Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.05.1980, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 29.05.1980, Page 1
10. tbL6. árg. 29. maí 1980 vestfírska FRETTABLASIS Farþega- og vöruafgreiðsla á ísafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. FLUGLEIDIR Enginn er verri þótt hann vökni Við eigum fullt af fatnaði, sem þolir volkið vel. HALDIÐ SJÓMANNADAGINN HÁTIÐLEGAN í NÝJUM FÖTUM FRÁ EPLINU. Haf beit Dick Philiips kominn aftur: Aldrei leigt út annarra htisnæði Nú snemma í maí hélt ferða- málafrömuðurinn Dick Phillips í fyrsta leiðangur sinn um Hornstrandir á þessu ári ásamt hópi náttúruunnenda af Bret- landseyjum. Eins og menn muna varð mikið fjaðrafok á sl. hausti vegna þessara ferða Phillips og var kveikjan frétt í Vestfirska fréttablaðinu, þar sem heimildarmenn blaðsins skýrðu frá því að ferðalangar á hans vegum notuðu húsakost á Hornströndum í óleyfi eig- endanna og að Phillips tæki jafnvel gjald fyrir þetta hús- næði. I viðtali við Vestfirska um síðustu helgi vísaði Phill- ips þessum ásökunum algjör- lega á bug og skýrði frá ferðum sínum um Hornstrandir og hvernig háttað væri afnotum hans af húsakosti á þeim slóð- um. f næsta tölublaði Vestfirska birtist viðtal við Phillips, þar sem hann skýrir frá sinni hlið á máli þessu. Einnig verður í blaðinu athugasemd frá Mál- fríði Halldórsdóttur og Arnóri Stígssyni, en þau áttu langt samtal við Phillips um helgina. Motmæla dmaklegum ásökunum Undirritaðir starfsmenn Vega- gerðar ríkisins á Vestfjörðum vilja hér með mótmæla þeim ómak- legu ásökunum sem komið hafa fram í fjölmiðlum undanfarið og beinist að yfirmanni Vegagerðar- innar á Vestfjörðum, Eiríki Bjarnasyni, umdæmisverkfræð- ingi, eftir útkomu skýrslu Vega- gerðarinnar um Tengingu Inn- Djúps. stofnunarinnar þar sem þeir eru vændir um óheiðarleika og hlut- drægni. Árni Traustason Kristján Kristjánsson Lára G. Oddsdóttir Guðm. Gunnarsson Ásgeir Kristinsson Þröstur Jóhannesson Hilmar Guðmundss. Sveinbjörn Veturliðason í skemmtilegu viðtali í næsta tölublaði rekur Sveinn Guðnason ganginn í þessu fiskiræktarævin- týri þeirra í Botni. Gera verður þá lágmarkskröfu til þeirra er gagnrýna vilja störf Vegagerðarinnar að sú gagnrýni sé málefnaleg en ekki persónuleg- ar árásir á einstaka starfsmenn Ólafur H. Torfason Kristinn Jónsson Guðm. Finnbogason Magnús Guðmundsson Bragi Thoroddsen f síðustu viku var sjö þúsund laxaseiðum sleppt í lónið og sleppitjörnina að Botni í Súg- andafirði og er þetta þriðja árið í röð sem slíku seiðamagni er sleppt þar. Þessar stórmerku tilraunir í fiskeldi eru gerðar af níu systkinum, öllum ættuðum frá Botni, og bændunum tveim- ur sem þar búa nú, þeim Birki Friðbertssyni í Birkihlíð og Friðbert Péturssyni í Botni. Hér er að mestu leyti um sjálfboða- vinnu að ræða, en fiskeldistil- raunirnar eru gerðar í fullu samráði við og samvinnu Veiðimálastofnunina, sem leggur til laxaseiöin. Áður- nefndir aðilar hafa stofnað hlutafélag um fiskeldið, og nefnist það að sjálfsögðu Botnía h.f. Þeir leggja til að- stöðu og alla vinnu en fá á móti helming alls þess lax, sem endurheimtist. Seiðum hefur veriö sleppt að Botni allt frá árlnu 1972, en í miklu minna magni. LANGTFERÐALAG Fréttamenn Vestfirska voru viðstaddir þennan merkilega at- burð, er laxaseiðunum sjö þúsund var sleppt 21. maí s.l., en þá höfðu seiðin verið á ferðalagi í fjóra klukkutíma - frá klakstöðv- unum í Kollafirði inn á Reykja- víkurflugvöll og með flugvél frá Arnarflugi til Suðureyrar og það- an með bílum inn að Botni. Seið- in virtust talsvert vönkuð og fáein þeirra höfðu lagt upp laupana, en til allrar hamingju var það aðeins örlítið brot af heildarmagninu. Fjögur þúsund seiðum var sleppt í flotkví í lóninu mikla, sem syst- kinin frá Botni og bændurnir tveir hafa lcomið sér upp af mik- illi elju. Afganginum var sleppt í sleppitjörnina, en um hana renn- ur ferskt vatn frá Botnsá. Menningar- kvöld á Flateyri Sunnudaginn 4. maí var efnt til menningarkvölds í nýju mötuneyti útgerðarfélagsins Hjálms h.f. á Flateyri. Karlakór- inn „Ægir“ í Bolungarvík söng lög eftir Árna Björnsson, séra Bjarna Þorsteinsson og fleiri, undir stjórn séra Gunnars Björnssonar. Hjörtur Hjálmars- son flutti erindi um sögu Flat- eyrar, félagar úr Kammersveit Vestfjarða léku nokkur lög og lesin voru Ijóð við gítarundir- leik. Samkoma þessi var mjög fjölsótt. Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu, hafa fjölmörg skemm- darverk verið unnin á ísafirði að undanförnu. Þannig voru til dæmis um síðustu helgi brotn- ar sjö rúður í Gagnfræðaskól- anum og ráðist var með máln- ingu á stytturnar í garði Sund- hallarinnar. f skeleggri grein á bls. 7 fjailar „Guðmundur" um skemmdarverk í bænum að undanförnu og ýmislegt í sam- bandi við þau.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.