Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 5
vestfirska vestfirska rRETTABLADID 5 Isafjarðarkanpstaðnr TILKYNNING um útivistartíma barna og unglinga: í kaupstöóum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa eða fleiri mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 (8 á kvöldin) tímab. 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22 (10 á kvöldin) 1. maí til 1. sept., nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum eða umsjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september,, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annari viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Þeir sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ungmenna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessi séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ungmenni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Barnaverndarnefnd ísafjarðar (Útdráttur úr 44. gr. reglugerðar um vernd barna og ungmenna nr. 45/1970). Súrefnisblómið er komið. Verð kr. 1.100 * Blómabúðin ÍSAFIRÐI — SÍMI4134 Kennarar þinga Framhald af bls. 6 efnafræði. Föstudeginum var skipt niður í nokkur tímabil og gátu kennarar gengið um og valið sér umræðuhópa með námsstjór- um í hinum ýmsu greinum. Fyrst um morguninn fóru þó fram um- ræður um námsmat á hópvinnu. Dagskráin með námsstjórunum stóð fram eftir degi og endaði á svokölluðu „opnu húsi,“ þar sem kennurum gafst tækifæri til að ræða nánar einstök mál við náms- stjórana. Um kvöldið skemmtu kennarar sér með söng og gaman- málum. AÐALFUNDUR Aðalfundur Kennarasambands Vestfjarða var settur á laugar- dagsmorgunn. Eins og kunnugt er hafa þau tvö félög, sem kennarar á grunnskólastigi voru áður í. Landssamband framhaldsskóla- kennara og Samband grunnskóla- kennara, verið formlega lögð nið- ur og í þeirra stað stofnað Kenn- arasamband Islands. Voru gerðar nokkrar breytingar á lögum KSV í samræmi við það. Gunnar Ragnarsson, fráfarandi formaður. flutti skýrslu sambandsins, en síð- an hafði Björn Teitsson. skóla- meistari. framsögu um tengsl milli skólastiga og tóku ýmsir til máls um það efni. Einkum var Ernir kaupa Framhald af bls. 6 fullnægjandi baktryggingar vegna ábyrgðarinnar. Cessna Titan vélin getur flutt 12 manns auk tveggja flugmanna, en Hörður sagði í samtalinu við blaðið, að líklega yrði í vélinni innrétting fyrir 10 manns. Flug- vélin verður því mjög rúmgóð og lögð áhersla á samvinnu þeirra kennara sem kenna í efstu bekkj- um grunnskólans og á fyrstu stig- um framhaldsskólans. I nýrri stjórn KSV eiga sæti Jón Baldvin Hannesson, ísafirði. form., og Emil Hjartarson. Flat- eyri, og Daði Ingimundarson, Patreksfirði. ÓFRÁGENGIÐ MÁL Eins og kunnugt er eru kennar- ar i landinu í tveimur heildarsam- tökum. Annars vegar eru grunn- skólakennarar og fáeinir aðrir í Kennarasambandi íslands (Kl). en hins vegar eru framhaldsskóla- og háskólakennarar í Hinu ís- lenska kennarafélagi (HÍK). Þeir fyrrnefndu eru i BSRB en þeir síðarnefndu í BHM. þannig að kjaramál þeirra fara ekki saman. Á þingi Kennarasambands Vest- fjarða, sem er aðili að Kl, var frestað að ganga frá lagalegri stöðu þeirra fáu kennara innan KSV sem teljast til HfK. en engu að síður var litið á þá sem full- gilda félagsmenn í kennarasamv bandinu og einn þeirra kosinn i stjórn. Vonandi er þó að kennarar sameinist inrian tíðar í eitt stéttar- félag og geti