Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 4
 vestfirska TTABLAOID Fiskv. og... Framhald al bl*. 3 ingu frá viku lil viku. Þcgar sífcllt cr sagt að þcssar aftgcrftir í gjaldcyrismálum scu til bjargar útflutningnum. vcrða þcir, sem a6 honum stanila, þa6 cr framleiðendur, að vcra við því búnir að hinn óbrcytti borgari ókyrrist og lcggi cyrun að því scm er að gerast í þeirra ranni. Ég tel það því ckki síður þeirra hag að rcynt sé að opna umræður, mcð þeim hætti sem hér er gert. F.kki er hægt að Ijúka þessu grein- arkorni án þess að benda á dæmi um það hvernig svikamylla geng- issigsins, verkar og löðrungar. Frá ársbyrjun 1979 hafa afurðalán út- flutnings verið gengistryggð, það er hin svokölluðu Seðlabankalán, eða endurkaupalán, hvað sem þau eru svo kölluð, skiptir í sjálfu sér ekki máli, ef rétt skilst hvað við er átt. Hér skal tekið dæmi. I. júní er tekið afurðalán að upp- hæð kr. 100.000.000. Skráð í US. dollurum á gengi 452.60, lánið er greitt upp 4 mánuðum seinna, sem ekki er ólíklegur tími, en þá er gengi US dollars 536.70, í dag, þegar þetta er ritað, eða 18,6% hærra. Lánið þarf því að greiðast upp með 118.600.000, auk vaxta 8,5% p.a. sem eru í þessu tilfelli 2,8 millj. kr. Gengismunurinn gefur að ársvextir séu 70,5%. Mér er tjáð af kunnugum að þessi gengismunur sé færður sem vaxtakostnaður hjá fyrirtækjum, og eykur það hlutfall vaxtakostn- aðar í heildar útgjöldum. f dag- legu tali er svo „ríkjandi vaxta- stefnu" um kennt. Hér er það hringavitleysa „gengissigsins" sem ræður, en ekki ríkjandi vaxtastefna. Þá vil ég benda á að einn er sá, sem ekki missir í við „gengissig- ið“. Það er hin óseðjandi hít, Framhald á bls. 6 Sunnudagsbingó K.R.Í. Næsta sunnudag kl. 15:00 hefst Sunnudagsbingó KRf. Hið fyrsta af þremur. Athugið Sunnudag 26. október Sunnudag 2. nóvember Sunnudag 9. nóvember SUNNUDAGSBINGÓ KRÍ í ALÞÝÐUHÚSINU MEÐAL VINNINGA : Utanlandsferð og helgarferðir til Reykjavíkur Nánar í götuauglýsingum KRÍ Hjartans þakkir færum við öllum vinum okkar og velunnurum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar SVEINBORGAR HAFLIÐADÓTTUR Aðalstræti 19 Bolungarvík Elías H. Guðmundsson og börn Húsbyggjendur — Væntanlegir húsbyggjendur Verjist kaupmáttarrýrnun Seljum takmarkaðar birgðir af mótatimbri á hagstæðu verði og með einstaklega góðum greiðslukjörum. I GRÆNIGARÐUR HF. )!i >:\i<;AHi.'i~irmq GRÆNAGARÐI - ÍSAFIROI - SÍMI 3472 SUNDSTRÆTI 36 — PÓSTHÓLF 140 — 400 ÍSAFJÖRDUR SÉRSTAKT HAUSTTILBOÐ: Nautahakk ..........kr. 3.200 pr. kg. 5 — 10 kg. pakkningar Ærhakk............kr. 2.200 pr. kg. 5 — 10 kg. pakkningar Ærbuff .............kr. 5.000 pr. kg. 1 — 2 kg. pakkningar Höfum ávallt mikið úrval af svínakjöti, áleggi og ýmsum kjöt- og fiskvörum Pantanir og upplýsingar í síma 4006. við unglingana og reyna að kom- ast að einhverju samkomulagi við þá. Mestu varðar, að allri blekk- ingu í sambandi við áfengi sé eytt og þeim sé sýnt fram á, að hér sé um að ræða spurningu um sjálfs- vernd. INNRI BARÁTTA —Mér finnst ástæða til að geta um það, hélt sr. Jakob áfram, að unglingar sem komnir eru á sext-1 ánda árið eða orðnir 16 ára og hafa fengið leyfi til að fara á almenna dansleiki, eiga oft í harðri innri baráttu. Hið ríkjandi viðhorf í hópnum er, að menn verði að prófa að fá sér neðan í því einu sinni. Það eru margir sem berjast með betri vitund sinni gegn þessum þrýstingi, og það eru meira að segja heiftarleg átök. Ákaflegti mikilvægt að varðveita vináttuna — Þýðir ekki að fara að ala barnið upp eftir að það er komið á táningsaldurinn, segir Jakob Hjálmarsson Sr. Jakob Hjálmarsson, sókn- arprestur RATA EKKI í MYRKRAVERK —Þetta mál hefur verið mikið rætt í gegnum tíðina, sagði sr. Jakob, og það hefur jafnvel orðið átakamál milli foreldra, því að sumir vilja gjarnan fylgjast með því að börn þeirra séu ekki mikið