Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 2
2 [ ' irestíirska FRÉTTABLAÐIÐ Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan Isrún hf., sími 3223 Sú frístundamenntun, sem fram fer á vegum námsflokka og kvöldskóla, er vax- andi þáttur í fræðslustarfsemi flestra sveitarfélaga á íslandi. Nefna má, að nú eru milli 30-40 námsflokkar starfræktir víðsvegar á landinu. Á ísafirði hefur frí- stundanámið farið fram á vegum Kvöld- skólans um margra ára skeið og yfirleitt verið vel sótt. ísfirðingar hafa ekki sýnt þessu tækifæri til endurmenntunar og frístundarnáms minni áhuga en aðrir, og á haustönn voru um 90 nemendur skráðir í skólann, sem telja má nokkuð góða aðsókn miðað við aðra námsflokka á landinu. Starfsemi námsflokkanna nýtur engrar formlegrar viðurkenningar stjórnvalda. Engin löggjöf er til um þessa fræðslu- starfsemi og borið hefur á mikilli tregðu löggjafaryfirvaldsins að fjalla um hana sérstaklega. Þegar framhaldsskólafrum- varpið var lagt fram á Alþingi í febrúar s.l. var aukið við það ákvæði um öldungar- deildir og réttindanám. Meginatriði frum- varpsins er að kostnaðarskipting lúti svo- nefndri þriðjungsreglu þ.e. að nemendur greiði þriðjung, ríkið þriðjung og sveitar- félögin þriðjung. Samkvæmt þessu á- kvæði eiga allir rétt á námi, sem miðar að ákveðnum starfréttindum og starfandi skólar eiga að fá leyfi til að annast þessa fræðslu. Frumvarpið var ekki afgreitt á síðasta þingi, eins og kunnugt er. Skólastjórar námsflokkanna hafa talið sjálfsagt, að fullorðinsfræðsla og frí- stundanám verði viðurkennt sem sérstak- ur þáttur í fræðslukerfinu. Fyrir nokkrum árum sömdu Guðmundur Sveinsson á Bifröst og fleiri, mikinn bálk, þar sem ráð er fyrir því gert að sérstakt kerfi fyrir fullorðinsfræðslu rísi við hliðina á öllu skólakerfinu. Bárður Halldórsson, skóla- stjóri Námsflokka Akureyrar, sagði í sam- tali við Vestfirska fréttablaðið, að þing- menn hefðu lagt þetta plagg frá sér og hlegið. Það gulnar nú á skrifstofum Menntamálaráðuneytisins. Stjórnvöld viðurkenni mikilvægi frístundanáms Fyrir níu árum skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd til að gera tillögur um hvern- ig skipuleggja skyldi fræðslustarfsemi fyr- ir fullorðna. Nefndin samdi frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu ásamt greinar- gerð, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, en hingað til ekki fengið afgreiðslu. í eina tíð greiddi ríkið einhverja upphæð til náms- flokkanna og nokkur styrkur var í þessu framlagi fyrir 10 árum, en upphæðin hef- ur ekki breyst síðan og nemur nú tveimur milljónum króna, sem renna til þeirra 30-40 námsflokka, sem starfa á landinu öllu. Til gamans má geta, að Námsflokkar Akureyrar, sem eru einhverjir hinir öflug- ustu á landinu, fá um 150 þús. kr. á ári til starfsemi sinnar. Frístundanámið er sérstaks eðlis og ef eitthvert vit á að vera í þessum málum verður að fjalla um það sérstaklega. Langflestir þeirra, sem stunda þetta nám, er vinnandi fólk, sem fórnar tíma sínum á kvöldin til að leggja stund á þá náms- grein, sem það hefur mestan áhuga fyrir. Fæstir eru að sækjast eftir einhverjum réttindum eða prófum, enda gefur fyrir- komulag námsflokkanna og kvöldskól- anna tæpast tækifæri til þess. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld viðurkenni réttmæti þess að fólk fái að afla sér þeirrar menntunar á fullorðinsárum, sem það sjálft kýs, og veiti því aðstöðu til þess. Þótt öldungadeildum og réttinda- námi verði komið á fót innan starfandi skóla, mun frístundanámið ekki hverfa úr sögunni. Sérstök löggjöf um þetta nám er því brýn og eðlileg. Beðið er eftir því að framhaldsskólafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi, en þá geta þingmenn væntan- lega farið að snúa sér óskiptir að þessum málum. Nú fyrir skemmstu fór Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, fram á það að fá nákvæmt yfirlit um allt, sem fjallað hefur verið um í sambandi við fullorðinsfræðsl- una: frumvörp, nefndaskipanir o.s.frv. Búast má við því að ráðherra ætli sér að taka málið upp frá grunni og er það vel. etj.