Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Síða 1
23. tbl. 6. árg. vestíirska 2. okt. 1980 FRETTABLADID Alla leió meó EIMSKIP Sími 3126 * 170 ísfirðingar í knattspyrnumóti Hversvegna rofnar sjönvarpssending ? - Er sofið á verðinum í Stykkishólmi? Sjónvarpsáhorfendur á Vest- fjörðum hafa orðið fyrir því, að sl. tvo föstudaga hefur útsend- ing rofnað í miðri sjónvarps- kvikmyndinni. Þeir sem fylgjast með kvikmyndum sjónvarpsins hallast að því að yfirleitt komi þetta ekki að sök, en stundum slysast sjónvarpið þó til að sýna þokkalegar afþreyingar- myndir og þykir mörgum súrt í brotið að fá ekki að sjá þær til enda, þegar þær loksins koma. Síðasta föstudag rofnaði út- sending kl. hálf eitt eftir mið- nætti. Ástæðan var sú, að gleymst hafði að taka úr sambandi sjálf- virkan klukkurofa í Stykkishólmi, sem slekkur á útsendingu kl. 00.30 og kveikir aftur kl. 2 á daginn. Líkur benda til að gleymst hafi að gera eftirlits- manninum í Hólminum viðvart um að dagskrá stæði fram yfir hálf eitt. Hugsanlega mætti ráða bót á þessu með því að færa fram klukkuna til eitt eftir miðnætti. Föstudaginn 19. september rofnaði útsending sjónvarpskvik- myndarinnar tvisvar. Enginn þeirra tæknimanna hjá Landsím- anum, sem blaðið hafði samband við, vissi skýringuna á þessu, en þeir töldu flestir að hér hefði verið um að ræða rafmagnstrufl- anir í Stykkishólmi. etj- Lýsing við stofn- braut að Sætiini Orkubú Vestfjarða hefur nú hafið framkvæmdir við lýsingu stofnbrautarinnar. Bolli Kjart- ansson, bæjarstjóri, sagði í samtali við blaðið, að gert hefði verið ráð fyrir lýsingu stofnbrautarinnar frá Hafnar- stræti inn að tengingu við Sæ- tún, þar sem bílastæðið fyrir skólabílinn er, strax við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Þá sagði Bolli, að óskað hefði verið eftir þvt við Vega- gerðina, að hún veitti þessum framkvæmdum forgang á sín- um hluta stofnbrautarinnar, þ.e. frá tengingu við Sætún og inn í Fjörð. Sagði bæjarstjóri að sér væri ekki kunnugt um að Vegagerðin hefði ennþá á- kveðið með lýsingu vegarins á þessum kafla. etj.- ISAFJÖRÐUR-REYKJAVÍK 11 ferðir vikulega í vetur Um síðustu helgi fór tram firmakeppni í knattspyrnu á vegum Knattspyrnuráðs Isa- fjarðar. 22 fyrirtæki og stofnan- ir tóku þátt í keppninni frá ísa- firði, Bolungarvík, Súðavík og Súgandafirði. Firmakeppni í knattspyrnu hefur ekki verið haldin hér áður, en víða ann- arsstaðar er hún fastur liður í fjáröflun knattspyrnufélag- anna. Arnar G. Hinriksson, rit- ari K.R.Í. tjáði blaðinu, að hvert félag sem tæki þátt í firma- keppninni á fsafirði greiddi 50.000 kr. þátttökugjald og rynni féð til starfs K.R.I., sem ennþá værj stórskuldugt. Veltan á ári hjá K.R.Í. er 30-40 milljónir kr„ að sögn Arnars, og af þeirri upphæð kemur aðeins ca. 1.5 millj. kr. inn fyrir leiki á heimavelli, en til samanburðar má geta þess að ef fara þarf í keppnisferðalag til Austfjarða með meistaraflokkslið kostar það yfir eina milljón kr. Arnar sagði að forráðamenn K.R.