úti á kvöldin, meðan aðrir hirða minna um útivistir barnanna. Þá er það hlutverk barnaverndar- nefndar að benda á þau lög, sem gilda um útivistir. Máltækið segir, að menn séu ekki kenndir, þar sem þeir ekki koma, og unglingar sem ekki ástunda kvöldgöltur rata síður I myrkraverk en þau sem eru úti fram á nætur. Við ræðum mikið um það, að fjölskyldan eigi allt of litla samleið: börnin eru í skóla á daginn, foreldrarnir I vinnu, og það er ekki fyrr en á kvöldin sem fjölskyldan getur átt sameiginlegar stundir. Sumir for- eldrar, sem vilja byggja upp sam- eiginlegt fjölskyldulíf, fá ekki frið til þess fyrir jafnöldrum barna sinna, sem leyft er að vera úti eftirlitslaust. Það er mikið kvartað undan þessu vandamáli á hverju hausti, og þá gjarnan af skólan- um. Lögreglunni er gert að fram- fylgja útivistarreglunum, en það vill brenna við að foreldrar ásaki lögregluna um óeðlilega afskipta- semi af börnunum, þegar hún er að vísa þeim heim eða koma með þau. Þó er lögreglan auðvitað ekki að gera annað en skyldu sína. —Alvarlegasti þáttur málsins er ef til vill útivist unglinga eftir að komið er langt fram á kvöld. Eftir kl. 10 mega unglingar innan 15 ára ekki vera úti. Það má enginn selja þeim neina þjónustu aðra en heimakstur. Það er að sjálfsögðu annað mál hvort barnið er á rjátli fyrir utan heimili sitt eftir leyfi- legan tíma eða hvort það er á þvælingi niðrí bæ, hangandi inni á sjoppum eða fyrir utan skemmtistaði. Þetta tengist öðru vandamáli, sem er áfengisneysla. Mér virðist ástandið I þeim efn- um hafa skánað upp á síðkastið og það viðhorf vera að skapast hjá fólki, að það sé neikvætt I fari unglings að vera mikið með vín. Þetta er vissulega vandamál, sem foreldrar eiga erfitt með að ráða við, en það stoðar ekki að gefast upp gagnvart því. Mér sýnist það vera árangursríkast, að stofna til hreinskiptinna umræða um þetta Maður hefur bókstaflega horft á krakkana ganga nauðug inn á þessa braut vegna þess að þau þora ekki annað en semja sig að andanum í hópnum. —Hefur barnaverndarnefnd þurft að hafa afskipti af mörgum heimilum vegna drykkjuskapar unglinga? —Það er alltaf eitthvað um það að foreldrar leiti aðstoðar barna- verndarnefndar í slíkum tilvikum. En það er bágt að sjá hvað barna- verndarnefnd getur gert, þegar vald foreldranna þrýtur. Mér líst þannig á, að það besta sem nefndin gæti gert væri að efla jákvætt almenningsálit gagnvart þessum málum og treysta sam- stöðu foreldranna. Það skortir mikið á opinbera og almenna umræðu um þessi mál I okkar bæjarfélagi. Við rífumst stöðugt um hvort malbika eigi þessa göt- una eða hina, en við skiptumst ekki á skoðunum um hvort það sé heppilegt fyrir börnin okkar að vera úti á götunni á kvöldin, sækja skemmtistaði og hafa þessa umgengni við vín. —Ég vil bæta því við, að mér finnst ömurlegt að hugsa til þess að sá maður skuli var álitinn jafngildur öðrum, sem leyfir sér að bera vín I óvita unglinga eða selja þeim það. Ég skil ekki hvað- an mönnum kemur sá kjarkur að taka á sig þessa ábyrgð á barn- ungum einstaklingi og fá honum vínflösku í hönd. Hann hefur tek- ið á sig meiri ábyrgð en foreldrar unglingsins treysta sér til að bera. Maður lætur sér detta í hug, að það þurfi hreina mannvonsku til að hafa sig út í annað eins. NÓG UM AÐ VELJA —Hvað eiga unglingarnir að gera fram til kl. 10 á kvöldin annað en rápa um göturnar? Eiga þeir einhverja valkosti? —Þau eiga vissulega valkosti. Skátahreyfingin starfar upp úr öllum unglingsaldri. Þar geta menn komið og stundað hina ó- líklegustu starfsemi. Skólarnir bjóða allajafna upp á einhverja félagsstarfsemi og veita aðstoð og húsnæði til slíks. Æskulýðsfélag Isafjarðarkirkju er með starfsemi, sem er opin unglingum frá ferm- ingu og til 18 ára aldurs. Iþrótta- félögin bjóða upp á ýmiskonar J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.