- Búsáhöld: Alls konar plastvörur, svo sem föt, balar, skálar, uppþvotta- grindur, ruslafötur o.fl. o.fl. Mjólkurkönnur, 3 gerðir. Glös, 3 gerðir. Kökudiskar, skálasett og stak- ar skálar. Bollapör m/diskum 6 í kassa, 3 gerðir og litir. Matar- og kaffistell fyrir 6. Drykkjarkönnur, margar gerð- ir. Bökunarform, margar gerðir. Pottasett og stakir pottar. Baðvogir, eldhúsvogir, teppa- hreinsarar, innkaupatöskur á hjólum. Dyrahengi úr basti og bambus Ljónið vörumarkaður Vefnaðarvara: Handklæði og diskaþurrkur í mjög miklu úrvali og á góðu verði. Nærfatnaður á konur, karla og börn í öllum stærðum og mörgum gerðum. Náttkjólar og náttföt á drengi og telpur. Náttgallar á smábörn. Peysur fyrir konur, karla og börn. Falleg smábarnaföt og peysur. Allskonar sokkar á alla fjöl- skylduna. Barnaúlpur, margar stærðir og gerðir. Fallegir telpnakjólar, margar gerðir. Svuntur, sloppar og svuntu- sett, margar gerðir og litir. Það er úrval af vörum í Ljóninu núna VIÐ ERUM ALLTAF AÐ TAKA UPP NÝ HÚSGÖGN SVO SEM SÓFASETT OG HILLUSAMSTÆÐUR, SKRIFBORÐ OG STAKA HÆGINDASTÓLA. LÍTIÐ INN f LJÓNIÐ, ÞAÐ BORGAR SIG Malbik er menning Framhald af bls. 1 að fá olíumöl eða tækjabúnað til framleiðslu hennar og sveitarfé- lögin á suðurfjörðunum hefðu ekki efni á að taka við þessum tækjabúnaði, eins og ísfirðingar og Bolvíkingar. Sagði Úlfar, að suðurfirðinga vantaði stóran og stöðugan bakhjall eins og Vega- gerð ríkisins og Flugmálastjórn, en þessir aðilar væru í rauninni forsenda þess að malbikað væri við Djúp. Þá sagði Úlfar Thoroddsen: —Við erum hér með svokallað- ar stofnbrautir og í framtíðinni verður varanlegt slitlag lagt á kaflann frá flugvellinum hérna og á Patreksfjörð, og frá Patreksfirði á Tálknafjörð og Bíldudal. Var- anlega slitlagið kemur, en spurn- ingin er bara hvenær. Ég hef. reifað þessi mál við samgöngu- ráðherra, en hann hefur að svo stöddu ekki mikið um þau mál að segja. Þetta er viðamikið verk og það er vitaskuld gott að geta haft stuðning eins og ríkisfram- kvæmdir til að dreifa kostnaðin- um við það, eins og Isfirðingar og Bolvíkingar hafa haft. Það hefur komið lauslega til tals milli mín og ráðandi aðila á ísafirði, að við á suðurfjörðunum yrðum með í myndinni, ef olíumöl verður framleidd á Isafirði næsta vor, og ef friður fæst til að halda tækjun- um fyrir vestan. Heppilegast yrði þá að flytja olíumölina með skipi, því að flutningar landleiðis eru óhemju dýrir. Mér skilst jafnvel að áhöld séu um hvort það borgi sig fyrir Þingeyringa að taka mal- bik frá Isafirði nú — vegalengdin sé það mikil. Olíumöl var flutt sjóleiðis til ísafjarðar og Bolung- arvíkur á síðasta ári. Kannske gæti Djúpbáturinn á ísafirði ann- að þessu verkefni og það væri vissulega fundið fé, ef hann gæti tekið það að sér. —Við þyrftum ekki mikið mal- bik hingað, hélt Úlfar áfram, kannske 3000-5000 tonn, ef Tálknafjörður og Bíldudalur geta verið með í þessu. Ég er þá að hugsa um okkar eigin fram- kvæmdir, laust við allan stuðning Vegagerðarinnar. Það að vera í fjarlægð frá olíumalarmarkaði þýðir, að jafnvel þótt við værum tilbúnir til að taka við slitlagsefni núna, þá eigum við ekki kost á því. Ég tel að þetta hafi sín sál- rænu áhrif, því eins og fyrrver- andi forseti Islands sagði: „Mal- bik er menning". Enginn vafi er á því að það er rétt. Þið Isfirðingar ættuð að skilja það vel núna, þegar þið akið á nýju malbiki inn í Fjörð og út í Hnífsdal. etj,- I vestfirska FRETTABLADIÐ Atti að hefja... Framhald af bls. 1 vilja bjarga málunum. En í raun- inni er hér ekki um neina stór- framkvæmd að ræða. Það er hægt að vinna hana í mörgum áföng- um, eitt og eitt gil í einu og jafnvel part úr gili. Það er bara að byrja á því. Það sem fyrst og fremst vantar er að vegagerðin hefji tæknilegan undirbúning verksins. Þegar sá undirbúningur er um garð genginn, er hægt að fara að herja á þingmennina, fyrr ekki. etj--

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.