Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Blaðsíða 5
íí vEstfirska TTABLASID FRETTABIADIÐ Björn Helgason, fþróttafulltrúi kl. 11, eða í þann mund sem bíótíma lýkur. Um dansleiki og annað slíkt er ekki að ræða nema það sé á vegum skólans. Þau fá að sjálfsögðu að fara á almenna dansleiki fyrr en þau hafa aldur Nauðsyn að fram fylgja lögum Barnaverndarnefnd er vel kunnugt um hug okkar hér í barnaskólanum til útivistar barna og unglinga og ég hef oftar en einu sinni bent á nauðsyn þess að lögum þar að lútandi sé fram- fylgt. Ég tel að framkvæmd þess- ara laga hafi skapað hér veruleg vandamál, og þá á ég við að þeim hefur verið slælega framfylgt. Vissulega er við mikla erfiðleika að etja: lögreglan segist vera of fáliðuð. Svo virðist einnig sem foreldrar og uppalendur geri sér um heim að börn flækist úti án nokkurs aðhalds og hafi ekkert afdrep nema götuna eða sjopp- urnar. Kennarar vita, að það er liðin tíð að tala um heimanám sem mikilvægan þátt hjá mörgum nemendum. Skólarnir hafa reynt að svara þessu með því að færa námið sem mest inn í skólana. Það er Ijóst, að barn sem ekki fær eðlilegan svefntíma er undir það búið að fást við nám með eðlileg- um hætti, hvorki í skólanum né heima hjá sér. Þarf ekki að vera vandamál Björgvin Sighvatsson, skóla- stjóri ekki almennt grein fyrir mikil- vægi þessa máls og þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir sem forráða- mönnum. Það eru ákaflega mikil brögð að því að börn séu úti eftir leyfi- legan tíma á kvöldin og mikið af ýmsum óknyttum eru framin á þessum tíma. Ég veit ekki hvernig samstarfi foreldra og lögreglu er háttað í þessum efnum, hvort það er nokkuð, eða hvort lögreglan hefur leitað eftir því. Hitt er stað- reynd, að lögunum er linlega framfylgt og það er auðvitað þeim mun alvarlegra sem yngri nemendur eiga í hlut. Þeir eiga á hættu að dragast inn í soll með þeim, sem eldri eru, og sem ekki eru alltaf góðar fyrirmyndir, Það býður augljóslega allskonar hætt- — Foreldranna að sjá um að reglum sé hlýtt Halldóra Magnúsdóttir, form. foreldrafélags G.í. Á okkar heimili hafa alltaf gilt settar reglur um útivistir barna og unglinga. Okkar regla er einfald- lega sú, að séu einhver lög sett, þá er farið eftir þeim. Við höfum ekki orðið vör við neinn þrýsting á okkar dreng frá jafnöldrum hans og hann hefur ekki beðið um að fá að vera lengur úti á kvöldin. Ég held að ein af ástæð- unum fyrir því, að börn eru mikið úti fram eftir kvöldi sé sú. að foreldrarnir eru sjálfir ekki heima. Hugsanlega þurfa þeir að vinna úti, og ég hef þá einkum í huga einstæðar mæður, sem þurfa að vinna kvöldvaktir. Þetta er að sjálfsögðu erfitt mál við að eiga. Börnin eru ein og eftirlits- laus og þegar þau síðan komast á táningsaldur á að fara að fylgjast með þeim og setja þeim reglur, en þá er það vitanlega orðið of seint. Það þýðir ekkert fyrir okkur, ef við höfum'sleppt barninu lausu, að taka því tak, þegar það er orðið 12 eða 13 ára og segja við það að nú eigi það að koma heim á ákveðnum tíma. Ég tel að lögreglunni beri skylda til að framfylgja lögunum- um útivist, og ef foreldrarnir taka slíkt óstinnt upp og saka lögregl- una um afskiptasemi, má einfald- lega benda á þessi lög. Ég hafði þann sið á haustin að klippa út auglýsingar um útivistir, sem birt- ust í blöðunum, og ef þetta mál kom til umræðu, gat ég bent hon- um á auglýsinguna. það má kannske benda foreldrum á þessa leið. I rauninni þarf þetta ekki að vera vandamál. Það eru ákveðnar reglur í gildi og það er foreldr- anna að sjá til þess að þeim sé hlýtt. æfingar og félagsstarf. Mér finnst ekkert skorta fyrir unglingana að gera. Það skortir