýsðfélagið Baldur hefur ennfremur til umráða nokkrar vikur í orlofshúsi sínu á lllugastöðum í Eyjafirði. Félagar sækið um dvöl í húsunum á skrifstofu félagsins Norðurvegi 1, sími 3190 fyrir 17. maí n.k. Vikuleigan er 25 þús. krónur. Verkalýösfélagiö Baldur Sjómannafélag ísfiröinga Vélstjórafélag ísafjaröar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.