Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 3
I vestfirska rRETTABLAHD Okkar veruleiki ekki sviðsettur — Rætt við Vigdísi Finnbogadóttur Mikið vatn er til sjávar runn- ið síðan Vigdís Finnbogadóttir vakti eftirtekt alþjóðar í frönskukennslu sjónvarpsins fyrir þokkafulla framkomu og náði þessari íslensku heims- frægð á svipstundu sem ýmsír aðrir berjast fyrir alla ævi. Víða liggja þræðir örlaganna og hvern hefði grunað þá að örlög þessarar fasprúðu konu og ís- lensku þjóðarinnar ættu kannske eftir að samtvinnast með eftirminnilegum hætti og að þessi örlög yrðu að veru- legu leyti ráðin um borð í fs- firskum skuttogara langt úti á hafi á því herrans ári 1980? Um síðustu helgi kom forsetafram- bjóðandinn hingað til Fsafjarð- ar í kosningaleiðangur og vísi- teraði nágrannabyggðarlögin í leiðinni. Vestfirska fréttablaðið náði af henni tali skömmu eftir miðnætti aðfaranótt annars í hvítasunnu, er hún var nýkom- in af vellukkuðum kosninga- fundi í Bolungarvfk. Við spurð- um hana hvernig hefði gengið. —Mér hefur fundist þetta mjög gaman, sagði Vigdís. Ég hef notið þess til hins ýtrasta. —Hvað er svona skemmtilegt? —Það er svo gaman að hitta fólk. Ég er búin að vera leikhús- stjóri lengi í tiltölulega stóru leik- húsi og horfi á 60 þús. manns streyma inn í það á hverju ári og ég hef aldrei haft tækifæri til að tala við þetta fólk fyrr. Ég hef alltaf horft í bakið á öllum þess- um fjölda, en núna stend ég alltí- einu andspænis því og fæ að og fæ að skiptast á skoðunum við það. —Sérðu eftir því að hafa gefið þig í þetta? —Nei, þetta hefur veitt mér miklu meiri gleði en svo að mig geti iðrað þess. —Þessi spurning er orðin nokk- uð velkt, en látum hana flakka: finnst þér að það eigi að auka völd forseta Islands? —Nei, ég er heldur á móti því. f landi þar sem. lýðræði er í hávegum haft finnst mér að eng- ina einn maður eigi að hafa of mikil völd. Forfeður okkar, sem stofnsettu Alþingi, höfðu næman skilning á þessu. Þeir gættu þess að fela engum einum of mikil völd. Þetta er til marks um visku þeirra, því að þá voru konungsríki hér allt í kringum okkur. FULLTRÚI ÁKVEÐINNA MENNINGARSTRAUMA —Hvað var það fyrir utan skeytið fræga frá áhöfninni á Guðbjarti sem réði úrslitum um að þú gafst kost á þér í þetta embætti? Kom það til álita í þín- um huga að kona hefði ekki gegnt embættinu áður? —Nei, það kom ekki svo mjög til álita í mínum huga. Eins og þú veist var ég búin að segja nei, en það hlaut að breyta afstöðu minni að farið var að safna undirskrift- um og ég beðin að endurskoða ákvörðun mína. Á undirskriftar- listunum voru nöfn manna, sem ég met mjög mikils. Þeir voru úr öllum stéttum þjóðfélagsins og þeir voru menn, sem mér finnst að standi undir íslenskri menn- ingu - þá á ég við íslenska verk- menningu og innan hennar er bæði menning hugar og handar. Fram kom að litið var á mig sem fulltrúa ákveðinna menningar- strauma, bæði vegna þeirrar stöðu sem ég gegni og einnig hef ég unnið að landkynningu og kynningu á íslensku þjóðfélagi um langt árabil - hvað íslenskt þjóðfélag er og hverjir við íslend- ingar erum. —Ert þú herstöðvarandstæð- ingur? —Hver er ekki herstöðvarand- stæðingur? Þekkir þú nokkurn Is- lending, sem vill af fúsum og frjálsum vilja hafa erlendan her í landinu sínu? Eða yfirleitt nokk- urn mann af nokkru þjóðerni sem vill hafa erlendan her í landinu sínu? Ég er persónulega svo lán- söm að þekkja engan slíkan. Aft- ur á móti líta margir vinir mínir og margir, sem að framboði mínu standa, á hersetuna sem illa nauð- syn. En forsetinn hvorki getur né á að fara með nein völd í þessu máli. Embætti forseta á að vera hafið yfir íhlutun í deilumál. Hann á að koma fram til sátta, bera klæði á vopnin. Við vitum að þjóðin er klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar og ég virði skoðanir allra manna. Ekki ein- asta finnst mér að allir menn eigi að vera frjálsir að skoðunum sín- um heldur eigi allir menn að hafa frelsi til að tjá skoðanir sínar. —Líka forsetinn? —Já, auðvitað. En ég vona að við eignumst forseta, sem hefur þann þroska til að bera að hann blandi sér ekki á óheillavænlegan hátt í deilumál þjóðarinnar. STJÓRNARSKRÁRVAND- KVÆÐI endurnir eru einstakir mann- kostamenn að allra dömi og að eigin sögn líka. Skiptir í rauninni máli fyrir þjóðina hver þeirra verður forseti. Mætti