Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.09.1980, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.09.1980, Síða 1
Alla leiö med ■ P EIMSKIP Sími 3126 Allt að 30% munur á íbúðaverði Einar Valur Kristjánsson og Eirikur Kristófersson. -Ljósm. etj.- f viðtali við Jón Friðgeir Ein- arsson, byggingarverktaka í Bolungarvík, sem birtist í Vest- firska fréttablaðinu fyrir stuttu, hélt Jón Friðgeir þvf fram að ódýrara væri að byggja í Bol- ungarvík en á fsafirði og bar í þvf sambandi saman verð á íbúðum, sem hann hafði byggt í Bolungarvík og íbúðarverð hjá byggingaverktökunum Eir- fki og Einari sf. á fsafirði. f síðasta tbl. Vestfirska ritaði Sigurður K. Eggertsson grein, þar sem hann sýndi fram á að byggingarkostnaður pr. fer- metra væri hinn sami á báðum stöðunum og er mönnum bent á að lesa þá grein til að átta sig betur á málinu. Miklar umræður hafa orðið um byggingarkostnað á þessum stöð- um að undanförnu og hefur leigu- og söluíbúðarkerfið dregist inn í þær umræður. Til að kynna þessi mál betur leitaði blaðið til Eiríks og Einars og bað þá að skýra þessi mál frá sínu sjónar- horni, en þeir félagar eru nú með tvö 8 íbúða fjölbýlishús í smíðum fyrir leigu- og söluíbúðanefnd, annað inni í Firði og hitt í Hnífs- dal. SAMI BYGGINGARKOSTNAÐUR Við spurðum þá félaga fyrst um meintan mun á íbúðarverði í Bol- ungarvík og á ísafirði. —Athugasemdir Sigurðar K. Eggertssonar í Vestfirska eru réttmætar, sögðu þeir. Það er frá- leitt að bera saman tölur í þessu sambandi, því að Jón Friðgeir hóf framkvæmdir sumarið 1977, en við byrjuðum ekki fyrr en vorið 1979 og við höfðum selt íbúðirnar á föstu verði eiginlega strax og við byrjuðum á framkvæmdunum. Kostnaðurinn á að vera hinn sami, en þess má geta að Jón Friðgeir notaði byggingarmót, en við sláum upp með hefðbundnum hætti. Segja má að uppsláttur sé að hverfa úr sögunni. Við höfum hinsvegar ekki lagt út í það að Framhald á hls. 5 Sportbátaeigendur greiða vegaskatt og gúmmígjald Það hljómar nokkuð undar- lega, en er engu að síður stað- reynd, að eigendur sportbáta þurfa að borga vegaskatt og gúmmígjaid af bátum sínum ekki síður en eigendur trylli- tækja á þurru landi. Jónas Eyj- ólfsson, form. Sæfara, félags sportbátaeigenda á ísafirði, sagði í samtali við Vestfirska, að þess hefði verið farið skrif- lega á leit við Olíufélögin, að fá að setja upp sérstaka dælu á (safirði en þeirri beiðni var hafnað. f Sæfara eru nú um 125 félagar, sem hafa yfir að ráða milli 70-80 sportbátum, og nemur sú upphæð sem þeir greiða í vegaskatt og gúmmí- gjald árfega hátt á annan tug milljóna, að sögn Jónasar. Afsvar Olíufélaganna við mála- leitan klúbbsins var rökstudd með því að engin aðstaða væri við Bensínstöðina til að koma upp umbeðinni dælu, en ef sportbáta- eigendur legðu sjálfir til aðstöð- una, mætti athuga hvort hægt væri að koma til þeirra slöngu. ENGIN FYRIRGREIÐSLA Jónas sagði, að haft hefði verið samband við fulltrúa hjá við- skiptaráðuneytinu um þetta mál, en hann hafi talið útilokað að veita slíka fyrirgreiðslu sem og að fella niður tolla af ýmsum tækj- um til bátanna. Jónas sagði, að engin formleg tengsl væru með Sæfara og félög- um sportbátaeigenda í Reykjavík og á Akureyri, Snarfara og Nökkva, en komið hefði til tals, að þessi félög legðu saman út í baráttu við Olíufélögin um niður- fellingu þessara