Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 5
vestlirslia rRETTABLADID Við spurðum Ólaf að því fyrst í hverju rannsóknir hans fyrir vest- an hefðu aðallega verið fólgnar. —Eins og Vestfirðingar vita hefur verið unnið að uppfyllingu og brúargerð yfir Vöðin í Önund- arfirði. Vegagerðin fór þess á leit við Líffræðistofnun Háskólans að úttekt yrði gerð á fuglalífi á svæð- inu og ég fór þangað á vegum stofnunarinnar í lok apríl í fyrra. öll útivinna fór fram á síðasta ári og gagnaúrvinnsla þá um haustið, en skýrslan kom út í byrjun þessa árs. Sumarið 1970 fór Ólafur Karl Nilsen, Ifffræðlngur, víða um Vestfirði og gerði athuganir á fuglalffi, m.a. f tengslum við fyrirhugaða veglínu yfir Vöðin f önundarfirðl. Auk þess kynnti hann sér fuglalff í Dýrafirði og víða annarsstaðar, allt frá ísa- fjarðardjúpi suður á Barða- strönd. Fréttamaður Vestfirska náði tali af Ólafi f Reykjavfk, rétt áður en hann lagði af stað til Bandarfkjanna, þar sem hann mun stunda framhalds- nám í fuglafræði og leggja fyrir sig rannsóknir á íslenska fálk- anum. —Meginniðurstaða þessarar skýrslu var sú, að ekki var amast við þeirri veglínu, sem heima- menn og Vegagerðin vildi helst fá. Hins vegar voru gerðar kröfur um ákveðna lengd á brúnni, um 80 metra, þannig að sjávarföll ofan uppfyllingar og brúar héld- ust óskert miðað við það sem þau eru nú. Fuglalíf í firðinum og almennt á Vestfjarðakjálkanum er tiltölulega fáskrúðugt saman- borið við aðra landshluta, en þó sker Önundarfjörður sig úr hvað fjölbreytni varðar. Þar eru tiltölu- lega mikið af fuglum og ríkjandi tegundir þar eru fyrst og fremst æðarfugl, stelkur og stokkönd. Þessar þrjár tegundir voru ekki taldar viðkvæmar fyrir þeim breytingum, sem óhjákvæmilega verða samfara brúarframkvæmd- unum yfir fjörðinn. ATHUGANIR A FÆÐUFRAMBOÐI —Rannsóknirnar fóru þannig fram, hélt Ólafur áfram, að lífríki innsta hluta önundarfjarðar var kortlagt. Síðan voru tekin sýni og kannað hvað fuglarnir ætu mikið miðað við sjávarföll og veglínurn- ar. í ljós kom að fuglarnir átu mjög mikið ofan við veglínuna, sérstaklega síðsumars, en minna um vorið. Eins og ég sagði áðan voru gerðar kröfur um ákveðið brúarop, þannig að sjávarföll héldust óskert ofan uppfyllingar og ættu fæðuframboð fuglanna af þeim sökum ekki að spillast. —Kveikjan að þessum rann- sóknum var sú helst, að í innsta hluta fjarðarins eru mjög víðáttu- miklar leirur, sem óvíða er að finna á Vestfjörðum. Nokkrar tegundir vaðfugla fara um ísland vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum í hánorr- ænum löndum og við vildum kanna hvort þessar tegundir færu um Önundarfjörð í miklum mæli. Hér er aðallega um þrjár tegundir að ræða, rauðbrysting, tildru og lóuþræl. Þessir fuglar eru mjög háðir þeirri fæðu, sem þeir fá i fjöru á vorin og þeir byggja ferðir sínar á því að geta haft viðkomu hér í nokkrar vikur og fitað sig upp fyrir síðasta áfanga ferðar- innar og endurnýjað þann orku- forða, sem þeir hafa misst á leið- inni frá Evrópu. Það kom á dag- inn að þessar tegundir voru í mjög litlum mæli í önundarfirði og reyndar annarsstaðar á