Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 3
vestfirska FEETTABLADID Aldarfjórðungs starf Ulfs Málverk var afhjúpað af Úlfi Gunnarssyni, yfirlækni, á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- firði 21. ágúst sl. í tilefni sex- tugsafmælis hans og aldar- fjórðungs-starfsafmælis. Gest- ir við athöfnina voru ásamt yfir- lækninum, eiginkona hans og dóttir, bæjarstjóri, bæjar- stjórnarmenn, starfsfólk sjúkrahússins og læknar o.fl. Magnús Reynir Guðmundsson, form. sjúkrahússtjórnar, flutti ávarp við athöfnina en síðan flutti Guðmundur Ingólfsson, forseti bæjarráðs, ræðu. Úlfur Gunnarsson er fæddur að Friðriksbergi í Kaupm.höfn I2. nóv. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Gunnarsson, rithöfundur, og Franzisca Gunnarsson. Úlfur varð stúdent frá Birkeröd Statsskole í júní 1939, las síðan læknisfræði í Ros- tock og Greifswald í Þyskalandi 1939-1945. Hann settist í lækna- deild H.í. haustið 1945 og lauk þaðan prófi sem cand. med. 27. jan. 1947. Hann starfaði síðan á Vífils- stöðum 1947-1948 og síðan sem námskandidat á Landsspítalanum í eitt ár, en fór síðan til fram- haldsnáms og starfa, m.a. til Frakklands, Sviss, Þýskalands og Danmörku. Hann var starfandi aðstoðarlæknir í Herning, þegar hann var ráðinn að sjúkrahúsinu hér síðla árs 1954. Úlfur Gunn- arsson kvæntist konu sinni, Bene- diktu, 12. feb. 1943, en hún er eins og kunnugt er af þýskum ættum. Þau hjón eiga fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. í ræðu sinni sagði Guðmundur Ingólfsson m.a.: „Ég er ekki viss um að ungu læknishjónin hafi í fyrstu áttað sig til fulls á þeim andblæ, sem ríkti við komu þeirra til Isafjarðar seint í september 1954. Það kom semsé fljótlega í ljós að hinn ungi nýráðni læknir aflaði sér strax mikillar vináttu þeirra sem til hans leituðu og varð traustvekj- andi og einlæg framkoma hans þess valdandi, að hann ávann sér á skömmum tíma hylli og trúnað samborgara sinna. Þótt læknirinn, sem þarna var að verki, gæfi tilefni til almennrar hylli, þá skipti hitt ekki minna máli hversu prúð, alþýðleg og traust fram- koma mannsins var. Ungi læknir- inn fann og brátt að hér voru verkefni, sem menntun hans og starfsreynsla fékk notið sín við. Hann festi rætur, varð einn af því fólki sem hér vildi lifa og starfa. Ungu læknishjónin voru komin heim. Þessir eiginleikar Úlfs Gunn- arssonar, sem urðu þess valdandi að hann vann hugi bæjarbúa haustmánuðina 1954, hafa fylgt honum í starfi hans við Sjúkrahús ísafjarðar á 25 ára starfsferli." Myndina af Úlfi Gunnarssyni, sem afhjúpuð var við þessa at- höfn, málaði Baltazar. Úlfur Gunnarsson, frú Benedikta og Kristín dóttir þeirra. Ljósm. Hrafn Snorrason Salbjörg teiknar Hjálparsveit skáta kölluð til leitar Á föstudag í síðustu viku var Hjálparsveit skáta á Isafirði kölluð út til að leita að manni, sem farið hafði fótgangandi frá Reykjafirði á Ströndum yfir Drangajökul og til Kaldalóns. Rætt hafði verið um að maður- inn léti vita af sér, þegar hann kæmi til bæja, en þegar ekkert heyrðist frá honum var farið að óttast um hann og Hjálpar- sveitin beðin um aðstoð. Flugvél frá Herði Guðmunds- syni á ísafirði flaug yfir jökulinn og gat rakið slóð mannsins niður í Kaldalón. Var síðan farið á hrað- bátum yfir Djúpið með mann- skap, sem var undir það búinn að ganga á jökulinn. Leitin hófst seinni part dags á föstudag en lauk um kvöldið, þegar fréttist um ferðir mannsins í frennd við Súðavík, en þangað hafði hann farið „á puttanum" frá Kaldalóni. Maðurinn var við ágæta heilsu og hélt för sinni áfram til Bolungar- víkur, sem var áfangastaður hans, eins og ekkert hefði í skorist. etj.- FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 7, tvær 3ja og ein 4ra-5 herbergja íbúðir í fjöl- býlishúsinu, sem Eiríkur og Einar Valur s.f. eru að byggja. Húsið verður fok- helt í lok september n.k. en tilbúið undir tréverk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca. 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 33, neðri hæð f fjórbýlishúsi, 3ja herbergja íbúð ásamt 40 fm. bílskúr. Laus fljótlega. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Þingeyri: Byggingarfram- kvæmdir að 138 fm. einbýl- ishúsi. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Veitinga- og leiktækjastof- an Gosi, Mánagötu 2 ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 Isafirði Sími3214 TIL SÖLU Plastbátur, 2,2 tonn með 36 ha. dieselvél. Færeyingur með stærra húsi. Verð kr. 10,5 millj. Upplýsingar í síma 3801 BARNAGÆSLA Kona óskast til að gæta 7 mán- aða gamals drengs, frá kl. 13:00 til 17:00 í vetur. Helst í neðri bænum. Upplýsingar í síma 3419 á kvöldin. Nýtt og gott TIL SÖLU Til sölu er Vivitar Zoom linsa, 100-300 mm, Close Focus, F5. Passar á flestar gerðir Reflex myndavéla. Upplýsingar hjá Hrafni Snorra- syni í matartímum, sími 3526 BARNAGÆSLA- HOLTAHVERFI Kona óskasr til að gæta drengs á öðru ári á morgnanna í vetur. Helst f Holtahverfi. Upplýsingar í síma 3263 FYLLT topploka HAMRABORG HF. HAFNARSTJETI 7 - (SAFTRC* - SlMt(94)3168 Hafóu samband Skipaferöir til ísafjaröar og — - -« j- Akureyrar aWa mánudaga EIMSKIP ™ Qími'- 319C HALFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HUSAVIKUR Sími: 3126 VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKÁLA OG A — SKÁLA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.