því sameinast um kjaramál sín. Öll aðstaða og fyrirgreiðsla að Núpi var hin besta og voru Bjarna Pálssyni, skólastjóra, og starfs- fólki hans færðar hinar bestu þakkir í þinglok. etj- munu allir farþegar fá gluggasæti. Hörður sagði, að þessi flugvél væri nokkuð hraðfleyg og hag- kvæmari að mörgu leyti en Is- lander-vél félagsins. Hún er fljót- ari í förum og eyðir minna elds- neyti. Flugvélin verður í sjúkra- og leiguflugi, en jafnframt reikn- aði Hörður með því að sett yrði upp áætlun um flug á vellina við ísafjarðardjúp til viðbótar reglu- Nú er vetrarstarfið t byrjað í Salem SUNNUDAGAR: Kl. 11:00 sunnudagaskóli fyrir börn Kl. 16:00 samkomur. (Ath. breyttan samkomutíma) FIMMTUDAGAR: Kl. 17:00 föndur fyrir börn 9-12 ára Kl. 20:30 biblíulestur ALLIR VELKOMNIR HVÍTASUNNUMENN ÍFflSTÉÍGNAj j VIÐSKIPTI j i | Aðalstrætl 15, 3ja herb. ca. | I 100 ferm. íbúð á neðri I J hæð. Laus nú þegar. | Seljalandsvegur 81, 620 j J ferm. lóð fyrir einbýlishús J I til afhendingar strax. J Aðalgata 35, Suðureyri, j I 4ra herb. einbýlishús á | I tveimur hæðum. Laast með I J skömmum fyrirvara. I Sundstræti 27, 3ja-4ra I J herb. ca. 65 ferm. íbúö á J J neðri hæð. Laus fljótlega. J Strandgata 19a, 5 herb. í- j I búð á tveimur hæðum. | I Laus til afhendingar strax. I I I 1 Túngata 18, 2ja herb. ca. I J 65 ferm. íbúð í góðu standi. J J Afhending eftir samkomu- j 2 la9‘- j Hafnargata 46, Bolungar- j J vík, 5 herb. ca. 135 ferm. | | íbúðarhús ásamt bíl- | I geymslu. Afhending eftir I J samkomulagi. | Urðarvegur 50 — 52, tvö | I glæsileg raðhús í bygg- I J ingu. Afhendast til inni- J J vinnu fljótlega en verða J I endanlega afhent fullfrá- | I gengin að utan næsta sum- | I ar. Teikningar fyrirliggj- I J andi. I Stakkanes v/Seljalands- j I veg. Lítið einbýlishús á | I tveimur hæðum og með | I kjallara. Stór lóð. Gott út- I J sýni. | Grunnar að raðhúsum við \ I Urðarveg 56 og Urðarveg | I 74. Komnar þlötur. I Vantar á söluskrá: I 3ja- og 4ra herb. íbúðír. j Tryggvi ! Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR I Hrannargötu 2, sími 3940 ! Isafirði bundnu flugi félagsins á Vestfirð- ina og einnig væri reiknað með því að áætlunarflug verði frá fsa- firði á vellina við Djúp og í Reykjanesi til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir því að Island- er-vél félagsins verði seld, en ekki er víst að það verði alveg strax, að sögn Harðar Guðmundssonar. etj,- Golfmót um helgina Golfklúbbur (safjarðar gengst fyrir golfmóti á vellinum í Hnífsdal á laugardaginn kem- ur og hefst mótið kl. 10:00 f.h. Hér er um að ræða svokallaða „bændaglímu" og fer mótið þannig fram að keppt verður í tveimur liðum, holukeppni milli liða. Þetta er síðasta mót sum- arsins hjá golfklúbbnum. Starfsemi klúbbanna á ísafirði og í önundarfirði hefur staðið með blóma í sumar og segja fé- lagar þeirra að með ólíkindum sé hvað golfíþróttin hafi laðað að sér marga þátttakendur að undan- förnu, þótt aðstaða sé enn ekki eins og best verður á kosið á golfvellinum í Hnífsdal. Önfirð- ingar hafa aftur á móti yfir að ráða mjög ákjósanlegu svæði á Tannanesi og er þar hið fegursta golfvallarstæði. etj.. Söluumboö fyrir ISPAN einangrunar- gler á ísafiröi: Kristján Bjarni Guö- mundsson og Salvar Guömundsson heldur kuldanum úti og hitanum inni ISPAN HF. — FURUVÖLLUM 5 — AKUREYRI — SÍMI (96)21332

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.