Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 2
vestlirska I FRETTABLADID I VBStfirska ~~l FRETTABLADID Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Eðvarð T. Jónsson Prentun: Prentstofan fsrún hf.Jsafirði í Reykjanesi viö ísafjaröardjúp eigum viö þann staö, sem hæglega gæti, meö góöri aðhlynningu, oröiö sannkölluð úti- vistarparadís. Jaröhitinn í Reykjanesi er í sjálfu sér undirstaöan, sem slíkur staöur myndi byggjast á. Þar er nú fyrir hendi stór sundlaug og gufubaö. Því miöur hefur þessari aöstööu ekki verið haldiö nægilega vel viö og er skömm frá því aö segja að sundlaugin er vægast sagt illa leikin vegna vanhirðu. Aö sögn heimamanna í Reykjanesi hef- ur lengi staðið til aö byggja nýja sund- laug, sem myndi tilheyra skólanum, en af framkvæmdum hefur ekki orðið. Nú hefur veriö afráðið aö gera viö laugina, sem fyrir er og ætti þaö aö gera sitt gagn. Gufubaðstofan þarfnast einnig viögeröar og vonast er til aö hún fari fram í sumar aö einhverju leyti. En hvaöa möguleika þarf helgardvalar- staöur og orlofsdvalarstaöur aö hafa og hvaöa tækifæri gæti staður eins og Reykjanes haft upp á að bjóöa sem slíkur? Reykjanes, upplagt til útivistar og orlofsdvalar Fyrst og fremst er um aö tala sund- og baðaðstöðu, sem er nokkur fyrir hendi, en þyrfti aö batna til muna, svo sem eins og meö tilkomu heitra potta og sólbaös- skýla. Gistiaðstaða er fyrir hendi og veit- ingasala er á staönum yfir sumariö. Gönguland er meö ágætum á nesinu sjálfu og víöa í nágrenninu. Til dæmis er 75 km. leið að aka í Kaldalón, en þaöan er stutt aö ganga á Drangajökul. Veiðiár eru í nágrenni staðarins og berjaland gott. íþrótta og leikjaaðstaða fyrir yngri kyn- slóðina er því miður af fremur skornum skammti og þyrfti nauðsynlega aö bæta úr því. Knattspyrnuvöllinn, sem þarna er þarf aö lagfæra. Þá væri æskilegt aö útbúa tennisvelli og handboltavöll og ekki síst leikvöll fyrir yngstu fjölskyldu- meölimina. Þá ætti jarðhitinn á staönum aö gera mögulegt aö koma upp skrúö- garði og gróðursetning trjáplantna í ein- hverjum mæli ætti aö vera auðveld. Nóg um þaö. Þarna er ákjósanlegt svæöi til þess aö byggja upp afþreyingar- og hvíldarstað fyrir Vestfiröinga. Land- gæöi eru næg og húsakynni í eigu opin- berra aöila eru á staðnum. Hér er upplagt tækifæri fyrir sveitarstjórnir og áhuga- menn til þess aö vinna aö uppbyggingu sumarparadísar fyrir Vestfirðinga. Vel heppnuö helgi á slíkum staö er hverjum manni hvíld og upplyfting frá daglegu amstri og börnum kærkomin tilbreyting frá kaupstaðaþvargi og ryki. BfLL TILSÖLU Toyota Corolla árgerð 1973 ek- inn 83 þús. km. Upplýsingar f síma 4121 eftir kl. 19:00 TIL SÖLU Cirrus 5A svifdreki, lítið not- aður. Upplýsingar í síma 3644 á kvöldin. Vélvirkinn sf. vélaverkstæði Járnsmíðadeild Margskonar nýsmíði úrjárni og stáli, svo sem stálgrindarhús, afhent á hvaða byggingarstigi sem óskað er. Rafmagns- katlar (hitatúpur), allar stærðir, með eða án neysluvatnsspírals, viðurkenndir af rafmagns- og öryggiseftirliti ríkisins. Neysluvatnsgeymar, með eirspíral. Vöru- bílapallar, dráttarvélahús og öryggis- grindur, rafmagnstöfluskápar, löndunar- mál. Fólksbílakerrur, dráttarbeisli, inni- og útihandrið, eldtraustar hurðir og margt fleira. Framkvæmum stórar og smáar viðgerðir og nýsmíði á bátum og skipum. Góð hafnaraðstaða er svo að segja við hlið- ina á verkstæðinu. Toghlera- og bobb- ingaviðgerðir. Suðumenn okkar eru viðurkenndir af Iðntæknistofnun fslands. Tímavinna, eða föst verðtilboð, ef óskað er. — Getum séð um hönnun og tækni- lega aðstoð. Getum unnið verk hvar sem er á Vest- fjörðum. EFLUM VESTFiRSKAN IÐNAÐ. Vélvirkinn sf. vélaverkstæði Hafnargötu 8 — Bolungarvík Sími 94-7348 Aðalfundur S.V.F.Í. Framhald af hls. I orðið á því misbrestur og virðast það alltaf vera sömu mennirnir, sem vanrækja hana. Hefur þetta í för með sér ærinn kostnað og erfiðleika. Halldór sagði, að Jó- hannes Briem hefði í erindi sínu rætt um ákveðinn tækjabúnað, sem nefna mætti „vekjara" og hægt er að koma fyrir í bátum. Hægt er að hafa samband við þennan „vekjara" úr landi og slekkur hann ekki á sér fyrr en honum er sinnt. Sagði Halldór, að þessi hugmynd væri að mörgu leyti athyglisverð og vel þess virði að kanna nánar. Á fundinum flutti Jósef Vern- harðsson skýrslu um slysavarna- skýlin á Hornströndum og kom fram að ástandið í þeim málum hefur breyst mjög til batnaðar á undanförnum árum BJÖRGUNARSTÖÐ VÍGO Eftir fundarslit á Núpi fóru allir fulltrúarnir, um 100 að tölu, til Þingeyrar og var þar vígð ný björgunarstöð þeirra Dýrfirðinga. Sr. Lárus Þ. Guðmundsson ann- aðist vígsluna. Björgunarstöðin ber nafnið Stefánsbúð til minn- ingar um sr. Stefán Eggertsson, prófast á Þingeyri, en hann gekkst fyrir því á sínum tíma að fá þessa stöð. Húsið var gefið sr. Stefáni, þegar verktakafyrirtækið ístak flutti frá Mjólkárvirkjun. Hátíðarhöld í Reykjanesi Framhald af bls. I tíðarhöld hefur ekki verið að ræða á þessum slóðum áður. Konumar sáu um inniskemmt- un óg veitingasölu, sem fór fram í húsakynnum Reykjanes- skóla, en ungmennafélagið Djúpverji sáu um íþróttir og leiki. Meðal annars var keppt í kúlu- varpi og voru valdir tveir góð- bændur úr hverjum hreppi til þátttöku. Ása Ketilsdóttir kom fram í gervi Fjallkonunnar, en Engilbert fngvarsson hélt hátíðar- ræðuna. Þokkalegt veður var á hátíðarhöldunum , sem voru að- standendum sínum til mikils sóma. Öl og gosdrykkir alltaf kalt Við aukum fjölbreytnina Reynið samlokur úr heilmöluðu korni og nýju skinkubakkana Ath. að við lokum alltaf kl. 22:30 Nú er utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hafin. Leitið til okkar um aðstoð, ef með þarf. Opnunartími skrifstofunnar er 2 — 6 og 8 — 10 virka daga og 2 — 6 um helgar. Nefndin VELJUM VIGDÍSI!

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.