Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 3
Pétur J. Thorsteinsson í viðtali við Vestfirska Vestfirðingar hafa tekið mér ákaflega vel Einn þeirra manna, sem kos- ið verður um, þegar íslenska þjóðin gengur að kjörborðinu 29. júní næstkomandi er Pétur Thorsteinsson, sendiherra. Pétur var maður lítt þekktur nieð þjóð sinni áður en hann réðst í það fyrirtæki að bjóða sig fram til þessa æðsta em- bættis þjóöarinnar, og undirrit- aður fréttamaður dregur ekki dul á þá fávisku sína, að hann minnist þess ekki að hafa heyrt nafn hans nefnt fyrr en forseta- kjör komst á dagskrá með þjóð vorri. Pétur hefur um langt ára- bil verið sendiherra íslands í mörgum iöndum, nú síðast ýmsum löndum Asíu með að- setur í Reykjavík. Þessum em- aettum hefur hann gegnt með miklum sóma, að sögn þeirra sem gerst þekkja til, og þannig hefur hann eins og hinir fram- bjóðendurnir unnið landi sínu heilt um langt árabil. Það er því ekki lítið vandaverk, sem bíður ■slenskra kjósenda í júnílok, a.m.k. þeirra sem taka þetta hlutverk sitt alvarlega. Hvort þjónusta Péturs á þessum vetttvangi dugir til að skila honum í embætti þjóðhöfð- ingja er vitaskuld annað mál. Á undanförnum mánuðum hefur Pétur tvívegis lagt leið sína til Vestfjarða til að kynna Vest- flrðingum persónu sína og skoðanir. f seinna sinnið tók hann fjórðunginn með leiftur- sókn og fundaði í þremur byggðarlögum sama daginn. Við hittum Pétur að máli, er hann átti stund milli stríða í húsi Landsbankastjórans á ísafirði einn sólríkan sunnudag f júní. Mikið er talað um völd nú á dögum og við innleiddum samtalið með því að spyrja Pét- ur hvort auka eigi völd forset- ans. VÍÐTÆK ÞJÓÐMÁLAREYNSLA NAUÐSYNLEG —Ég tel að við eigum að halda okkar þingræðisfyrirkomulagi, segir Pétur. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel á Vesturlöndum. Lýðveldi okkar er ungt að árum og ég tel að við eigum að reyna betur þessa skipan mála. Auk þess þyrfti stjórnarskrárbreytingu til að auka formlegt vald forseta og ég á ekki von á því að sam- komulag takist um slíka breyt- ingu næstu árin. Hins vegar er það skoðun mín, að nú séu þeir óvissutímar bæði á íslandi og í heimsmálunum að það ætti að móta þetta embætti með öðrum hætti en gert hefur verið á undan- förnum árum og forsetinn eigi að hafa reynslu í þjóðmálum, stjórn- sýslu og alþjóðamálum og geta fylgst ítarlega með málum, sem snerta löggjöf og efnahagsmál, viðskipti og afurðasölu o.s.frv., þannig að hann geti verið til ráðuneytis ef á þarf að halda. Ríkisstjórnir koma og fara og eru oft stuttan tíma, en forsetinn er yfirleitt nokkur tímabil og þarna gæti skapast viss festa. —Telur þú að forsetinn geti og eigi að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar sem sá aðili, sem mest áhrif getur haft í þá átt að selja íslenskar vörur erlendis? —Þetta er til umtals nú í seinni tíð. Mér finnst gæta þarna tals- verðs misskilnings. Að sjálfsögðu getur þjóðhöfðinginn ekki verið í sölumennsku, slíkt væri