Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 3
vestfirska ntETTABLAÐID III Höfum á boðstólum mjög mikið og fjölbreytt úrval af gardínuefnum ásamt annari vefnaðarvöru Snyrtivörur frá MARY QUANT, JUVENA, PIERRE ROBERT o.fl. o.fl. % ^ DILKAKJÖT AF NÝSLÁTRUÐU HANGIKJÖT AF NYSLATRUÐU LIFUR, NÝRU OG HJÖRTU • NAUTAKJÖT AF NÝSLÁTRUÐU *• SinarQuðfynyiszon k £ Sími 7200 — Bolungarvík Umferðarfræðsia í farskóladeild. -Þau hefja grunnskólanám á næsta hausti Rödd hrópandans Framhald af bls. 1 arar sumir hverjir hafi ekki greind til þess að kenna alvarlega mál- fræði lengur. Hann hefur það líka eftir einum forsvarsmanni menntamála hér á landi, að ekki mætti kenna bragfræði hér í skól- um, vegna þess að kennarar kunna hana ekki. Ljótt er ef satt er. Einvernveginn finnst Þagli þó að þessar skýringar Skúla hljóta að vera réttar. Hörmung!" Ekki eru þó allir sammála nið- urstöðum Skúla í téðu viðtali. Vestfirska leitaði til nokkurra kennara og bað þá að lýsa skoðun sinni á helstu efnisatriðum í við- talinu við Skúla. Þröngsýni og aftur haldssemi segir Hallur Páll Jónsson Hallur Páll Jónsson, kennari við Barnaskólann á ísafirði, hafði eftirfarandi að segja: „Ég held að það sé rétt að taka það fram í upphafi, að ég efast um að snubbótt orðaskipti manna í landsmálablöðum um kennslu og skólamál verði til mikils gagns. Þetta eru margþætt mál. sem ég tel réttara að séu rædd á fundum og mannamótum og þing Kenn- arasambands Vestfjarða er t.d. á- gætur vejtvangur slíkra umræðna. En þar sem minn gamli samkenn- ari, Skúli Benediktsson, reiðir hátt til höggs og sparar ekki stór- yrðin í garð okkar kennara í við- talinu við blaðið, þá er rétt að gera athugasemdir fyrst þess er kostur. Ég er að nokkru leyti sammála þeirri skoðun, að orð- fæð og latmælgi séu alláberandi í orðfari unglinga í dag. En ég tel í þessu sambandi rétt að hafa í huga, að orðaforði unglinga hlýt- ur að breytast með tíð og tíma. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla fram ný orð og nýjar málvenjur og því er tungumálið að vissu leyti í sífelldri endurnýjun. Hins- vegar er ég mjög ósammála þeim fullyrðingum Skúla, að öll alvar- leg íslenskukennsla, eins og hann kemst að orði, sé á undanhaldi í landinu. Og það er dálítið hjákát- legt að málfræðikennari skuli gera að því skóna, að sérstaka greind þurfi til að kenna mál- fræði umfram aðrar kennslu- greinar. Skúli nefnir einkum tvennt máli sínu til stuðnings: litla á- herslu á bragfræði og þá alvar- legu málfræði, sem hann svo nefnir. En íslenskt mál er meira en formið eitt, og að mínu mati skiptir bókmenntalestur mestu máli í íslenskukennslu ásamt æf- ingu þess að geta tjáð sig eðlilega í ræðu og riti. Kannske er hinn munnlegi þáttur íslenskukennsl- unnar, munnleg tjáning, verst á vegi stödd. Um þetta mætti fara mörgum orðum, en ég tel ekki ástæðu til þess á þessum vett- vangi. Þessi gamalreyndi fyrrv. sam- kennari minn er býsna stóryrtur um kennslu almennt og talar um undanhald, meðalmennsku og linkind. Þessu til sönnunar bendir hann á afnám zetunnar. Heldur finnast mér það nú lítilvæg rök í þessu sambandi. Hann syrgir gömlu skilvinduna, landsprófið, og er illa við að skilja megi ljóð á marga vegu. Mér finnst þetta og fleira í viðtalinu bera vott um ákveðna þröngsýni og afturhalds- semi. Staðreyndin er sú, eins og flestum kennurum er ljóst, að núna á síðustu árum hefur verið unnið ágætt starf við endurskoð- un námsefnis og kennsluaðferða, sem hefur borið þann árangur m.a., að nýtt násefni hefur komið út í líffræði, eðlis- og efnafræði, stærðfræði og samfélagsfræðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessum endurbótum á námsefni hafa fylgt endurbætur á kennsluhátt- um. Það hefur verið tekin upp hópvinna og samvinna nemenda í meira mæli en áður. En það má vera að íslenskan hafi að þessu Ieyti dregist nokkuð aftur úr. Ég vil leggja áherslu á það í lokin, að skólinn hefur verið og er kannske í eðli sínu íhaldssöm stofnun. En ef við eigum að vera í takt við tímann og þær þjóðfé- lagsbreytingar, sem sífellt eiga sér stað, þá megum við ekki staðna í gömlu formi. Orökstuddar fullyrðingar segir Anna Skarphéðinsdóttir Anna Skarphéðinsdóttir, kenn- ari í grunnskóla Bolungarvíkur, hafði þetta að segja: —Varðandi það sem haft eftir Skúla um íslenskukennslu í grunnskólanum, þá úir þar og rúir af sleggjudómum og órökstudd- um fullyrðingum. Hvað er „alvar- Ieg“ íslenskukennsla og „alvar- leg“ málfræði? Hvaðan hefur hann það að kennarar séu ekki nógu greindir til að kenna „þunga“ málfræði? Benda má á, að margir kennarar, sem kenndu til landsprófs eru enn í starfi. Sem betur fer er ólíklegt að íslensk menning sé í hættu þótt dregið sé úr kennslu í bragfræði. Afnám zetunnar veldur þeim kennurum einum harma og trega, sem telja að móðurmálið standi og falli með stafsetningarreglum. Skúli segir í viðtalinu: „Það á bara að kenna bókmenntafræði- legt þrugl, sem engum skilningi miðlar á málinu og prófar illa.“ Varðandi þessi ummæli mætti ætla að Skúli hafi fengið sérstök fyrirmæli, a.m.k. hafa þessi fyrir- mæli ekki borist hingað til Bol- FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 7, tvær 3ja og ein 4ra-5 herbergja íbúðir í fjöl- býlishúsinu, sem Eiríkur og Einar Valur s.f. eru að byggja. Húsið verður fok- helt í lok september n.k. en tilbúið undir tréverk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Hafraholt 28, raðnús í, smíðum. Mánagata 5, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus eftir samkomu- lagi. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca. 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Þingeyri: Byggingarfram- kvæmdir að 138 fm. einbýl- ishúsi. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 ungarvíkur. Varðandi bókmenntatexta, hvort heldur bundna eða ó- bundna, gefur það auga leið að sjálfsagt er að hægt sé að skilja þá á ýmsa vegu. Bókmenntir byggj- ast gjarnan á einstaklingsbund- inni reynslu og þegar aðrir ein- staklingar fara að meta textann.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.