Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Side 1
/ FRETTABLADIS Nú viku- blað. Malbikunarstöð á leiðinni vestur — Steinsteypu hafnað Nú virðist Ijóst, að farið verður í varanlega slitlagslögn f Isafjarðarkaupstað, í þeim mæli, sem getur orðið til þess að ófremdarástandi því sem verið hefur á gatnamálum kaupstaðarins fari að Ijúka. Samningar hafa tekist milli Olíumalar h.f. og Vegagerðar ríkisins um það að malbikunar- stöð í eigu Olfumalar h.f. verð- ur flutt til fsafjarðar nú á næst- unni og er áformað á vegum Vegagerðar ríkisins að malbika kaflann frá íþróttavelli við Torf- nes og inn að vegamótum Vestfjarðavegar. Einnig mun Vegagerðin leggja slitlag á Hnffsdalsveg. Þá er áformað að fsafjarðarkaupstaður láti mal- bika frá Torfnesvefli og út í Krók, þar með Sólgötu og Hrannargötu, að sögn Guð- mundar H. Ingólfssonar forseta bæjarstjórnar. Ýmis önnur á- form eru á döfinni um malbik- un, svo sem það, að flugvéla- stæði og bílastæði við fsafjarð- arflugvöll munu verða malbik- uð f sumar. Malbikunarstöðin sem hér um ræðir verður væntanlega hér á ísafirði fram í júlílok næsta sum- ar. Sagði Guðmundur H. Ingólfs- son í samtali við blaðið, að vonir stæðu til þess að á þeim tíma, sem stöðin verður hér, verði hægt að leggja varanlegt slitlag á allar þær götur í kaupstaðnum, sem eru nú og verða tilbúnar undir slitlags- lögn á þeim tíma. þar með talið Holtahverfi, sem nú er órykbund- ið með öilu. Brynja Sigfúsdóttir í hlutverkl Fjallkonunnar Ákveðlð hefur verið að leggja malbikunarslitlag, en hafna steinsteypunni Aðalfundur S.V.F.Í. haldinn að Ndpi Aðalfundur Slysavarnarfé- lags fslands var haldinn að Núpi um síðustu helgi, en sex ár eru nú síðan aðalfundur SVFÍ var síðast haldinn á Vest- fjörðum. Fundurinn hófst föstudaginn 13. júní með því að fulltrúar snæddu kvöldverð f boði Mýrarhrepps, en um kvöldið setti Gunnar Friðriks- son, forseti SVFf, fundinn og embættismenn voru kosnir. Forseti flutti árlega skýrslu sfna og lagðir voru fram reikn- ingar félagsins og fjárhagsá- ætlun fyrlr næsta starfsár. Á laugardag voru ýmis mál tekin fyrir, starfsmenn SVFf fluttu erindi og framsöguræður voru fluttar um ýmis málefni, m.a. ræddi Jóhannes Briem um fjarskiptamál með tilliti til til- kynningaskyldunnar. Á laugar- dagsmorgunn sóttu fulltrúar messu hjá sr. Lárusi Þ. Guð- mundssyni í Núpskirkju, en há- degisverður var snæddur í boði sýslunefndar V-ísafjarðarsýslu. Fjöldi tillagna kom fram á fund- inum og voru ræddar ítarlega, þ.á.m. tillögur sem lutu að til- kynningaskyldunni og öryggisút- búnaði smábáta. Um kvöldið var haldin kvöldvaka og stiginn dans. TILKYNNINGASKYLDA ENN TIL UMRÆÐU f samtali við Vestfirska sagði einn fulltrúanna Halldór Magnússon í Hnífsdal, að eitt þeirra mála, sem mest var rætt, hefði verið tilkynningaskyldan. Þetta mál kemur upp á hverjum einasta aðalfundi og á öllum Landsþingum, sagði Halldór. Unnið er stöðugt að því að fá skipstjórnarmenn til að gegna þessari skyldu, en ævinlega hefur Framhald á bls. 2 Þá eru Bolungarvíkurkaupstað- ur, Þingeyri og Flateyri þegar tilbúin með götur undir slitlag og er stefnt að því að þar verði lagt niður malbik í þessari törn. Það má ljóst vera af þessu, að ekki kemur til þess að steinsteypa verði lögð á Djúpvegarkaflann, sem Jón Þórðarson hafði gert Vegagerð ríkisins tilboð um að leggja út steinsteypu á. Kom fram í samtali blaðsins við Eirík Bjarnason, að tilboði Jóns hefur verið hafnað. 