Vest- fjörðum. Helstu staðirnir sem þeir koma til eru Reykjafjörður við ísafjarðardjúp, innsti hluti Dýra- fjarðar, nokkrir staðir við botn Arnarfjarðar, við botn Ósafjarðar, á Rauðasandi, við Hagavaðal og í Vatnsfirði. Það er mjög mikilvægt að þeir staðir, þar sem þessir vaðfuglar koma við á vorin, séu ekki skemmdir með framkvæmd- um eins og raunin hefur orðið á í Ósafirði, en þar hefur fjörunni í innsta hluta fjarðarins verið stór- spillt vegna fiskiræktarfram- kvæmda heimamanna. Aðrir staðir hafa verið nefndir sem álit- legir fyrir fiskirækt, svo sem Hagavaðall og Nauteyri við Djúp, en ég vil eindregið vara við því að hlaupið sé í slíkar framkvæmdir að óathuguðu máli. KÖNNUN A GRÓÐURFARI —Voru gerðar athuganir á öðr- um þáttum náttúrunnar þarna? —Já, það komu þarna nokkrir vísindamenn frá Líffræðistofnun, m.a. til að kanna gróðurfar á fitjunum í Önundarfirði. Nokkr- um árum áður hafði dvalist þarna hópur til að gera forkönnun á lífríki önundarfjarðar og rann- sóknir okkar byggðust að nokkru leyti á þeim niðurstöðum. —Er Önundarfjörður sérstæður hvað fuglalíf varðar? —Það er óvíða að finna meira af fugli á Vestfjörðum en einmitt í önundarfirði og þá á ég bæði við landfugla og fjörufugla. Þarna er aðallega um íslenska fugla að ræða, ekki farfugla, og þarna er t.d. mesti fjöldi stokkanda, urt- anda og ýmissa vaðfugla á Vest- fjörðum, m.a. stelks, lóuþræls og sandlóu. —Þú vannst einnig að eigin rannsóknum á nokkrum fugla- samfélögum. Geturðu sagt okkur eitthvað frá því? —Ég vann að mælingum á þéttleika íslenskra mófugla í nokkrum völdum kjörlendum. Ég taldi á þremur stöðum á Vest- fjörðum, við Tannanes, Kirkjuból í Korpudal og við botn Dýra- fjarðar. Algengasti mófugl í gras- lendi á Vestfjörðum er þúfutitt- lingurinn, en einnig má nefna hrossagauk og stelk og á grýttari svæðum snjótittlinga og stein- depla. Spóinn, sem er algengur mófugl víða um lönd, er tiltölu- lega sjaldgæfur á Vestfjörðum. í birkikjarri við botn Dýrafjarðar var skógarþrösturinn algengastur, eins og annarsstaðar á íslandi, en einnig var þar talsvert af þúfutittl- ing og músarindli. Auðnutittling- um brá fyrir í birkikjarrinu, en þeir verpa á 2-3 stöðum á Vest- fjarðakjálkanum. FÁLKAR OG ERNIR —Hvað um fálkann og örninn? —Það er óvíða jafn mikið af fálka og á Vestfjörðum. Það staf- ar fyrst og fremst af því að þar er nóg af rjúpu og lunda, en fálkinn lifir fyrst og fremst á þessum tveimur tegundum. Haförninn var næstum útdauður hérlendis, en stofnin þraukaði í héruðunum umhverfis Breiðafjörð og á nokkrum stöðum öðrum á Vest- fjörðum. Undanfarna 2-3 áratugi hefur stofninn sem betur fer að- eins rétt úr kútnum. Þeir eru byrjaðir að verpa á stöðum, þar sem þeir hafa ekki sést áratugum saman. Þetta er mjög gleðileg þróun, en hlunnindabændur eru fordómafullir gagnvart erninum og dæmi eru til um að menn hafi s: ypt viljandi undan erninum eða jafnvel skotið þá. Það væri ekki síður hættulegt, ef fæðu- svæði arnarins, grunnsævi þar sem útfiri er mikið, væri spillt með fljótfærnislegum aðgerðum, t.d. í sambi'ndi við fiskirækt. Af- staða Vegagerðarmanna til þess- ara mála