ekki allt eins varpa um þá hlutkesti? —Já, þetta er snjöll spurning. Þessa spurningu hef ég ekki feng- ið áður. Þetta er í rauninni mál til íhugunar. Mér finnst nú samt að þjóðin eigi að fá að ráða þessu sjálf og heldur fyndist mér það óheppilegt að fara að varpa hlut- kesti um forsetaembættið á Is- landi. Væri það ekki að taka lýðræðisleg völd af þjóðinni? —Hvernig litist þér á að verða forseti lýðveldisins méð rúman fjórðung á bak við þig? —Hér eru vandkvæði á ferð- inni í sambandi við stjórnarskrá og kosningalög. En þá ber þess að geta að jafnvel þótt við fyndum þá lausn að kjósa aftur, þá er búið að þrengja því upp á þjóðina að kjósa um einhverja tvo einstakl- inga, sem stór hluti hennar óskar kannske ekki eftir að hafa í þessu embætti. Ég vona að einhver af þessum mannkostamönnum, sem eru í framboði, hafi þann þroska til að bera að hann eða hún geti ráðið fram úr þeim vanda að hluti þjóðarinnar hefði kannske valið einhvern annan. —Nú ert þú leikhússtjóri og þekkir leiksviðið vel. Er forseti Islands ekki mesti leikarinn á stærsta sviðinu og með flesta á- horfendurna? —Ekki veit ég um það. leikarar eru ávallt að leika hlutverk, sem aðrir hafa skrifað. Þeir leika það hlutverk undir leikstjórn. Og þeir leika það inni í sérstökum heimi, sem settur er á svið. Ég tel að ísland eigi þeirri gæfu að fagna að veruleiki okkar er ekki svið- settur. Hann er alvara. Enginn forseti á að fara eftir einhverri ákveðinni rullu. Hann á að vera hann sjálfur, eðlilegur og látlaus umfram allt. Ég mundi ekki vilja sjá einhverja leiklistartilburði í forsetanum. —Nú eru viðsjárverðir tímar á Islandi og í heiminum öllum. Er það eftirsóknarvert að verða for- seti við slíkar kringumstæður? —Við höfum sagt í gegnum árin að síðustu tímarnir séu alltaf harðastir og verstir. Það er erfitt að dæma um hvort það er eftir- sóknarvert að vera forseti nú á tímum, en þjóðfélagið er þannig uppbyggt að einhver verður að sinna því embætti og ef einhver hluti þjóðarinnar treystir ein- hverri ákveðinni persónu til að gera það, þá er það eins og hver önnur þegnskylda að svara því kalli. —Hvernig muntu taka því ef þú ferð halloka í forsetakosning- unum? —Ég mun taka því með karl- mennsku. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 7; Enn eru 4 íbúðir óseldar í 9 íbúða fjölbýlis- húsinu, sem Eiríkur og Ein- ar Valur s.f. eru að byggja á Fjarðarsvæðinu. Hér er um að ræða 3 117 fm. íbúð- ir 4ra-5 herbergja og eina 3ja herbergja 78 fm. íbúð- irnar eru enn boðnar á upphaflegu verði, sem er kr. 31.000.000 á stærri í- búðirnar en kr. 26.500.000 á minni. Vegna mikilla verðhækkana neyðast selj- endur til að hækka verð íbúðanna um a.m.k. 5% að hálfum mánuði liðnum. Hlíðarvegur 33; Neðri hæð í fjórbýlishúsi. 3ja her- bergja íbúð ásamt 40 fm. bílskúr. Laus um miðjan júlí. Hlíðarvegur 7; 3ja her- bergja íbúð á 3. hæð ásamt íbúðarherbergi í risi, hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. íbúðin er laus. Vitastígur 8, Bolungarvík; Mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Traðarland 4, Bolungarvfk; Byggingarframkvæmdir að 140 fm. einbýlishúsi. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 fsafirði Sími3214 Hópferðabilar, 48 manna, 25 manna og 21 manns. Leigubíll 5 farþega. Sendibílaþjónusta. Þórdís Guðmundsdóttir Ásgeir Sigurðsson Seljalandsvegi 76 Sími3666 Til sölu er 3ja herb. íbúð í miðbænum á ísafirði. Tilboð óskast. Réttur áskilinn, að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Upplýsingar í síma 3108 ísafirði. Menntaskólinn á ísafirði SKOLASLIT Menntaskólans á ísafirði 1980 fara fram í Alþýðuhúsinu laugardag 31. maí kl. 14:00, og verða þá nýstúdentar braut- skráðir. Skólameistari etj- Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför systur okkar Sigríðar Margrétar Oddsdóttur Valgerður Oddsdóttir Guðmundur Oddsson Oddur Oddsson ísafjarðarkaupstaður Sundnámskeið Sundhöll ísafjarðar heldur sundnám- skeið fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Námskeiðið hefst 2. júní og því lýkur 13. júní. Þátttökugjald kr. 3.000 Tilvalið tækifæri að undirbúa sig fyrir skólasund næsta haust. Innritun hjá íþróttafulltrúa alla daga kl. 10-11 f.h. til 30. maí n.k. íþróttafulltrúi —Vigdís, allir forsetaframbjóð- Vigdfs Finnbogadóttir

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.