Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 6
Ekki allar ferðir til fjár S vestfirska Í.B.Í. — Selfoss 1 — 2 Úr leik f.B.f. og Selfoss arnefndu nýttu sínar sóknarlot- ur mun betur, áttu þrjár sóknar- lotur í hálfleiknum og gerðu tvö mörk. Staðan í hálfleik, var því 2-0, Selfyssingum í hag. í byrj- un síðari hálfleiks bættu Sel- fyssingar við þriðja markinu, en Haraldur Leifsson bætti stöðuna með því að skora tvö mörk, með tuttugu mínútna millibili. Undir lokin reyndu fs- firðingar ákaft að jafna metin, en allt kom fyrir ekki, Selfyss- ingar voru sigurvegarar í þess- um leik. Föstudaginn 6. júní léku ÍBf- ingar við Fylki í Reykjavík og lauk þeim leik með marklausu jafntefli, fBf-Fylkir 0-0. fBf hefur því nú hlotið 5 stig í 4 leikjum, unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Næsti leikur fsfirðinga í 2. deildinni verður í kvöld kl. 20.00 á knattspyrnuvellinum á Skeiði og eru það KA-menn frá Akureyri, sem sækja fBf-inga heim. Kr. Jóh. Ekki eru allar ferðir til fjár, á það voru fBf-ingar minntir á síðastliðinn laugardag, þegar þeir sóttu Selfyssinga heim og kepptu við þá í 2. deildar keppninni. ísfirðingar sóttu mun meira í fyrri hálfleik, held- ur en Selfyssingar, en þeir síð- Erlend ferðahandbók um ísafjörð: * Ohreinn bær í niðurníðslu ísafirði Sírni 3792 máta. Innihald bókarinnar er ■ stöðugri endurskoðun, svo að bókin gefi ávallt sem réttasta mynd af því sem um er fjallað. ísland fær að sjálfsögðu sinn skammt og ekki verða Vestfirðir útundan. f meðfylgj- andi úrklippu segir, að flugfar- ið milli fsafjarðar og Reykjavík- ur sé 7630 kr. aðra leið og ætti það að geta sagt til um hvenær menn á vegum forlagsins voru hér síðast. í lauslegri þýðingu myndi textinn útleggjast þann- ig: „Vestfirðir, sem teygja sig eins og risakló í átt til Græn- lands, voru um aldir mjög ein- angraðir. Fyrir þá sem vilja koma sér burt úr þéttbýli höf- uðborgarsvæðisins, er þetta sviphreina og hrjúfa landslag þess virði að þar sé komið við. Höfuðstaðurinn, ísafjörður, er hafnarbær þar sem iðnaður fer ört vaxandi, niðurníddur og skítugur. Ódýrasta gistingu og fæði er á Hjálpræðishernum, Mánagötu 4. Vel staðsett tjald- stæði er 3 km fyrir utan bæinn, í Tungudal." f niðurlagi umfjöllunarinnar um Vestfirði eru teknar fyrir samgöngur, hvernig best sé að ferðast innan fjórðungsins og milli hans og Reykjavíkur. Á þessu vori og mörg undan- farin vor hefur í Vestfirska frétta- blaðið mikið verið skrifað um sóðaskapinn hér á ísafirði. Verða það að teljast eðlileg viðbrögð hjá hinum almenna borgara, því hvert sem litið er getur að sjá rusi og sóðaskap af öllu tagi. Allt frá ystu bæjarmörkum í Dagverðar- dal og út á Tanga við Sundahöfn eru haugar af spýtna- og járna- rusli. Götur bæjarins eru sumar verri en verstu malarvegir. Upp- fyllingar eru látnar lítt eða óvarð- ar, þannig að lítinn vind þarf til að fylla vit manna og híbýli ryki og drullu. Framhald á bls. 4 Glöggt er gests augað, segir gamalt íslenskt máltæki. Þykir undirrituðum það sannast í ferðahandbókinni „Let’s go: The Budget Guide to Europe”, sem gefin er út á vegum stú- dentasamtaka við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. f bókinni er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir ferðamenn um öll lönd Evrópu. Eins og nafnið gefur til kynna, þá er reynt að benda fólki á hvernig ferðast megi á sem ódýrastan l>eir voru heiðraðir á Sjómannadaginn Sjómannadagurinn á fsafirði fór fram með miklum glæsi- brag f fögru veðri eins og frá hefur verið skýrt í Vestfirska. Mikill fjöldi manns fylgdist með hátíðahöldum dagsins að venju. Árvissri hópsiglingu