er mjög lofsverð. Þeir hafa á síðustu árum fjármagnað ýmsar viðamiklar rannsóknir á lífríkjum fjarðarbotna, ekki að- eins við Önundarfjörð, heldur einnig við Hvalfjörð, Borgarfjörð og víðar til þess að ganga úr skugga um hvaða náttúruverð- mæti séu í húfi og hvernig megi vernda þau á skynsamlegan hátt. —Ég vil að lokum beina þeirri eindregnu áskorun tii Vestfirð- inga að standa vörð um náttúru- gersemar sínar og reyna að sjá lífkeðjuna alla í stærra samhengi, sagði Olafur Karl Nilsen að lok- „ísland fyrir Krist 1980“ Tjaldsamkomur á vegum Hvítasunnuhreyfingarlnnar á Islandi og annarrar hreyfingar f Kanada og USA voru haldnar víða um land f sumar, m.a. hér á isafirði í júlí. Tjaldsamkom- urnar voru haldnar undir kjör- orðinu „fsland fyrir Krist 1980“. Að sögn Hvftasunnu- manna var betri aðsókn hér á ísafirði að þessum samkomum en víðast annarsstaðar. Fjöldi unglinga „frelsaðist" á þess- um samkomum og milli 10-20 fullorðnir, að því er Indriðl Kristjánsson, trúboði, tjáði Vestfirska. Indriði sagði að breytt viðhorf í trúarefnum hefði ekki hlotið neina sérstaka náð hjá foreldrum og ættingjum margra þeirra, sem létu „turnast" á þessum samkom- um og ylli þar mestu ýmsar sögur sem sagðar væru af Hvítasunnu- hreyfingunni og skilningsleysi manna á starfi hennar. Væri því enn eftir að sjá hver árangurinn yrði af samkomunum á trúariíf ísfirðinga og annarra sem sóttu þessar samkomur. Indriði kvað það reginmisskiln- ing að menn væru gengnir í Hvítasunnuhreyfinguna þótt þeir létu frelsast, því að annað og meira þyrfti til þess. Hann sagði að mjög lítill munur væri á þessu starfi og lútersku kirkjunni í grundvallaratriðum og þeir legðu áherslu á að þeir væru að beina fólki að biblíunni líkt og kirkjan gerir, og sjálfur presturinn á Isa- firði viðurkenndi þetta starf sem réttmætt og hefði komið á sam- komur til þeirra og predikað. Tjaldsamkomurnar stóðu í viku og áætlað var að um 100 manns hefðu verið viðstaddir hverja samkomu. Eins og vera ber voru unnin þarna lækningaundur með fyrir- bænum, og var þó mun minni áhersla lögð á þennan lið sam- komanna en gert var í fyrra, að sögn Indriða. Nefndi hann sér- staklega tvo sem læknuðust með fyrirbæn, kanadíska konu, sem varð fótaskortur í stigagangi í Fjarðarstræti og slasaði sig á handlegg. Annar ungur maður, harmóníkuleikari, sem þjáðist í baki fékk einnig lækningu og gat hætt lyfjameðferð. Áformuð er önnur herferð fyrir Krist á næsta ári hérlendis, jafn- vel stærri í sniðum en sú sem nú var farin og er undirbúningur að henni þegar hafin, að sögn Ind- riða Kristjánssonar. Ffensillinn ísafirði auglýsir: Þessa viku og næstu: veitum við 10% magnafslátt af utanhúss- málningu og þakmálningu Veggstrigi á stórlækkuðu verði Bútasala á gólfteppum. Tilvalið í mottur, á ganga o.fl. Notið tækifærið Málið áður en vetur gengur í garð. Pensillinn !2?in Athugaði fuglalíf víða um Vestfirði Önundarfjörður sker sig úr hvað fjölbreytni varðar, en ekki þótti ástæða til að amast við veglínunni yfir fjörðinn. Úlafur Karl Nilsen, Ifffræðingur, gælir vlð æðarkollu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.