Í. væru hæstánægðir með þátttökuna í firmakeppninni og væri sömu sögu að segja um keppendur og áhorfendur. Tveir leikir voru leiknir samtímis á vell- inum inni á Skeiði og voru átta manns í flestum liðunum. Hátt á annað hundrað manns léku því fótbolta á ísafirði um helgina. Tólf lið komust í undanúrslit, og fara þau fram á morgun og laugardag. 3-4. okt. Sunnudaginn 5. okt. kl. 2 hefjast síðan sex liða úrslit. Eftirtalin tólf lið komust í und- anúrslit. .Tölur í svigum tákna markafjöldann. Bæjarsjóður (12-0), Eiríkur og Einar (22-2), Málarar (9-2), Flug- leiðir (11-4), Kennarar M.I. (6-5), Norðurtangi h.f. (19-3), Verslun- armenn (8-2), Hraðfrystihús Hnífsd. (16-7), Orkubú Vestfjarða (6-4), Kennarar G.f. (7-6), Ishús- fél. Bolvíkinga (4-4), Fiskiðjan Freyja (7-7). Riðlar í undanúrslitum eru sem hér segir: I. Riðill: 1. Eiríkur og Einar Valur 2. íshúsfélag Bolungarvíkur 3. Freyja, Suðureyri 4. Flugleiðir II. Riðill 1. Málarar 2. Bæjarsjóður Isafjarðar 3. Norðurtanginn 4. M.í. III. Riðill 1. Verslunarmenn 2. Orkubú Vestfjarða 3. G.í. 4. Hraðfr.h. Hnífsdal Vetraráætlun Flugleiða er gengin í garð og verða í vetur farnar ellefu ferðir f viku milli Reykjavíkur og fsafjarðar. Morgunferðir eru alla daga vik- unnar og sfðdegisferðir fjóra daga. Þá verður flogið milli Ak- ureyrar og fsafjarðar sex daga vikunnar. Fluginu í vetur verður hagað samkvæmt birtu, þannig að morgunferðirnar til Reykja- víkur og Akureyrar verða á breytilegum tíma í vetur. Reynir Adólfsson, umdæm- isstjóri Flugleiða á fsafirði, tjáði Vestfirska, að í áætluninni eins og hún væri uppsett yrðu notaðar Fokker Friendship vél- arnar, en hinsvegar yrði Twin Otter vél leigð einhvern hluta vetraráætlunarinnar. Ekki hef- ur verið ákveðið enn hvort sú vél verður í förum milli ísafjarð- ar og Reykjavíkur eða ein- hverra annarra staða. Reynir sagði að fimm daga vik- unnar yrðu morgunferðir Flug- leiða á breytilegum tíma. í októb- er verður brottför úr Reykjavík kl. 8.30, en þegar kemur fram í nóvember verður brottför kl. 9.00 og í svartasta skammdeginu kl. 10.15. Á laugardögum er brottför úr Reykjavík kl. 12 á hádegi og á sunnudögum kl. 10.30. Síðdegisferðir verða á þriðju- Framhald á bls. 2 se m—iihiiii m i Úr samþættingartfma Rödd hrópandans í eyðimörkinni ? Leitað áiits nokkurra kennara á viðtali Vestfirska við Skúla Benediktsson. Viðtal Vestfirska fréttablaðs- ins við Skúla Benediktsson, ís- lenskukennara, um málfar ung- linga og íslenskukennslu í skólum hefur vakið mikla eftir- tekt og umræður meðal skóla- manna og annara. I þættinum „Á ratsjánni" í Alþýðublaðinu á dögunum er vlðtalið gert að umræðuefni og er Skúli þar kallaður „vox clamantis in deserto" (rödd hrópandans f eyðimörkinni), þegar talið hef- ur borist að íslenska mennta- kerfinu. Höfundur þessa þáttar nefnir sig Þagal og kveðst hann þekkja af eigin reynslu, að fólk sem komið er í fram- haldsskóla kunni ekki skil á einföldustu málfræðihugtök- um, svo sem frumlagi, andlagi og umsögn. Ritstjóri Alþýðu- blaðsins er eins og kunnugt Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrv. skólameistari Mennta- skólans á ísafirði. í þessum þætti segir Þagall m.a.: „Skúli gefur þá skýringu á þessum ósköpum öllum, að kenn- Framhald á bls. 3

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.