Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 1
26. tbl. 6. árg. vestfirska 23. okt. 1980 FRETTABLADIS Farþega- og vöruafgreiðsla á ísafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 • 3557. FLUGLEIDIR Nýjar vörur TEKNAR UPP Á MORGUN! i HERRA BUXUR Flannel Terylene Flauel Denim Hermanna- buxur Prjónakjólar BARNA BUXUR Flannel Denim Flauel DÖMU BUXUR Flannel Denim Flauel Hermanna- buxur Verslunin £lp ísafirði sími 3103 Áttu að hefja tækni- legan undirbiíning — Formanni bæjarráðs Bolungarvíkur og vegamálastjóra ber ekki saman um undirbúning framkvæmda við vegsvalir Um Uti- Úlfar sagði, að hann teldi að Patreksfirðingum væri mismunað hvað gatnagerðarmál snerti. Mik- Fyrsti vetrardagur er n.k. laugardag. Skfðamenn sklpuleggja vetrarstarfið og börnin bregða á leik í snjónum. Skíðaráð ísafjarðar vinnur nú að því að skipuleggja ferð 20 ísfirskra unglinga í keppnis- skíðaskólann f Geilo i Noregi. Farið verður fyrir áramótin og stendur námskeiðið yfir í hálf- an mánuð. Unglingarnir verða á aldrinum 13-17 ára og greiða sjálfir allan kostnað af nám- skeíðinu. Skíðaráð vinnur nú að því að undfrbúa starfsemina í vetur og verið er að ganga frá ráðningu á þjálfurum. A aðalfundi Skíða- ráðs, sem haldinn var nýlega, var Hafsteinn Sigurðsson kos- inn formaður, og er hann sá eini úr gömlu stjórninni, sem situr áfram. Aðrir í stjórn eru Valur Jónatansson, Geir Sig- urðsson, Einar Valur Kristjáns- son, Jónas Gunnlaugsson, Þröstur Jóhannesson og Óskar Kárason. Leó Ijósmyndastofa Inniæfingar fyrir skíðamenn, 13 ára og eldri hefjast í íþrótta- húsinu næsta þriðjudag kl. 19:15. Leiðbeinendur verða Arnór Magnússon og Valur Jónatansson. etj.- Malbik er menning Fyrir 6-7 árum var hálfri mill- jón króna veitt til að hefja tæknilega undirbúning fyrir smíði vegsvala yfir Óshlíðina, en þetta fé hefur ekki verið notað nema þá til að senda starfsmenn Vegagerðar ríkis- ins til Noregs og Sviss til að kynna sér yfirbyggða vegi þar. Þetta kom fram í viðtali blaðs- ins við Valdimar L. Gíslason, formann bæjarráðs Bolungar- víkur, nú á dögunum. Fyrir nokkru vfsaði vegamálastjóri á bug þeirri staðhæfingu Valdi- mars, að Vegagerðin hefði gef- ið Bolvíkingum fyrirheit um undirbúning þessa verkefnis. Valdimar sagði, að iagt hefði verið fyrir Vegagerðina á þing- mannafundi Vestfjarða 1977, að hefja störf við tæknilegan undirbúning fyrir brúargerð í Önundarfirði og vegsvalir yfir Óshlíð. Sagði Valdimar, að eins og allir vissu væri brúin yfir Önundar- fjörð fullgerð, en ekki væri byrjað á Óshlíðarveginum. —Við höfum verið að rekast í því síðustu 3-4 árin að fá eitthvað út úr þeirri hálfri milljón, sem veitt var til tæknilegs undirbún- ings við vegsvalirnar. Fyrir fáein- um vikum vorum við staddir á skrifstofu Vegamálastjórnar og þá upplýsti staðgengill vegamála- stjóra, sem þá var erlendis, og Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræðingur, að menn hefðu verið sendir til Sviss og Noregs til að kynna sér þessi mál. Þessir peningar virðast því hafa farið í farseðla fyrir starfsmenn Vegagerðarinnar. Þetta er dæmigert fyrir það hvernig embættismenn geta unn- ið, þegar þeir eru „í stuði". Þá sagði Valdimar: —Á Hnífsdalsfundinum, sem bæjarráð Bolungarvíkur og Isa- fjarðar héldu með Vegagerðinni I978 var loforð gefið um tækni- legan undirbúning fyrir haustið. Ár hefur liðið og ekkert gerst, þótt fjárveiting sé til staðar og þeim hafi verið falið verkefnið. Þeir viðurkenna hins vegar innan stofnunarinnar, að verkefnið sé svo viðamikið að þeim hrjósi hug- ur við að byrja á því. Ég vijj aðeins ítreka það, sem ég hef sagt áður: Það er beðið eftir stórslysi á Óshlíðarveginum. Þá munu allir hlaupa upp til handa og fóta og Framhald á bls. 2 — Patreksfirðingar hugleiða að flytja slitlagsefni frá ísafirði Hugsanlegt er að olíumöl verði flutt sjóleiðis frá fsafirði til Patreksfjarðar næsta vor og stungið hefur verið upp á því að Fagranesið tæki að sér slfka flutninga. í samtali við Vestfirska sagði Úlfar B. Th.or- oddsen, sveitarstjóri á Patreks- firði, að það hefði komið til tals milli sín og bæjaryfirvalda á ísafirði, að slitlagsefni yrði flutt til suðurfjarðanna á næsta ári, ef friður fengist til að halda malbikunarvélinni á ísafirði, en ýmis önnur sveitarfélög á land- inu hafa sóst mjög eftir að fá vélina. ill áhugi væri á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal að koma þessum málum í höfn, en erfitt væri um vik, því ekki væri hægt að snúa sér til Olíumalar h.f. um Framhald á bls. 2 vist ung- linga og æskulýðs- starf Barnaverndarnefndin á fsa- firði lét nýlega út frá sér ganga auglýsingu þar sem athygli var vakin á lögunum um útivistar- tfma barna og unglinga. Sam- kvæmt þeim eiga börn innan 12 ára aldurs að vera komin heim f síðasta lagi kl. 8 á kvöldin yfir vetrartímann, en unglingar innan 15 ára aldurs elga að vera komin heim kl. 10. Erflðlega hefur gengið að fram- fylgja þessum reglum og úti- vistlr barna og unglinga hafa jafnvel orðlð að hitamáli milli skóla, barnaverndarnefndar, foreldra og lögreglu. Til að kynna þessi mál betur ræddi Vestfirska fréttablaðið við for- mann barnaverndarnefndar, sr. Jakob Hjálmarsson, foreldra á ísafirðl og Björgvin Sighvats- son, skólastjóra. Sjá myndir og viðtöl á bls. 4 og 5

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.