Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 3
vestfirska FRETTABLADID ORÐIÐ ER LAUST — Lesendadálkur ,Borgari“ ritar um höfuðatvinnugreinarnar Fiskveiðar og fiskvinnslu Að undanförnu hafa fisk- veiðar og fiskvinnsla, hagur út- gerðar og fiskverkunar verið mjög til umræðu í fjölmiðlum. Ástæður þeirrar umræðu hafa verið margvíslegar, nefna mætti lækkun verðs á fisk- markaði í U.S.A., gæði fram- leiðslunnar, hvort heldur að hún er seld fryst eða ísuð á markaði V-Evrópu, Bretlandi og Þýskalandi, þá má og nefna spá Þjóðhagsstofnunar um stórfelldan hallarekstur þess- ara hðfuð atvinnugreina á Ifð- andi ári. Þá má ekki gleyma þelrri umræðu, sem fram hefur farið um fiskverðsákvörðun, er taka skal glldi 1. okt. s.l. og fiskveiðistefnu rfkisvaldsins. Þegar litið er yfir þessa upp- talningu getur engan undrað að aðalatvinnuvegur þjóðar- innar hafi tekfð svo mjög hug þeirra, er matreiða fyrir fjöl- miðla, þrátt fyrir gómsætar Flugleiða fréttir. Staðreynd er að gengi ísl. krónu (er hún reyndar til lengur, nema sem hugtak banka og ríkisvalds?) hefir verið fellt t.d. gagnvart U.S.A. dollar um 35,7% frá I. jan. þ.á. til dagsins í dag, frá kr. 395.40 í 536.70 og er enn fallandi. Gagn- vart ensku pundi hefur krónan fallið úr 886.30 í 1.228.25, eða um 45,5%, hér er um að ræða tvær mestu viðskiptaþjóðir okkar. Ég verð sjálfsagt að biðja afsökunar á að tala hér um gengisfellingu, því nú heitir þetta á fínu máli „gengissig". Gengisfellingar við- reisnarstjórnarinnar eru nú orðn- ar fis á móti því, sem í dag gerist. Forsætisráðherra sagði nýlega að þjóðin væri illa farin, ef hún gerði sér ekki grein fyrir því, að krónan yrði að skrást rétt, gagn- vart útflutnings framleiðslunni, útflutningurinn yrði að fá kostn- aðaraukningu borna uppi. Allir sanngjarnir menn viður- Reyniö nýju ísréttina ©. HAMRABORG HF kenna að mikið ber „að bera“ og gera fyrir „höfuð atvinnuveg þjóðarinnar", en getur verið að maðkur sé í mysunni? fólki hér í bæ væri það kvíðaefni, þegar aflaskipin kæmu að landi, því að óþefurinn af fiskinum væri slíkur að fólkið þyrfti að leita til snyrtiherbergja og æla. Á þessum fundi munu hafa verið málsmet- andi menn, sem í það minnsta telja sig, standa framarlega í fisk- vinnslu og veiðum. Þeir munu ekki hafa séð ástæðu til að and- mæla frásögninni um á hvern veg hráefnið væri, sem fiskvinnslan í upphafi þessara lína er þess getið að gæði framleiðslunnar hafi valdið umtali. Hefir í þeirri umræðu borið mjög á fullyrðing- um um að gölluð og jafnvel lítt frambærileg vara hafi verið færð á erl. markað. Þá hefir og verið greint frá því, að fiskur sem kom- ið hafi á breskan markað á liðnu sumri hafi verið í mörgum tilfell- um svo léleg vara að stofnað hafi verið í hættu framtíð á sölu ís- lensks fisks í Bretlandi. Ástæðan til þessa mun hafa verið sú að skipum hafi verið haldið of lengi til veiða og fiskurinn vanísaður. Rétt er að geta þess í þessu sam- bandi, að ísfirsk skip hafa gert þrjár sölur í Þýskalandi nú á skömmum tíma. Fiskkaupendur hafa séð ástæðu til að gefa út vottorð um að fiskur úr þessum skipum hafi verið með afbrigðum góður. Þetta vottorð endurspegl- ast í verði því er „Guðbjörg" fékk nú nýlega í Þýskalandi. Þess skal getið sem vel er gert, en ekki sífellt klifað á því, er miður fer. ömurlegt má það þó teljast, að fiskur, sem er verið að vernda með því að takmarka sóknina, skuli þannig fara í veiðiskipi, að hann þurfi að fara til fóðurmjöls- vinnslu, þegar hann er kominn á markaðsstað. ER ViÐAR POTTUR BROTINN? Nýlega héldu þingmenn Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum fund á fsafirði. Sá sem þetta ritar hefir fengið staðfestingu á því að sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson, hafi nefnt sem dæmi um vöruvöndun, að einn harðduglegasti sölumaður ís- lensks fisks á erlendum markaði hafi á miklum fundi fiskverkun- armanna brugðið sér í frystihús og sótt eina „fiskblokk'* og lagt á borð