broslegt. Á hinn bóginn verður forsetinn á öllum sviðum að beita áhrifum sínum í þágu þess sem til heilla horfir, hvort sem það er á við- skiptasviðinu eða á öðrum svið- um. Kveikjan að þessari umræðu um hvort forsetinn eigi að afla viðskiptasambanda er sú að þegar aðrir þjóðhöfðingjar ferðast um. fara viðskiptasendinefndir yfir- leitt í kjölfar þeirra. Hjá okkur getur ekki verið mikið um opin- berar heimsóknir að ræða og ég held því að þarna sé misskilning- ur á ferðinni hjá þeim, sem um þetta ræða. TVEGGJA MANNA STARF —Er það að þínu mati nauð- synlegt að forsetinn sé kvæntur? —Eg tel ekki að það sé nauð- synlegt, en mér er tjáð að fyrrver- andi forsetahjón og raunar einnig núverandi forsetahjón telji þetta tveggja manna starf. Og raunar tel ég sjálfur að svo sé, því að á þeim tíma, sem við höfum haft karlmann sem forseta hefur kon- an gegnt ýmsum sérstörfum, tekið á móti einstaklingum og hópum og stundum komið fram við tæki- færi þar sem forsetinn hefur ekki getað mætt, auk þess sem risnu- hlið embættisins krefst mikillar vinnu, skipulagningar og fyrir- hafnar. —Getur það hjálpað forsetan- um að hafa stjórnmálareynslu eða er hún óþarfi? —Það er vissulega góður undir- búningur í forsetastarf að hafa stjórnmálareynslu, en hins vegar tel ég ekki rétt að fara beint úr baráttu fyrir ákveðinn flokk í for- setaembættið. Það þarf að líða alllangur tími á milli. —Hvað á fólk að láta ráða, þegar það gengur til forsetakosn- inga? —Fyrst og fremst reynslu fram- bjóðandans. Á það ber að líta hvort hann hafi reynslu á sviði þjóðmála, í stjórnsýslu og al- þjóðamálum, eins og ég nefndi áðan, því að hann á ætíð að geta verið til taks. ef á þarf að halda. Menn þurfa líka að hafa ýmsa mannkosti, en ég held að ég fari ekki að telja þá upp. ALÚÐLEGAR VIÐTÖKUR A VESTFJÖRÐUM —Óvenjulega margir sækjast eftir þessu embætti að þessu sinni. Er það eftirsóknarvert að vera þjóðhöfðingi á íslandi í þeirri verðbólgu og upplausn, sem einkennir þjóðlífið? —Það er spurning um hvort það er nokkurn tíma eftirsóknar- vert að vera þjóðhöfðingi. En ef maður telur að hægt sé að gera gagn í því starfi og láta gott af sér leiða, þá er það veigamikil ástæða fyrir því að maður sækist eftir þessu embætti. —Hvernig hafa Vestfirðingar tekið þér? —Þeir hafa tekið mér ákaflega vel, bæði þegar ég var hér í mars- mánuði, en þá fór ég víða um Vestfirði, og ekki síður nú. Ég var á Patr^ksfirði í gær og átti þar mjög ánægjulegan fund með Pat- reksfirðingum. f dag hafa verið fundir í Bolungarvík og á ísafirði. og undantekningarlaust hafa móttökurnar verið einstaklega al- úðlegar. —Þú hefur haft á orði að það hafi háð mjög framboði þínu að þú varst sá frambjóðendanna sem þjóðin þekkti minnst. Þekkja menn þig betur núna? —Já, vissulega hefur þetta breyst mikið. Ég hef farið víða um landið og haldið fundi, bæði opinbera kynningarfundi og vinnustaðafundi. Á þann hátt nær maður til flestra, en ég á eftir að fara víða enn og t.a.m. í Reykja- vík. þar