gjalda. Félögin njóta fyrirgreiðslu hjá nokkrum verslunum, sem selja útbúnað og tæki til sportbáta. Bátar félags- manna í Sæfara eru allir sam- tryggðir og gengur viss prósenta af tryggingarupphæðinni beint til félagsins. Félagsgjald er nú 10 þús. kr. á ári. REGLUR Á REGLUR OFAN Þá sagði Jónas að það væri brýnt hagsmunamál fyrir félagið að menn frá Siglingarmálastofn- un kæmu til Isafjarðar hið bráð- asta til að skoða bátana. —Stofnunin setur reglugerðir á reglugerðir ofan, sagði Jónas, en við fáum ekki að sjá einn einasta mann, sem getur skoðað bátana og gefið út haffærnisskírteini til þeirra. Við erum með marga báta hér bæði í innréttingu og smíðum og menn leggja í þetta ómælda vinnu og fjármuni. Síðan kemur Siglingarmálastofnunin með ein- hverjar kröfur, sem menn hafa ekki áttað sig á, og þurfa að taka upp allt aftur sem þeir voru búnir að gera. etj- Frá Sundahöfn. Athugasemd frá Fram kvæmdanefnd leigu- og söluíbúða á ísafirði Þar sem störf framkvæmda- nefndar hafa verið til umræðu í blaði yðar að undanförnu vill framkvæmdanefndin taka fram eftirfarandi, ef það gæti forðað frekari misskilningi en skrif yðar hafa þegar valdið. 1. Störf framkvæmdanefndar eru unnin fyrir opnum tjöldum. Ákvarðanir nefndarinnar eru bókaðar og gefnar út með fundar- gerðum bæjarstjórnar. Staðfest- ingu bæjarstjórnar þarf um svo til allt er nefndin fjallar um þ.m.t. verksamninga, lánssamninga, sölu íbúða, leigu íbúða og flest önnur þau atriði er hafa áhrif á framkvæmdir nefndarinnar. Nefndin telur sig því ekki hafa leynt neinum upplýsingum fyrir umbjóðendum sínum svo sem les- ið hefur verið út úr dylgjum blaðs yðar frá 4. sept. s.l. Fram- kvæmdanefndin harmar að blað yðar skuli setja á prent fullyrðing- ar um störf nefndarinnar sem eru beinlínis fallnar til þess að grafa undan trausti almennings á starfi hennar. Nefndin vill taka skýrt fram að þegar könnun á þörf fyrir bygg- ingu íbúða á félagslegum grund- velli fór fram, nú á s.l. vori, kom í ljós að 61 fjölskylda og ungmenni höfðu áhuga á og stóðust skilyrði til að fá byggða íbúð með þeim hætti. Svo sem rekja má í starfi nefndarinnar er nú af hennar hálfu og bæjarstjórnar unnið að því að byggja með sem hagkvæm- asta hætti 41 íbúð fyrir jafnmarga úr þessum hópi. Framkvæmdanefndinni er nauðsyn á því að njóta fyllsta trausts þessa fólks, og hagar störf- um sínum í samræmi við það. Annarlegar ágiskanir, dylgjur og órökstuddar fullyrðingar eru ekki til þess fallnar að nefndin hafi eðlilegan starfsfrið og er því þess farið á leit að þeim verði hætt. 2. Um samanburð blaðs yðar á íbúðarverði getum við eigi dæmt þar sem við höfum ekki skoðað til fullnustu hinar „ódýru“ íbúðir í Bolungarvík. En framkvæmda- nefndin hefur ekki hingað til haft ástæðu til að ætla að verktakar sem boðið hafa í verk á hennar vegum hafi gert tilboð sem væri hægt að dæma frá vegna ofreikn- ings á efni, vinnu eða annara þátta sem áhrif hafa á endanlegt íbúðarverð. Tilboð allra slíkra aðila eru byggð á raunverði (verðbóta- grunni) á tilboðsdegi. Slík grund- vallaratriði eru sannreynd bæði af hönnuðum íbúðanna og verk- fræðingum Húsnæðisstofnunar ríkisins. Munur á því hvort tiltekin verktaki byggir á eigin reikning eða á það sem þér kallið reikning Húsnæðismálastjórnar er fjar- Framhald á bls. 2

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.