Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 1
Verslunin ísafirði sími 3103 Mikil sölutregða á fiskafurðum Uggvænlegt ástand framundan ískyggilegt ástand blasir nú við í atvinnumálum hér í bæn- um, eins og annarsstaðar þar sem fiskvinnsla er uppistaða atvinnulífsins. f samtali við Vestfirska fréttablaðið sagði Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtangans, að horfurnar í fisksölumálum hefðu ekki verið jafn slæmar í marga áratugi og yrði jafnvel að leita aftur til ársins 1919 til þess að finna einhverja hlið- stæðu, en þá seldust aðeins 2.100 tunnur af öllum þeim síldarafla, sem þá var dreginn úr sjó. Sem dæmi um sölu- tregðuna núna má nefna að á þessu ári hefur tekið fyrir alla sölu á frystum fiski til Bret- lands, en þar hefur verið vax- andi markaður fyrir íslenskar afurðir á undanförnum árum. Forráðamenn frystihúsanna hér á ísafirði héldu fundi með bæjarráði ísafjarðar sl. mánu- dag til að ræða leiðir til að skapa því fólki atvinnu, sem vill halda áfram að vinna, þegar frystihúsin hér í bænum og Frosti hf. í Súðavík loka vegna sumarleyfa 20. júlí n.k. Allar frystigeymslur eru að fyilast og verða væntanlega orðnar full- ar, þegar sumarleyfin hefjast. UGGURIÖLLUM Jón Páll Halldórsson sagði, að eðlilegur rekstrargrundvöllur hefði ekki verið fyrir fiskvinnsl- una frá því síðari hluta árs 1979. —Það er ljóst að það er uggur í öllum út af þessu ástandi, sagði Jón Páll, og í rauninni erum við aðeins að reyna að vinna okkur umþóttunartíma. Við viljum reyna að tryggja með einhverjum hætti að húsin geti starfað með eðlilegu móti yfir haustmánuðina og að fólkið, sem starfað hefur við húsin, geti haft þar örugga atvinnu. Eins og staðan er núna teljum við að sumarleyfisstoppið sé besti kosturinn. —Hefur helgarvinnubannið komið illa við frystihúsin? —Nei, það hefur engin áhrif haft til þessa. SÖLUTREGÐAN ALVARLEG- UST —Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Verður að grípa til gengis- fellingar? —Það er best að menn átti sig á því að alvarlegasta málið er það, að afurðir okkar seljast miklu tregar en áður. Þetta er miklu uggvænlegra mál en einhver inn- lend óáran, sem við höfum mögu- leika á að sigrast á með einhverju móti. Þegar við stöndum and- spænis því að enginn vill kaupa okkar framleiðslu, þá er það mörgum sinnum alvarlegra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður. —Hefur slíkan vanda ekki borið að höndum áður, t.d. 1968? —Það er ekkert sambærilegt. Þá varð verðfall á afurðum okkar, og við urðum að aðlaga okkur nýju verði á þeim, en það varð Framhald á hls. 2 „Snjóflóðavarnarkeilurnar" Tilraunir í snjóflöðavörnum á Flateyri Þegar ekið er inn til Flateyr- ar, blasa við moldahrúkur mikl- ar í fjallshlíðinni fyrir ofan bæ- inn. Hér er um að ræða nokk- urskonar tilraunastarfsemi Vegagerðarinnar og Flateyrar- hrepps í snóflóðavörnun og tjáði Eiríkur Bjarnason, um- dæmisverkfræðingur, blaðinu að slíkar snjóflóðavarnir hefðu ekki verið reyndar fyrr hérlend- is, en fyrirmyndin að þeim sótt til Sviss og Noregs, þar sem þær hafa reynst vel. Er frétta- maður Vestfirska átti leið um Flateyri á dögunum, sagði Kristján Jóhannsson, sveitar- stjóri, honum nánar frá þess- um „snjóflóðavarnarkeilum", sem svo eru nefndar. HAFA REYNST VEL Eins og kunnugt er búa Flat- eyringar við það að á vissum svæðum fyrir ofan eyrina er mikil snjóflóðahætta. Á s.l. sumri ruddu stórvirk tæki upp 13 „keil- um“ fyrir ofan innkeyrsluna til þorpsins, og þær sönnuðu ágæti sitt í vor, er snjóflóð féll fyrir ofan plássið. „Keilurnar" eru um 7 metra háar og er Vegagerðin nú að bæta við þær og lengja þær. Sagði Kristján, að Flateyrarhreppur hefði lagt fé af mörkum til þessar- ar mikilvægu framkvæmdar til að sýna að Flateyringar hefðu áhuga fyrir þessu máli. DREIFA FLÓÐUNUM —Ef þetta tekst vel, sem við höfum ástæðu til að ætla, þá er þetta að sjálfsögðu mikið hags- munamál fyrir okkur, sagði Krist- ján. Talsverður hluti byggðarinn- ar er í hættu, ef það gerir veruleg- an snjóavetur, en við höfum verið svo heppnir undanfarin ár að vet- ur hafa verið snjóléttir með af- brigðum. Keilurnar munu dreifa flóðunum og taka úr þeim mesta kraftinn og ég held að þær verði þess valdandi að við eigum ekki eftir að lenda í neinum veruleg- um óhöppum vegna snjóflóða. Við erum mjög þakklátir yfir- mönnum Vegagerðarinnar, sér- staklega Eiríki Bjarnasyni, og Guðmundi Gunnarssyni, verk- stjóra, sem unnið hefur af miklu kappi í þessum málum. Mér skilst, að þetta sé eini staðurinn á Vestfjörðum, sem eitthvað hefur viljað sinna þessu. etj,- Flestar einnig á kassettum. Geysiöflugt atvinnulíf hefur verið á Bíldudal eftir að skut- togarinn Sölvi Bjarnason kom þangað fyrir nokkrum mánuð- um. Togarinn hefur fiskað af- bragðsvel og er kominn með 1300-1400 tonn síðan hann byrjaði, en síðast landaði hann 140 tonnum af þorski 20. júlí s.l. eftir viku útivist. Unnið hef- ur verið alla daga og flestar helgar í frystihúsinu, að sögn heimildarmanns blaðsins, Hannesar Friðrikssonar á Bíldudal. Mælst hefur verið til þess við starfsfólk frystihúss- ins að það taki sér sumarleyfi frá 21. júlí til 20. ágúst. Um 60 manns vinna við fiskvinnsluna. Framhald á hls. 2 FERSKAR HLJÓMPLÖTUR Bubbi Mortens Bob Dylan Paul McCartney Peter Gabriel Al di Meola Joan Armatrading Lips Steve Forbert Richard Tee Herb Albert Maynard Ferguson Dave Mason Clash Nina Hagen Ted Nudgent Kenny Rogers PHMBM l aTTi? Á heimilisiðnaðarsýningunni f gagnfræðaskólanum var m.a. sýndur lopi litaður með fslensku jurtalitunum. 14. tbl. 6. árg. vestfirska 26. júní 1980 FRETTABLASIS Farþega- og vöruafgreiðsla á ísafjarðarflugvelli, símar: 3000 - 3400 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti, símar: 3457 - 3557. FLUGLEIDIR Frá höfninni á Bíldudal Framkvæmdahugur í Bílddælingum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.