fundarmanna. Hafi fundar- mönnum þótt það „ókræsileg" matvæli. Á sama fundi lýsti einn ræðumaður því, að fiskvinnslu- hér fengi til framleiðslu, þess besta fisks, sem fengist á heims- markaðnum, eins og íslenskur fiskur mun auglýstur * erlendis, heldur hafi einn ábyrgðarmaður veiða og vinnslu gengið til ræðu- manns að loknum fundi og sagt að frásögn ræðumannsins hafi verið rétt og sönn. Getur það verið að framleiðsl- unni, sem sífelit er verið að bjarga, með gengisfellingum, samkvæmt frásögn stjórnmála- manna, sé svo komið, sem hér er gert að umtalsefni? Undrar ein- hverja þó spurt sé? Þeim sem þetta ritar er alvara í huga. Ég vil með þessum línum opna umræðu um þessi mál og gefa viðkomandi tækifæri til að tjá sig, og bera til baka á opnum vettvangi sögur og tilgátur um vinnslu og hráefni. Það er engum til góðs þegar vandi steðjar að, að stór mál séu höfð að fíflskaparmálúm, eða hvað má telja það, sem að framan er sagt, og gr.höfundur hefur fengið ör- ugga staðfestingu á að satt og rétt er frá greint. Hvern einstakling í landinu varðar meira og minna þessi mál. Verðbreytingar þær sem orðið hafa á íslenskum gjald- miðli, valda stórfelldri röskun í landinu, og aldrei slíkri sem á áratugunum 1970 - 1980. Nefnt sem dæmi að U.S.A. dollar kost- aði á árinu 1970 kr. 87.90, en nú eins og áður er sagt kr. 537.70 eða gengið lækkað á 10 árum um 510% —fimmhundruðogtíu prósent—. Sjávarútvegsráðherra sagði í morgunpósti í dag „annað ráð en gengissig er ekki til, til bjargar fiskvinnslunni eða getur þú bent á annað", varpaði hann til fyrirspyrjanda. Gengissig eða gengisfelling, er viðurkenning á því sem er orðin staðreynd og hefur skeð, sambr. grein í síðasta tölublaði fsfirðings. Svo heitir það á máli fræðing- anna og þeirra pólitíkussa, sem aka seglum eftir vindi, eða var þessi staðreynd ekki ljós greinar- höfundum fsfirðings 1967 og 1968, eða er hér hagað seglum eftir vindi og því breytt um grein- arhöfunda. Sú afleiðing sífelldrar verðrýrn- unar gjaldmiðils, sem snýr að al- menningi, er sú að verðlag fer stöðugt hækkandi, breytist nú nær vikulega, verðskyn verður ekki til, samkeppni um vöruverð er úr sögunni. Enginn getur eltst við að athuga vöruverð frá degi til dags, enda er það ekki saman- burðarhæft, þar sem mismunandi forsendur liggja að baki verðlagn- Framhald á bls. 4 FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 11, glæsileg 4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr. Nú eru einungis 2 3ja herb. íbúðir óseldar I fjölbýlis- húsinu sem Eiríkur og Ein- ar Valur s/f eru að byggja við Stórholt. íbúðirnar af- hendast tilbúnar undir tré- verk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Húsið er nú fokhelt. Hafraholt 28, raðhús í smíðum. Mánagata 5, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus eftir samkomu- lagi. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca. 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Þingeyri: Byggingarfram- kvæmdir að 138 fm. einbýl- ishúsi. Vitastfgur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Athugið, Hef flutt að Fjarð- arstræti 15, (áður skattstof- an og Bókhaldsstofa Guð- mundar Kjartanssonar.) Nýtt símanúmer er 4144. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Fjarðarstræti 15, Sími4144 TILBODSVERÐ Á KJÚKLINGUM: Grillkjúklingar Kjötkjúklingar Kjúklingabringur Kjúklingalæri Kjúklingaleggir Kjúklingavængir Úr okkar eigin kjötvinnslu: Forsmekkur aö jólaúrvalinu: HANGIKJÖT: Hangiframpartar Hangilæri Hangikjöt, úrbeinað SVÍNAKJÖT: Svínalærissneiðar Svínakótelettur Svínahamborgarhryggir Svínabógar Svínakambar FISKHAKK FISKFARS FISKBORGARAR NAUTAKJÖT: Nautabuff Nautagúllash Nautafile Nautalundir T - bone steik Nautahakk I. og II. flokkur Hamborgarar Lambahamborgarhryggir Lambahamborgarlæri Londonlamb Lambasnitcel Lambagúllash Kindahakk Beinlausir fuglar SinarýUdfinnsson k (f. Sími 7200 — Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.