Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABLABID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Sumarsins 1980 mun aö líkindum lengi veröa minnst, sem eins hins veðursæl- asta um áratugi. Elstu menn muna ekki aöra eins blíðu, sem þá er maí- og júnímánuður buöu upp á í sumar. Júlí og ágúst voru hlýir, þótt ekki skini sól alla daga. Okkur íslendingum sæmir því ekki aö kvarta, þótt nú um miðjan september kólni lítilsháttar. / Hér á ísafirði, í Bolungarvík og í Súöa- vík er nú rétt aö Ijúka áfanga í stórfram- kvæmdum í gatnagerð. Aldrei fyrr hafa jafnmargir fermetrar horfiö undir asfalt- slitlag á jafnskömmum tíma hér um slóö- ir. Tvennt er sérstaklega í því sambandi, sem vert er aö benda á aö þarfnast skjótra viðbragða frá hendi Vegagerðar ríkisins og ísafjarðarkaupstaðar, en þaö er lýsing við Djúpveg, nýja malbikaða kaflann frá Hafnarstræti, inn aö Hafra- fellshálsi og hjólreiöa- og göngubraut meðfram veginum allt frá Hnífsdal aö Hafrafellshálsi. Okkur eru enn í fersku minni þau slys, sem urðu á fótgangandi vegfarendum á Hnífsdalsvegi, meö hörmulegum afleiöingum, á því tímabili, sem leiö, frá því hann var fyrst lagður malbiki, þar til götulýsingu var komið upp viö veginn. Hugleitt er sumri hallar Höfum þaö ofarlega í huga aö fjöldi barna og unglinga leggur daglega leiö sína um þessa vegi, gangandi og á reiö- hjólum. Tími skammdegismyrkurs fer í hönd, og óþarft er að minna á aö þá er mest hætta á hverskonar slysum í um- ferðinni. Sumarsins 1980 mun þegar frá líöur liklega einnig veröa minnst fyrir þaö, hve áberandi áhugi hefur veriö fyrir garörækt og lóðafrágangi hér um slóðir. Þaö er vissulega fagnaðarefni aö slíkur andi skuli svífa yfir vötnunum hér á ísafirði nú, því aö á undanförnum árum hefur sorg- lega lítill árangur náöst hvaö varöar fegr- un og snyrtingu bæjarins. Segja má aö um afturför hafi verið aö ræöa frá árinu 1966, en þá var ísafjörður talinn framarlega í hópi snyrtilegra bæja á landinu. Vonandi veröa fyrirhugaðar framkvæmdir í gatnagerö næsta sumar til þess aö lyfta enn undir áhuga manna á því aö hlúa aö umhverfi sínu, til þess aö aldnir og ungir megi njóta þess aö búa hér viö menningarlegt og mannbætandi umhverfi. Undanfarnar vikur hefur mjög boriö á uppivöðslu unglinga í miöbæ Reykjavík- ur. Dagblöðin hafa rætt þetta fram og aftur og félagsmálafrömuöir hafa látið hafa eftir sér að ein af ástæöunum fyrir þessu útstáelsi unglinganna sé skortur á tómstundaaðstöðu fyrir þennan aldurs- hóp á kvöldin og um helgar. Vert er aö benda á þetta til umhugsunar fyrir Félagsmálaráð ísafjaröarkaupstaðar. Ýmsir aöilar hafa haldiö uppi tómstunda- starfi fyrir unglinga í gegn um árin og er þá fyrst og fremst átt viö íþrótta- og skátafélög, auk skólanna og nú síðustu ár, kirkjunnar. Þetta er töluvert starf, en allt um það er æskilegast aö tómstunda- starf unglinganna sé svo fjölbreytt, aö allir geti fundiö eitthvaö við sitt hæfi. Athugasemd Framhald af bls. 1 stæða, villandi fjarstæða, þar sem í báðum tilfellum er verktakinn hinn ábyrgi byggingaaðili. Þegar tilboði verktaka hefur verið tekið reiknast sem hluti byggingakostnaðar verðbætur samkvæmt sérstökum ákvæðum í verksamningi. Upphaflegi verksamningurinn, þ.e. tilboðið, verðbætur á bygg- ingatíma og annar tilfallandi kostnaður utan tilboðsins er við verklok heildarbyggingakostnað- ur íbúðarinnar. 