sem eru þúsundir vinnu- staða, nær maður ekki nema til brots af þeim, þannig að ef vel ætti að vera þyrfti ég miklu lengri tíma til kynningar. —Skoðanakannarnir síðdegis- blaðanna hafa valdið talsverðu fjaðrafoki. Hafa þessar kannanir haft einhver áhrif til góðs eða ills fyrir þig? —Ég tel því miður að þær hafi áhrif og það er eindregin skoðun mín að þær hafi ekki átt að eiga sér stað á þeim tíma sem þær voru framkvæmdar. Þetta var alltof snemmt. Bæði átti ég eftir að fara mjög víða um landið til kynningar og auk þess hafa fjöl- miðlar, ekki síst ríkisfjölmiðlar. vanrækt algjörlega að kynna for- setaframbjóðendurna. Mér finnst líka að sú kynning sem framund- an er ríkisfjölmiðlunum sé alltof lítil. Það er þannig staðið að þess- um kynningum að þær geta eng- anveginn gefið fullnægjandi mynd af frambjóðendunum. —Samkvæmt skoðanakönn- unum hefur mikil fjöldi kjósenda ekki enn gert upp hug sinn. Telur þú að þeir geti á lokasprettinum safnast til þín? —Ég er í engum vafa um það. etj- TIL SÖLU Chevrolet Malibu árg. 1973, 8 cyl. 307 cubic. Vél nýupptekin. Upplýsingar í sfma 3458 eftir kl. 19:00 VIL KAUPA lítinn ísskáp, má vera notaður. Upplýsingar í síma 3330 eftir kl. 18 TIL SÖLU Chooper gírahjól, Rafha elda- vél, eldrl gerð og Audl 100 LS, árgerð 1975. Upplýsingar í síma 3518 BARNAGÆSLA Pössun vantar fyrir 3ja ára dreng, allan daginn, sem fyrst. Upplýsingar f síma 4204 á kvöldin. Póstur og sími Lausar stöður Tvær stöður ritsímaritara eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 9. júlí n.k. Upplýsingar gefur umdæmisstjóri. PÓSTUR OG SÍMI, ÍSAFIRÐI Pétur J. Thorsteinsson og Oddný, kona hans. Myndin er tekin við heimavist M.f. á ísafirði. Bílasala Daða BÍLA- OG SPORTBÁTASALA Sími 3806 — Isafirði BfLAR TIL SÖLU Austin Allegro 79 4.400 Chevrolet Nova 78 6.300 Chevrolet Nova 74 3.000 Chevrolet Mallbu 73 2.500 Datsun 180 B SSS 78 5.000 Datsun 1200 73 1.200 Ford Fairmont 78 6.000 Ford Fairmont 78 5.500 Flat 125 P 77 2.000 Honda Clvlc 74 2.600 Honda Clvic 74 2.400 Hornet 73 2.000 Mazda 929 74 3.000 Peugeot 504 75 3.800 Plymoth Valiant 74 3.000 Renaualt 16 TL 76 3.200 Subaru 4x4 77 3.500 Saab 96 74 2.400 Saab 99 74 3.500 Saab 99 70 1.300 Toyota Crown 2600 76 6.200 Toyota Crown 200 71 1.800 Toyota Crown 72 2.400 Volvo 144 74 3.800 Volvo 244 76 Vw Passat 74 2.500 VW sendlf. 70 1.200 Lada Sport 78 4.800 Fiat 127 74 800 TILSÖLU Fella heyþyrla 2ja stjörnu og hjólmúgavél. Upplýsingar í síma 3382 TIL SÖLU Toyota Crown, árgerð 1966. Verð eftir samkomulagi. Upplýsingar í sfma 4104 á kvöldin. höggþétt vatnsþétt pott- þétt Eftir að hafa gjörbylt áratuga gamalli fram- leiðslutækni armbands- úra hefur TIMEX nú sannað yfirburði sína um allan heim. Fram- leiðslan er ótrúlega ein- föld og hagkvæm, en ár- angurinn er níðsterkt og öruggt gangverk. Fleiri og fleiri fá sér Timex. Nú getur þú líka fengið þér ódýrt, en vandað og fallegt úr. Ljönid L

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.