Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 1
FRETTABLASIS Farþega- og vöruafgreiðsla á (safjarðarflugvelli: Símar 3000 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. Útsalan hefst á mánudag! Verslunin KUkAXjó ísafirði sími 3103 Guðmundur formaður stjórnar fjórðungs- sambands Ekki hefur verið ákveðið hvenær hin nýja stjórn Fjórð- ungssambands Vestfjarða kemur saman til fundar, en þær breytingar urðu á stjórn- inni að Guðmundur H. Ingólfs- son var kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Fráfarandi formaður, Ólafur Kristjánsson, baðst undan endurkjöri. Eð- varð Sturluson frá Suðureyri var kosinn í stjórnina í stað Þórðar Jónssonar frá Múla, en hann féll frá á kjörtímabilinu. Aðrir í stjórn eru Ólafur Krist- jánsson frá Bolungarvfk, Karl M. Loftsson, Hólmavík og Gunnar R. Pétursson, Patreks- firði. Varamannalisti er óbreytt- ur. Guðmundur H. Ingólfsson I viðtali við Vestfirska sagði Jóhann T. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, að ekki hefðu orðið miklar umræður á þinginu. Til nýmæla sem þar komu fram var ályktun um skipulagsstofnun Vestfjarða. Samþykkt var að koma á skipulagsþjónustu og kos- in þriggja manna starfshópur til að gera tillögur um hvernig henni yrði best háttað. í þessum starfs- hóp eiga sæti þeir Guðmundur Ingólfsson, Ólafur Kristjánsson og Aage Steinsson. Þeir eiga að kynna sínar tillögur fyrir stjórn Fjórðungssambands, Skipulags- stofnun ríkisins og sveitarstjórn- armönnum. Jóhann sagði, að fulltrúar sveitastjórna á Fjórðungsþinginu hefðu verið færri en búast hefði mátt við. Til þess lágu ýmsar orsakir og nefndi Jóhann sem dæmi, að fulltrúar frá Stranda- sýslu hefðu lent í árekstri á leið til þingsins og orðið að snúa við. Auk þess voru fulltrúar úr bændastétt bundnir við önnur störf. Á Fjórðungsþinginu eiga sæti 44 kjörnir fulltrúar, en auk þess eiga þingseturétt alþingismenn kjördæmisins, sýslumenn og bæj- arfógetar. Jafnframt hefur sveit- ar- og bæjarstjórum verið boðin seta á þinginu, þ.e. þeim sem ekki eru kjörnir fulltrúar. etj.- i tilefni sextugsafmælis Úlfs Gunnarssonar og 25 ára starfsafmælis hans sem yfirlæknis Fjórðungssjúkrahússins á isafirði, var þetta málverk af honum eftir listmálarann Baltazar, afhjúpað á sjúkrahúsinu sl. fimmtudag. Sjá nánar frétt Inni í blaðinu. Ljósm. Hrafn Snorrason Pétur Svavarss. og Guðm. Heiðarsson í Grænu lyftunni. L.L. með útvarps- leikrit Fyrir nokkrum dögum hljóð- ritaði Ríkisútvarpið nýtt út- varpsleikrit með félögum úr Litla Leikklúbbnum á isafirði. Hljóðritunin fór fram í Selinu í Hnífsdal, en hljómburður þar er eins og best verður á kosið, að sögn formanns L.L., Trausta Hermannssonar. Hér er um að ræða enskt saka- málaleikrit, sem ber það ógn- þrungna nafn ,,Djöflakriki“, og hefur ekki áður verið fært upp hérlendis. Leikstjóri var Baldvin Halldórsson, en með hlutverkin fóru átta félagar í L.L., Guð- mundur R. Heiðarsson, Reynir Guðmundsson, Kristján Viggó- son, Guðjón Davíð, Snorri Grímsson, Pétur Svavarsson, Margrét Óskarsdóttir og Elísabet Þorgeirsdóttir. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær leikritið verður flutt í út- varpi, en það verður væntanlega einhverntíma í vetur. Litli leikklúbburinn fer snemma af stað í haust með fyrsta verkefni sitt. Þrjú leikrit eru til skoðunar hjá L.L., en ennþá er óráðið hvert þeirra verður fyrir valinu. etj.- Útimarkaður á Silfurtorgi um helgina Útimarkaðir setja jafnan mikinn svip á bæjarlffið og bjóða upp á velþegna tilbreyt- ingu frá hversdagslegu búðar- rápi, eins og þeir vita sem gengið hafa um Lækjartorg eft- ir að hinn vinsæli útimarkaður þar var settur upp. Á morgun föstudag hefst útimarkaður á Silfurtorgi og stendur yfir næstu þrjá daga. Knattspyrnu- ráð ísafjarðar gengst fyrir þessum markaði í fjáröflunar- skyni og verður á honum selt grænmeti hverskonar, m.a. tómatar, agúrkur, blómkál og hvítkál, rófur og gulrætur, paprika, salat, selleri, púrru- laukur o.fl. Markaðurinn hefst kl. 1. e.h. á morgun og stendur til kl. 22 um kvöldið. Á laugar- dag verður hann opinn frá kl. 10-19 og á sunnudag (ef græn- metið verður ekki uppselt) frá kl. 10-17. Arnar G. Hinriksson, ritari Knattspyrnuráðs, sagði í samtali við blaðið að á markaðinum gæf- ist tilvalið tækifæri til að gera hagstæð innkaup fyrir veturinn, en grænmetið er allt selt á útsöiu- verði. Á föstudagskvöld verður síðan gengið í hús og fólki boðið að kaupa blóm til styrktar KRÍ. Arnar sagði, að dýrara væri að reka Knattspyrnuráð núna en undanfarin ár, því að nú eru allir yngri flokkar í knattspyrnunni á vegum ráðsins, sem t.d. kostar þátttöku þeirra í íslandsmótum. Vestfjarðamót í öllum flokkum knattspyrnunnar verður haldið eftir fyrstu vikuna í september. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Arnars G. Hinrikssonar, Aðalstræti 13, sími 3214, fyrir I. september næstkomandi. Verður þá dregið um niðurröðun leikja í mótinu. etj,-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.