3. Leigu og söluíbúðakerfið hef- ur verið afnumið með lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins. En Framkvæmdanefndin í samráði við bæjarstjórn vann að því á s.l. vetri og vori, áður en hin nýju lög tóku gildi, að fá allar staðfestingar Húsnæðismála- stjórnar á því að heimilt væri að byggja 41 íbúð sem nú er hafin framkvæmd á. Smáauglýsingar MIÐSTÖÐVARKETILL 4 ferm. háþrýstiketill er til sölu. Upplýsingar í síma 3242 BARNAGÆSLA Barngóð kona óskast til að gæta mín frá kl. 2 til 6 á daginn. Ég er 10 mánaða gamall, rólegur og geðgóður strák- ur. Hringið í síma 3026 TIL SÖLU Ford Fiesta árgerð 1978. Ekinn 40 þús. km. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 4143. Arnór Magnússon. TIL SÖLU Fiat 127 árgerð 1974 er til sölu. Upplýsingar í síma 7183 BARNAGÆSLA Kona óskast til að gæta 4ra mánaða barns á morgnanna. Upplýsingar í síma 4095 LABRADOR HVOLPAR alveg í sérflokki eru til sölu. Allar upplýsingar veittar að Sólvöllum, Flateyri, sími 7610 VOLVO ’78 Til sölu er Volvo DL. ’78 Upplýsingar í síma 3629 TIL SÖLU f-203, Mazda 818, árgerð 1975. Ekinn 62 þús. km. Upplýsingar í síma 3928 TIL SÖLU Saab 96 árg. 1973. Góður bíll. Björn Hermannsson, sími 3552 TIL SÖLU Til sölu er sófasett (tví- breiður svefnsófi og tveir stólar). Svefnsófi, tvíbreið- ur og svefnsófi, venjuleg- ur. Hansahillur, Hansa- skrifborð og skápur ásamt festingum og uppistöðum. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 3565 Nefndin hefur þegar byggt 23 íbúðir og markmiðið var frá upp- hafi að byggðar yrðu 64 íbúðir hér á ísafirði en það var hlutur ísafjarðar þegar deilt var út I000 leigu og söluíbúðum sveitarfélaga á sínum tíma. Að lokum. Framkvæmdanefndin og störf hennar eru að sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni hafin, en æski- legt væri þar sem störf nefndar- innar valda miklum straumhvörf- um í lífi þess unga og tápmikla fólks sem þarf á því að halda, að eðlileg gagnrýni komi fram með venjulegri hætti en í blaði yðar 14. ág. og 4. sept. s.l. I framkvæmdanefnd leigu og söluíbúða Isafirði: Guðm. H. Ing- ólfsson, Sturla Halldórsson, Krist- ján J. Jónsson Starfsmenn óskast Viljum ráða iðnaðarmenn og iðnnema nú þegar. Upplýsingar í síma 3575 og 3290 M. Bernharösson skipasmíöastöð hf. Mazda nr. 1000 á árinu I byrjun september tók Erna Indriðadóttir við þúsundasta Mazda bílnum sem selst hefur á íslandi á þessu ári. í fréttatil- kynningu frá Bílaborg h.f. seg- ir, að fyrirtækið hefi ekki getað annað eftirspurn eftir Mazda- bílum, en ein af orsökunum fyrir vinsældir Mazda hérlendis hafi verið sú, að verð á þeim hefur verið mjög hagstætt. { fréttatilkynningunni segir m.a., að þetta hagstæða verð stafi af því að tekist hafi mjög hag- stæðir samningar við framleið- endur og einnig að bílarnir eru fluttir til íslands milliliðalaust. Þá segir í tilkynningunni frá Bílaborg h.f.: „Mazda bílar hafa aldrei verið seldir á neinskonar útsölu og aldrei hefur verið hægt að fá Mazda bíla frá árinu áður og selja þá á niðursettu verði, eins og mörg dæmi eru um með aðrar bílategundir. Það er meðal annars af þessu sem endursöluverð Mazda bíla er eins hátt og raun ber vitni.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.