með börn var flýtt að þessu sinni og hófst á laugardag kl. 16. Á sunnudags- morgni var messað í Hnífsdals- kapellu og lagður var blómsveig- ur að minnisvarða um drukknaða sjómenn í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Blómsveigur var einnig lagður við minnisvarða sjómanna á ísafirði. Eftir hádegi hófst úti- skemmtun á bátahöfninni. Fór þar fram kappróður og farið var í ýmsa leiki. Tveir aldnir sjómenn voru heiðraðir við þetta tækifæri, Þorlákur Guðjónsson og Ingólfur Lárusson. Kristján Jónsson, formaður Sjómannadagsráðs stjórnaði há- tíðahöldunum og Gunnar Þórðar- son, formaður Sjómannafélags fs- firðinga, flutti ræðu dagsins. Dansleikir voru á vegum Sjó- mannadagsráðs um kvöldið. ÞAÐ SPRETTUR OG SPRETTUR OG Sláttur er hafinn! Eigum hinar vinsæiu Black&Decker Garðsláttuvélar Nýtt útlit — Stærri mótor — Hagstætt verð FRETTABLADIÐ Vestfjarðamót í Dýrafirði Frá skátamóti Skátafélögin á ísafirði, Valkyrj- an og Einherjar, gangast fyrir skátamóti í sumar. Það verður haldið í botni Dýrafjarðar dagana 3.-6. júlí. Rammi mótsins verður SKÓR, og verður lögð áhersla á gönguferðir og útilíf. Tvær tjaldbúðir verða á mót- inu, skátatjaldbúð og fjölskyldu- tjaldbúð. í skátatjaldbúðunum fær hvert félag sitt afmarkaða svæði sem það síðan sér um. Hvert félag skreytir sína tjaldbúð með tilliti til ramma mótsins, og verður mjög forvitnilegt að sjá hinar ýmsu útfærslur félaganna á einkenni mótsins, skónum. f fjöls- kyldutjaldbúðunum geta til dæm- is dvalið hjón með börn sín. Dagskrá mótsins verður mjög fjölbreytt. Þátttakendum gefst kostur á leikjum, þrautum, fræðslu og keppnum af ýmsu tagi. Mótið verður sett fimmtudag- inn 3. júlí, og því verður slitið 'síðdegis sunnudaginn 6. júlí. Mótssvæðið verður opið gestum eftir hádegi laugrdaginn 5. júlí, og þá um kvöldið verður aðalvarð- eldur mótsins. Fólk er því hvatt til að hafa þetta í huga þegar helgar- bíltúrinn þessa helgi verður skipulagður, því að allir hafa gott af útilífi og einnig af því að kynnast störfum skátanna. Það eru allir velkomnir. Gagnfræðaskólinn á ísafirði: 20 ára nemendur gáfu málverk Gagnfræðaskólanum á fsa- firði var slitið f ísafjarðarkirkju 24. maf s.l. Auk nemenda, for- eldra og kennara voru tuttugu ára nemendur skólans við- staddir skólaslitin. Fylkir Kjartan Sigurjónsson, skólastjóri Agústsson flutti stutt ávarp fyr- ir þeirra hönd og færði skólan- um að gjöf málverk af Guðjóni Kristinssyni, fyrrum skóla- stjóra Gagnfræðaskólans. Mál- verkið verður væntanlega af- hent næsta haust. f skólaslitaræðu sinni drap Kjartan Sigurjónsson, skólastjóri, á meginþætti skólastarfsins' í vet- ur og afhenti síðan verðlaun fyrir bestan námsárangur, stundvísi, félagsstörf og fleira. Eftirtaldir nemendur 9. bekkjar hlutu bóka- verðlaun fyrir bestan árangur í námi: Vala Dröfn Hauksdóttir, Hulda Rúriksdóttir og Rannveig Halldórsdóttir. f 8. bekk hlaut Inga Bára Þórðardóttir verðlaun fyrir bestan námsárangur og í 7. bekk Steinþór Bjarnason. Þá fékk Margrét Óladóttir í 9. bekk verð- laun fyrir stundvísi, Sveinn K. Sveinsson fyrir félagsstörf og Kári Jóhannsson fyrir ástundun og samviskusemi í námi. Fram kom að fimm kennarar láta af störfum við skólann í ár vegna orlofa eða fyrir fullt og allt. Þeir eru: Bergljót Skúladóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Skúli Benediktsson, Eðvarð T. Jónsson og Guðbjörg Hermannsdóttir. f vetur færði Kvenfélagið Ósk á fsafirði skólanum 100.000 kr. til kaupa á tækjum til félagsstarfa og vill skólinn færa kvenfélaginu hugheilar þakkir fyrir þessa á- gætu gjöf.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.