hins vegar, að þeir vaxi til ábyrgðar. Þeir eru ávallt í stöðu hins ómynduga, en þroski þeirra segir til um að þeir þurfi að bera ábyrgð. Það er svo spurning hvort skólinn hefur örv- að slíkt eða hið gagnstæða. Ég held að það skólakerfi, sem við búum við í dag, miði of mikið að því að gera einstsaklingana að neytendum og sníða þá í sama mótið, þótt vissulega megi sjá andóf gegn því í skólunum sjálf- um nú að undanförnu. NfSKUST Á TfMANN Sr. Jakob Hjálmarsson sagði að lokum: —Ég hef stundum verið að hugsa um hvort fólki yrði það á að sofna á verðinum á því tíma- bili í lífi barnsins, þegar það er að mestu leyti orðið sjálfbjarga en er samt barn, kannske á aldursskeið- inu 10-12 ára. Síðan tekur gelgju- skeiðið við og þá sjá foreldrarnir allt í einu, að þarna er mannvera, sem þau verða að binda einhvern félagsskap við. En ef þráðurinn hefur slitnað á þessu æviskeiði, getur það reynst mjög erfitt að stofna til slíkra tengsla, jafnvel ómögulegt. Það þýðir ekki að ætla að fara að ala barnið upp eftir að það er komið á tánings- aldurinn. Það er því ákaflega mikilvægt, að fólk varðveiti vin- áttuna, sem stofnað var til meðan barnið var opið fyrir foreldrun- um, og haldi henni fram á full- orðinsárin og láti aldrei slitna upp úr henni. Mig grunar, að börn fái öllum þörfum sínum fullnægt í dag, nema þessari. Við erum reiðubúin að gefa börnunum allt, sem hægt er að borga með pen- ingum, en það sem þau þarfnast mest er tími. Og á hann erum við nískust af öllu því sem við eigum. etj- Börnum þykir ekki verra að hafa aga Ég þekki ekki útivistarreglurn- ar til hlítar, en ég hef þó skapað mér ákveðna skoðun á þeim mál- um. Sú regla, sem í gildi er á mínu heimili er að yngri börnin, sem eru níu og tíu ára gömul, séu komin heim í síðasta lagi kl. 9, en í einstaka tilfellum kl. 9.30, t.d. þegar veðrið er sérstaklega gott og sleðafæri ákjósanlegt. Ég tel að þetta sé hæfileg útivist fyrir krakka, sem þurfa að vakna snemma á morgnana til að fara í skólann. Hvað eldri börnunum viðkem- ur, þá hafa þau fengið að vera úti til miðnættis um helgar, þegar þau eru orðin 15 ára gömul, en að öðru jöfnu hafa þau komið heim til þess. Aðrir útivistartímar en þessir hafa ekki verið til umræðu á mínu heimili. Þetta hefur gefist vel. Þau hafa stöku sinnum borið sig illa undan því, að aðrir krakk- ar fái að vera lengur úti á kvöldin, en þessar reglur hafa lærst fljótt. Það er mín reynsla, að börnum þykir ekkert verra að hafa aga og aðhald heima hjá sér. Ég held, að það sem skapi vandamálið sé, að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á útivist- inni og túlka hana hver á sinn hátt. Því miður er of mikið um það, að foreldrar fylgjast ekki með því hvar börnin eru og hversu lengi þau eru úti á kvöld- in. 5 Pensillinn Hafharstréti 1, Sími IVJ21 Til málunar innanhúss Kópal dyroton staöal- litir og þúsundir tóna- lita. Kópal gljái áglugg- ana: Fúavarnarefni allskon- ar matt og lágglans- andi lakk. ★ ★ ★ ★ VEGGSTRIGI í ÚR- VALI Veggdúkar í rúllum og í metratali. Striga og veggdúkalím. ★ ★ ★ ★ ÁGÓLFIN: Gólfdúkar og gólflist- ar. Gólfdúkalím. ★ ★ ★ ★ VINSÆLU AMERÍSKU GÓLFTEPPIN: World Carpets og fleiri geröir, nýkomin. Teppi fyrir stigaganga, skrifstofur o.fl. Þýsk gæöavara. ★ ★ ★ ★ TEPPALÍMBÖND Teppalistar, ál og gyllt- ir. Gólfteppalím fyrir heil- límingu. ★ ★ ★ ★ ÝMSAR AÐRAR VÖR- UR SVO SEM: Baðmottusett, plast- dreglar, strámottur. Gardínustangir, 2 geröir, margar stærðir, aukahringir. Lakkspray, þekjulitir. Alls konar lím og verk- færi í úrvali. ★ ★ ★ ★ Lítið inn, opið alla daga og laugardaga 10-12. Pensillinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.