Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 4
Órökstuddar Framhald af bls. 3 liggur í augum uppi að þeir geti skilið þá reynslu, sem um er fjall- ^ð, með öðrum hætti en textahöf- undur. Þar af leiðir, að svo getur farið að engin ein lausn sé réttust á bókmenntaverkefninu. Hvort stafsetningarreglur byggist á mál- fræði, þá er hægt að kenna staf- setningu án þess að láta nemend- ur læra utan að stafsetningaregl- ur. Auk þess hafa sumir nemend- ur svo gott sjónminni og eru svo næmir á framburð, að þeir virðast hafa litla þörf fyrir að kunna reglurnar. Það sem haft er eftir Skúla Ben. gæti bent til þess, að hann hafi ekki yfirsýn yfir það sem a.m.k. á að gera í móðurmálskennslu í grunnskólanum. Ætla mætti að Skúli sé þeirrar skoðunar, að það gamla sé það eina rétta en nýj- ungar rangar. En þeir sem hafa kynnt sér kennslubækur, sem hann hefur samið, vita að hann hefur gert mörg ágæt verkefni, sem byggð eru meðal annars á hugmyndum manna, sem unnið hafa á vegum skólarannsóknar- deildar Menntamálaráðuneytis- ins. Órökstuddar fullyrðingar og sleggjudómar í þessum málum eru af hinu illa vegna þess að þeir geta stuðlað að því að foreldrar og nemendur fái rangar hug- myndir um móðurmálskennslu í grunnskólanum. Kvöldskólinn ísafirði —fræðsla fullorðinna — Kennsla hefst mánudaginn 13. október n.k. KENNSLUGREINAR: ENSKA 3 flokkar ÞÝSKA 3 flokkar FRANSKA SPÆNSKA SÆNSKA ÍSL. BÓKMENNTIR ÍSL. F. ÚTLENDINGA . BÓKFÆRSLA > VÉLRITUN STÆRÐFRÆÐI Námsefni 1. stigs Iðnskóla FUNDARSTJÓRN OG FUNDARSKÖP SUND MYNDLISTARNÁMSKEIÐ fyrir fullorðna fyrir börn NÁMSKEIÐSGJALD: Kr. 25.000 Kr. 9.000 Kr. 35.000 Kr. 25.000 STUNDASKRÁ OG NIÐURRÖÐUN I FLOKKA AUGLÝST í GLUGGA BÓKAV. JÓNASAR TÓM- ASSONAR SUNNUDAGINN 12. OKT. N.K. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR I SÍMA 3993 FRÁ KL. 19 — 20 ALLA DAGA FRAM TIL 12. OKT. OG I SÍMA 4011 FRÁ KL. 13 — 15 ALLA NÆSTU VIKU FORSTÖÐUMAÐUR vestfirska ITTABLADIB Samþættingin gerir nemandann sjálfstæðari Jón Baldvin Hannesson, kennari á fsafirði, gerði eftirfar- andi athugasemdir við orð Skúla Benediktssonar: „Orðfæð stafar ekki fyrst og fremst af lélegum skóla. „Tileink- un málsins“ byggist á þjálfun. Hver og einn hefur í raun byggt upp sitt eigið málkerfi eða mál- fræðikerfi, þegar hann kemur í skólann, og það einungis út frá því að hlusta á aðra í umhverfinu og „bregðast við.“ Ef þennan þjálfunarþátt vantar, þá minnkar málþroskinn. Það eru því írekar heimilisaðstæður og tímaskortur vegna of mikillar vinnu, vegna sjónvarpsáhuga o.s.frv., sem valda þessu, þó að skólinn verði alls ekki undanskilinn. Dæmið sem Skúli nefnir frá því um 1950 sýnir best að fyrir 30 árum var ekki síður orðfæð fyrir hendi en nú. Ekki getur það dæmi verið sýnis- horn af lélegri kennslu í dag. Hvað varðar breytingartilraunir, sem Skúli segir að sé einungis hrósað af þeim sem þær fram- kvæma, þá tel ég hreint út sagt að hann hafi alls ekki yfirsýn yfir þær til þess að geta af einhverri sanngirni dæmt um þær. Hann vildi ef til vill skýra betur hvað hann er að tala um á öðrum stað eða aftur. Það væri einnig gaman að vita hvaða nýjungar það eru sem hann segir Þjóðverja hafa reynt áður en þeir láti þær ganga út í skólakerfið og hvaða heimild- ir hann hefur þar um. Fullyrðingar Skúla um að skól- inn ætli að gera alla að sömu meðalmönnum, að enginn megi skara fram úr, tel ég vera alrang- ar. Ef litið er á t.d. samþættingu eða þemanám, sem mjög er á döfinni í dag, þá hefur þannig kennsla einmitt mun meiri mögu- leika á að fá nemendum verkefni við sitt hæfi, bæði slökum og góðum nemendum, og gera þá sjálfstæðari í hugsun og vinnu- brögðum, heldur en skólastofa þar sem þess er krafist að allir læri nákvæmlega það sama í öll- um greinum og á sama hraða. Það er að vísu rétt, að erfiðara getur orðið að „prófa,“ þar sem þarf aö meta vinnu og vinnu- brögð nemenda, en ekki einungis prófa þekkingaratriði. En mér er spurn: fáum við “kki sjálfstæðari einstaklinga heldur en ef við könnum einungis sömu þekking- aratriði hjá nemendum, sem hafa fengið sömu bækur, sömu yfir- ferð, sömu kennslu og sömu kröf- ur og allir I kringum þá? Það kalla ég að gera alla að meðal- mönnum. Það er mín skoðun, að við náum aldrei fullkomnun í kennslu eða öðru, en aftur á móti er það merki um stöðnun að telja fortíðina hafa verið einhverja „gullöld“ og miklu betri en það sem fram fer í nútímanum. að ég tali ekki um ef menn ætla um leið að setja sig upp á móti öllum breytingum. Það sýnir að ef til vill er eldri kynslóðin (ef hægt er að alhæfa svo mikið) ekki nógu vel „menntuð"1, hvort sem það er svo heimilum eða skóla þess tíma að kenna, nema báðum sé, eins og ég tel líklegra. FELAGSHEIMILIÐ HNÍFSDAL AUGLÝSIft Leikfimi Námskeið í leikfimi fyrir konur á öllum aldri hefst í Félagsheimilinu Hnffsdal þann 6. október 1980 og verður á mánu- dags- og fimmtudagskvöldum. Nám- skeiðið er 10 tímar. Gufubað innifalið. Þaatttaka tilkynnist Ásthildi í síma 3577 eftir kl. 17:00 FÉLAGSHEIMILIÐ HNIFSDAL i Myndir í vegobréf ©gikuskerleini ðk Myndatökur fyrir vegabréf, ökuskírteini og nafnskír- teini, eru alla daga frá kl. 9 — 12 og 1 —5 e.h. Myndirnar eru tilbúnar daginn eftir. Einnig sendum viö myndirnar á sýsluskrifstofu ef þess er óskaö. Myndatökuverð er kr. 7.500 LJ0SMYNDAST0FA Hafnarstræti 7 ísafiröi Sími 3860

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.