Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Síða 1
Nú vikulega Næst fimmtu- dag Frystihúsin opna 18. ágúst Reiknað er með því að frysti- húsin hér á ísafirði og f Súða- vfk opni á tilsettum tíma, 18. ágúst næstkomandi, að sögn Jóns Páls Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra. Raddir hafa verið uppi um það að opnun frystihúsanna myndi dragast, en Jón Páll tjáði Vestfirska fréttablaðinu að hann vissi ekki betur en staðið yrði við tfmasetningu, sem upphaflega var gefin þegar frystihúsin lok- uðu vegna sumarleyfa. Staðan í sölumálunum hefur ekkert breyst frá því sem var, þegar frystihúsin lokuðu f júlí, og virðist jafnvel heldur hafa sigið á ógæfuhliðina að sögn Jóns Páls. Ekki hefur bæst við birgðirnar í frystigeymslunum, en fiskbirgðir hér á ísafirði voru um s.l. mánaðamót miklu meiri en þær hafa nokkurntíma verið áður. Sáralitlu af frystum fiski hefur verið skipað út það sem af er sumarleyfistímanum, en vonir standa til að verulegar útskipanir verði næstu daga. Allt geymslu- rými er troðfullt og hefur frystum fiski jafnvel verið komið fyrir í geymslurými sem ætlað er til ann- arra hluta, eins og beitu- og bala- geymslu. Sagði Jón Páll, að ljóst væri að róðrar hæfust ekki fyrr en búið væri að losa þetta geymslu- rými í haust. Frystihúsin munu þó byrja að taka á móti fiski strax að loknum sumarleyfum. etj- Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra í ræðustól á Hrafnseyri. sungu fyrir hátíðargesti. Biskup Guðmundssonar, prófasts í Holti. íslands vígði nýju kapelluna á Kirkjukór Þingeyrar söng við at- Hrafnseyri með aðstoð Lárusar höfnina. Á þriðja þúsund á Hrafnseyrarhátíð Hrafnseyrarkvæði ort af Guðmundi Inga Kristjánssyni ari jörð veitti honum á sínum tíma kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en afi hans séra Jón Sigurðsson, ánafnaði honum tíu hundruð í jörðinni Auðkúlu, en seinna var þeim jarðarparti skipt fyrir Gljúfurá. Hannibal Valdi- marsson afhenti Benedikt minn- ingarpening Jóns Sigurðssonar fyrir hönd nefndarinnar sem þakklætisvott fyrir gjöfina. Nú kemur þú hingað að garði sem gestur á göngu sinni með sjálfstæðisbaráttu srðustu aldar í samfylgd þinni. Þú gengur að steini Jóns Sigurðssonar á sílgrænum velli. Og Hrafnseyri gefur þér geisla þess bjarma sem geymist til elli. Ef fylgir þú baráttu farinnar aldar í frásagnar línum, þá finnur þú vel hvernig fólkið stækkar af foringja sínum. Sé honum manndáð af Guði gefin með göfgi og viti, þá mannast þjóðin í athöfn og orðum og yfirliti. Og sæmd þinnar þjóðar og hamingju hennar bar hetjan merka sem aldrei brá sverði og aldrei hvatti til ofbeldisverka en trúði á orðið í ræðu og riti og röksemdir góðar. Seinfarið var það en samt var það leið hinnar sigrandi þjóðar. Það snið hefur orðið að eiginleika í íslenzkum sálum og dugað þeim löngum í lýðvörn þeirra og landhelgismálum. Enn fylgja þær Jóni Sigurðssyni til sóknar og varnar. Með orðsins krafti þær koma til móts við kynslóðir farnar. Þú bíður hjá steininum hljóðlátum huga í hamingju þinni. Þú krýpur þar ekki þótt lotningin laðist að leiðtogans minni. En þakkir og heit eru hugsanir þínar á hátíðarstundu. Þú skilur hjá Jóni Sigurðssyni hvað samherjar fundu. Svo gengur þú brott með þann Hrafnseyrarhug sem þú hefur í brjósti. Hann yljar þér bæði við sögunnar svið og í samtímans gjósti og styrkir þig jafnan í ævinnar óró og æsingafregnum sem ilmur landsins hjá lágmynd í steini, - sem Ijós undir veggnum. Guðmundur Ingi Kristjánsson. Hrafnseyrarhátíðin var hald- in 3. ágúst s.i. á Hrafnseyri við Arnarfjörð í tilefni 100 ára ár- tíðar Jóns Sigurðssonar for- seta. Talið er að hátt á þriðja þúsund manns hafi sótt hátíð- ina, sem fór fram í mildu sum- arveðri. Margir forystumanna þjóðarinnar sóttu hátíðina, sem nú var haldin í fjórða sinn, þeirra á meðal forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra og hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Formaður Hrafnseyrarnefndar, Þórhallur Ásgeirsson, flutti setningarræðuna, en síðan flutti forseti íslands minni Jóns Sig- urðssonar. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra flutti einnig ræðu. Stjórnandi hátíðarinnar var Hannibal Valdimarsson og skýrði hann frá því við athöfnina, að Hrafnseyrarnefnd hefði borist gjafabréf frá Benedikt Þ. Bene- diktssyni, vélstjóra frá Bolungar- vík, þar sem safni Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri er gefin jörðin Gljúfurá í Auðkúluhreppi með öllum gögnum og gæðum. Eign- arhald Jóns Sigurðssonar á þess- Um Eyri geymist í elztu ritum sú einstæða saga að Grelöð kom hingað og gjörði hér bú sitt við glaða daga. En áhrif landsins sem unað hennar og ánægju gjörðu, þau spruttu frá íslenzkum ilmi úr grasi og angan úr jörðu. Og Sturlunga dregur upp draumasýnir og dulmyndir fleiri. Þeir byggðu hér virki til bjargar og varnar um bæinn á Eyri. Og svo bar það við þegar horft var hingað af hollum þegnum, þeir sáu Ijóma sem lék um staðinn og Ijós undir veggnum. í tilefni hátíðarinnar fluttu Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal, kvæði, sem birtist í heild sinni í þessu blaði. Karlakórinn Ægir frá Bolung- arvík og Karlakór Þingeyrar Vigdís Finnbogadóttir, forseti á leið í Hrafnseyrarkapellu. FRETTABLAÐIÐ Frá hátíðinni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.