17 jtiní á 17. júní hátíðarhöldin á fsa- firði fóru fram í dumbungsveðri að þessu sinni. Fjöldi manns kom saman á Sjúkrahústúninu til að fylgjast með fjölþættri dagsskrá hátíðarinnar. Tryggvi Guðmundsson form. fþrótta- bandalags fsfirðinga setti há- tíðina, en hátíðarræðuna flutti Frá kúluvarpskeppninni Hátiðarhöld í Reykjanesi Konur í Snæfjalla-, Nauteyr- I lagningu á 17. júní hátíðar- ar-, Reykjafjarðar-, og ögur- höldunum í Reykjanesi nýver- hreppi tóku sig til og önnuðust iö, en um sérstök 17. júní há- hátíðarundirbúning og skipu- | Framhald á bls. 2 ísafirði Matthías Bjarnason, alþingis- maður. Þá söng Sunnukórinn nokkur lög við góðar undir- tektir. Stjórnandi var Jónas Tómasson. Brynja Sigfúsdóttir kom fram í gervi Fjallkonunnar og flutti ættjarðarljóð. Þá var Matthías Bjarnason alþingismaður fluttur látbragðsleikur og síðan haft ofan af fyrir börnunum með ýmiskonar leikjum. Sjórall var á Polllnum um daginn. Unglingadiskótek var að Upp- sölum um kvöldið. Ekki verður svo skilist við 17. júní hátíðarhöldin á ísafirði að ekki sé minnst á kaffisölu kven- félagsins Hvatar í Félagsheim- ilinu í Hnífsdal, sem er orðinn nær árviss liður í þjóðhátíðinni hér. Geta menn keypt sér þar kaffi og girnilegt meðlæti ýmis- konar við tiltölulega vægu verði, en ágóðinn af þessari veitingasölu rennur allur til dagheimilisbygg- ingarinnarí Hnífsdal. Póllinn hf. á alþjóðlegri vörusýningu Póllinn h.f. á Fsafirði tók ný- lega þátt í alþjóðlegri vörusýn- ingu, sem haldin var í Bella Center í Kaupmannahöfn. Sýn- ing þessi nefndist „World Fish- lng“ og áttu hlut að henni framleiðendur á hverskyns tækjabúnaði fyrir útgerð og fiskvinnslu. fslenskur bás var á sýningunni á vegum Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins og sýndu 7-8 íslenskir aðilar fram- lelðslu sína. f samtali við Vest- firska sagði Ásgeir Erling, framkvæmdastjóri Pólsins h.f., að fyrirtækið hefði þarna kynnt vörur sínar sem eru aðallega tölvuvogir, flokkunarvélar o.fl. Sagði Ásgeir Erling, að hann væri mjög ánægður með út- komuna, því hann gæti ekki betur séð en þessar vörur séu fyllilega samkeppnishæfar við aðra framleiðslu, sem þarna vartil sýnis. NÁÐU NOKKRUM SAMBÖNDUM Ásgeir Erling sagði, að mark- mið Pólsins hefði verið að kynna framleiðslu sína og ná sambönd- um við erlenda dreifingaraðila. Væru þau mál nú komin á rek- spöl og hefðu þeir komist í nokk- ur sambönd, en betur þyrfti að kanna þau mál öll. Færeyingar sýndu vörum frá Pólnum sérstak- an áhuga og virtust aðstæður hjá þeim vera mjög áþekkar og hér heima. Þarna voru lika nokkrir aðilar, sem helst vildu taka vör- urnar með sér heim af sýnung- inni, að sögn Ásgeirs Erlings. ÖNNUR SÝNING f NOREGI —Þátttakan í sýningunni var dræm frá Noregi, sagði Ásgeir Erling ennfremur. Stafar það sennilega af því að eftir mánuð eða svo verður hliðstæð sýning haldin í Þrándheimi, sem Norður- löndin munu standa að ef að líkum lætur. Ég geri ekki ráð fyrir að við förum sjálfir á þá sýningu, en vörur frá okkur verða væntan- lega kynntar þar á vegum Út- flutningsmiðstöðvarinnar. —Við hugsum þetta sem fyrsta skrefið inn á þennan alþjóðlega markað og við erum ánægðir með móttökurnar, sem vörurnar fengu. Ég tel að niðurstaðan verði sú að fleiri skref verði stigin á þessari braut, sagði Ásgeir Erling að lokum. etj,-

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.